Maðurinn sem skapaði myndina af Íslandi Kjartan Guðmundsson skrifar 5. júní 2013 14:00 Frumkvöðullinn Sigfús Eymundsson, fljótlega eftir að hann hóf störf. „Þeir sem einhvern menningarsögulegan áhuga hafa ættu að geta horft á þessa sýningu út frá ansi mörgum sjónarhornum,“ segir Inga Lára Baldvinsdóttir, fagstjóri Ljósmyndasafns Íslands. Inga Lára er höfundur yfirlitssýningar á ljósmyndum Sigfúsar Eymundssonar, sem opnuð verður í Þjóðminjasafninu á laugardag, og nýrrar bókar um þennan fjölhæfa athafnamann sem kemur út sama dag. Á sýningunni, sem er liður í 150 ára afmæli Þjóðminjasafnsins, verða verkum þessa frumkvöðuls í ljósmyndun á Íslandi gerð skil og gefur meðal annars að líta upprunalegar myndir eftir Sigfús sem aldrei hafa áður komið fyrir sjónir almennings. Inga Lára segir þetta í raun fyrstu yfirlitssýninguna á ljósmyndum Sigfúsar. „Árið 1976 var gefin út bók eftir Þór Magnússon með úrvali mynda af ljósmyndastofu Sigfúsar, sem var mjög vinsæl. Á þessum tíma var að hefjast vakning á því að gamlar ljósmyndir hefðu menningarsögulegt gildi og síðan hafa myndir Sigfúsar gengið aftur og aftur í bókum um sögu Reykjavíkur og húsasögu borgarinnar, því hann var lykilmaður í ljósmyndun á 19. öld.“ Í bókinni er meðal annars farið yfir ævi Sigfúsar og hans stóra þátt í því að skapa myndina af Íslandi, eins og Inga Lára orðar það, enda var hann í raun fyrsti ljósmyndari landsins til að gera sig gildandi og gera ljósmyndun að alvöru atvinnuvegi. „Sigfús hafði alltaf mörg járn í eldinum, enda fjölhæfur maður og duglegur. Hann byrjaði að taka myndir árið 1866 og rak ljósmyndastofu í Reykjavík til 1909 og lést tveimur árum síðar. Bókabúðina hóf hann að reka 1872 og seldi hana sama ár og hann lést. Þá stóð hann líka í prentsmiðjurekstri og bókaútgáfu, auk þess sem hann var umboðsmaður fyrir Allan-skipafélagið sem flutti Íslendinga vestur um haf. Það eru ákveðin forréttindi að fá að vinna að svona sýningu og skemmtilegt að fá tækifæri til að sinna rannsóknarstarfi sem þessu,“ segir Inga Lára. Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þeir sem einhvern menningarsögulegan áhuga hafa ættu að geta horft á þessa sýningu út frá ansi mörgum sjónarhornum,“ segir Inga Lára Baldvinsdóttir, fagstjóri Ljósmyndasafns Íslands. Inga Lára er höfundur yfirlitssýningar á ljósmyndum Sigfúsar Eymundssonar, sem opnuð verður í Þjóðminjasafninu á laugardag, og nýrrar bókar um þennan fjölhæfa athafnamann sem kemur út sama dag. Á sýningunni, sem er liður í 150 ára afmæli Þjóðminjasafnsins, verða verkum þessa frumkvöðuls í ljósmyndun á Íslandi gerð skil og gefur meðal annars að líta upprunalegar myndir eftir Sigfús sem aldrei hafa áður komið fyrir sjónir almennings. Inga Lára segir þetta í raun fyrstu yfirlitssýninguna á ljósmyndum Sigfúsar. „Árið 1976 var gefin út bók eftir Þór Magnússon með úrvali mynda af ljósmyndastofu Sigfúsar, sem var mjög vinsæl. Á þessum tíma var að hefjast vakning á því að gamlar ljósmyndir hefðu menningarsögulegt gildi og síðan hafa myndir Sigfúsar gengið aftur og aftur í bókum um sögu Reykjavíkur og húsasögu borgarinnar, því hann var lykilmaður í ljósmyndun á 19. öld.“ Í bókinni er meðal annars farið yfir ævi Sigfúsar og hans stóra þátt í því að skapa myndina af Íslandi, eins og Inga Lára orðar það, enda var hann í raun fyrsti ljósmyndari landsins til að gera sig gildandi og gera ljósmyndun að alvöru atvinnuvegi. „Sigfús hafði alltaf mörg járn í eldinum, enda fjölhæfur maður og duglegur. Hann byrjaði að taka myndir árið 1866 og rak ljósmyndastofu í Reykjavík til 1909 og lést tveimur árum síðar. Bókabúðina hóf hann að reka 1872 og seldi hana sama ár og hann lést. Þá stóð hann líka í prentsmiðjurekstri og bókaútgáfu, auk þess sem hann var umboðsmaður fyrir Allan-skipafélagið sem flutti Íslendinga vestur um haf. Það eru ákveðin forréttindi að fá að vinna að svona sýningu og skemmtilegt að fá tækifæri til að sinna rannsóknarstarfi sem þessu,“ segir Inga Lára.
Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira