Cyndi Lauper sigursæl á Tony-verðlaununum 11. júní 2013 10:00 Söngleikurinn Kinky Boots var sigursælastur á Tony-verðlaununum á sunnudag. Verkið hlaut sex verðlaun af þeim 13 sem það var tilnefnt til.Kinky Boots byggir á sannri sögu, sem samnefnd kvikmynd var gerð eftir árið 2005, og segir frá ungum manni sem bjargar skóverksmiðju fjölskyldunnar frá gjaldþroti með því að framleiða skó fyrir dragdrottningar. Bandaríska „eitís“-stirnið Cyndi Lauper semur lög og texta. Verkið bar sigur úr býtum í flokknum söngleikur ársins og Lauper hlaut verðlaun fyrir bestu frumsömdu tónlistina. Gamanleikur Christophers Durang, Vanya and Sonia and Masha and Spike, var valið leikrit ársins en það byggir á sígildu verki Tjekov, Vanya frænda. Tracy Letts var valinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í Hver er hræddur við Virginíu Woolf? og skaut þar með Tom Hanks, sem spáð hafði verið verðlaununum, óvænt ref fyrir rass. Letts er einnig þekkt leikskáld og er höfundur verka á borð við Þrjár systur, Killer Joe og Fjölskylduna, sem öll hafa verið sett upp hér á landi. Hin 79 ára gamla Cicely Tyson var valin leikkona ársins fyrir leik í verkinu The Trip to Bountiful, þar sem hún steig á svið á Broadway í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Menning Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Söngleikurinn Kinky Boots var sigursælastur á Tony-verðlaununum á sunnudag. Verkið hlaut sex verðlaun af þeim 13 sem það var tilnefnt til.Kinky Boots byggir á sannri sögu, sem samnefnd kvikmynd var gerð eftir árið 2005, og segir frá ungum manni sem bjargar skóverksmiðju fjölskyldunnar frá gjaldþroti með því að framleiða skó fyrir dragdrottningar. Bandaríska „eitís“-stirnið Cyndi Lauper semur lög og texta. Verkið bar sigur úr býtum í flokknum söngleikur ársins og Lauper hlaut verðlaun fyrir bestu frumsömdu tónlistina. Gamanleikur Christophers Durang, Vanya and Sonia and Masha and Spike, var valið leikrit ársins en það byggir á sígildu verki Tjekov, Vanya frænda. Tracy Letts var valinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í Hver er hræddur við Virginíu Woolf? og skaut þar með Tom Hanks, sem spáð hafði verið verðlaununum, óvænt ref fyrir rass. Letts er einnig þekkt leikskáld og er höfundur verka á borð við Þrjár systur, Killer Joe og Fjölskylduna, sem öll hafa verið sett upp hér á landi. Hin 79 ára gamla Cicely Tyson var valin leikkona ársins fyrir leik í verkinu The Trip to Bountiful, þar sem hún steig á svið á Broadway í fyrsta sinn í þrjá áratugi.
Menning Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira