Ekki boðið upp á hamborgara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2013 00:01 Danka Podovac verður í eldlínunni með Stjörnunni í kvöld gegn Þrótti. Mynd / Anton „Ég hef spilað á Íslandi í sjö ár og ekki unnið neitt. Ég vildi komast í lið sem hefði möguleika á að vinna titil,“ segir Danka Podovac, sem farið hefur á kostum í óstöðvandi liði Stjörnunnar í sumar. Stjarnan hefur unnið alla fimm leiki sína, aðeins fengið á sig eitt mark og skorað tuttugu. Átta þeirra hefur Danka skorað. „Ég hef aldrei byrjað tímabil jafnvel,“ segir Danka og minnir á að þótt hún sé miðjumaður sinni hún lítilli varnarskyldu. Hennar hlutverk sé að koma samherjum í færi og skora. „En ég væri aldrei búin að skora svona mörg mörk ef ekki væri fyrir frábæra frammistöðu samherja minna.“Höfðu ekki efni á henni Danka hefur flakkað á milli liða á Íslandi frá því hún gekk fyrst í raðir Keflavíkur árið 2006. Eftir þrjú tímabil með Keflavík lá leiðin til Fylkis í Árbænum. Danka skoraði 13 mörk í 17 leikjum með Fylki en aftur söðlaði hún um. „Hvorki Keflavík né Fylkir höfðu nægt fjármagn til að geta haldið mér þar,“ segir Danka. Hún hafi því verið á flakki fyrir nauðsyn enda knattspyrnan starf hennar. Þór/KA á Akureyri naut krafta hennar sumarið 2010 og árin tvö á eftir var hún hjá ÍBV í Eyjum. „Við áttum möguleika á titlinum í fyrra hjá ÍBV en það tókst ekki. Nú tel ég okkur vera með besta liðið í deildinni. Ég hef aldrei átt betri möguleika á að vinna titilinn,“ segir Danka.Engir hamborgararstjarna Danka Podovac hefur farið á kostum með liði Stjörnunnar í sumar. Hún er búin að vera lengi á Íslandi.fréttablaðið/antonDanka býr með Megan Manthey, bandarískum leikmanni Stjörnunnar. Hún segir þær stöllur ná vel saman og samvistin gangi eftir því vel. „Það eru engir hamborgarar,“ segir Danka og hlær aðspurð um matinn sem herbergisfélaginn bjóði upp á. „Við eldum stundum saman og skiptumst líka á. Svo förum við stundum út að borða,“ segir Danka sem varð íslenskur ríkisborgari í apríl. Hún segir ríkisborgararéttinn hafa hjálpað til við að starfa innan Evrópu. „Með vegabréf frá Serbíu er erfitt að vera lengur en þrjá mánuði nokkurs staðar í Evrópu,“ segir Danka. Ísland getur þó ekki nýtt Dönku í landslið sitt enda er hún þrautreyndur landsliðsmaður Serba. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Vildi koma í veg fyrir væl "Ástæða þess að ég fékk Dönku til Stjörnunnar var fyrst og fremst sú að við misstum Gunnhildi Yrsu (Jónsdóttur) og Eddu Maríu (Birgisdóttur) af miðjunni,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar. 5. júní 2013 00:01 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
„Ég hef spilað á Íslandi í sjö ár og ekki unnið neitt. Ég vildi komast í lið sem hefði möguleika á að vinna titil,“ segir Danka Podovac, sem farið hefur á kostum í óstöðvandi liði Stjörnunnar í sumar. Stjarnan hefur unnið alla fimm leiki sína, aðeins fengið á sig eitt mark og skorað tuttugu. Átta þeirra hefur Danka skorað. „Ég hef aldrei byrjað tímabil jafnvel,“ segir Danka og minnir á að þótt hún sé miðjumaður sinni hún lítilli varnarskyldu. Hennar hlutverk sé að koma samherjum í færi og skora. „En ég væri aldrei búin að skora svona mörg mörk ef ekki væri fyrir frábæra frammistöðu samherja minna.“Höfðu ekki efni á henni Danka hefur flakkað á milli liða á Íslandi frá því hún gekk fyrst í raðir Keflavíkur árið 2006. Eftir þrjú tímabil með Keflavík lá leiðin til Fylkis í Árbænum. Danka skoraði 13 mörk í 17 leikjum með Fylki en aftur söðlaði hún um. „Hvorki Keflavík né Fylkir höfðu nægt fjármagn til að geta haldið mér þar,“ segir Danka. Hún hafi því verið á flakki fyrir nauðsyn enda knattspyrnan starf hennar. Þór/KA á Akureyri naut krafta hennar sumarið 2010 og árin tvö á eftir var hún hjá ÍBV í Eyjum. „Við áttum möguleika á titlinum í fyrra hjá ÍBV en það tókst ekki. Nú tel ég okkur vera með besta liðið í deildinni. Ég hef aldrei átt betri möguleika á að vinna titilinn,“ segir Danka.Engir hamborgararstjarna Danka Podovac hefur farið á kostum með liði Stjörnunnar í sumar. Hún er búin að vera lengi á Íslandi.fréttablaðið/antonDanka býr með Megan Manthey, bandarískum leikmanni Stjörnunnar. Hún segir þær stöllur ná vel saman og samvistin gangi eftir því vel. „Það eru engir hamborgarar,“ segir Danka og hlær aðspurð um matinn sem herbergisfélaginn bjóði upp á. „Við eldum stundum saman og skiptumst líka á. Svo förum við stundum út að borða,“ segir Danka sem varð íslenskur ríkisborgari í apríl. Hún segir ríkisborgararéttinn hafa hjálpað til við að starfa innan Evrópu. „Með vegabréf frá Serbíu er erfitt að vera lengur en þrjá mánuði nokkurs staðar í Evrópu,“ segir Danka. Ísland getur þó ekki nýtt Dönku í landslið sitt enda er hún þrautreyndur landsliðsmaður Serba.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Vildi koma í veg fyrir væl "Ástæða þess að ég fékk Dönku til Stjörnunnar var fyrst og fremst sú að við misstum Gunnhildi Yrsu (Jónsdóttur) og Eddu Maríu (Birgisdóttur) af miðjunni,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar. 5. júní 2013 00:01 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Vildi koma í veg fyrir væl "Ástæða þess að ég fékk Dönku til Stjörnunnar var fyrst og fremst sú að við misstum Gunnhildi Yrsu (Jónsdóttur) og Eddu Maríu (Birgisdóttur) af miðjunni,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar. 5. júní 2013 00:01