Jafnræði á Grímunni Bergsteinn Sigurðsson skrifar 13. júní 2013 10:00 Ekkert verk skaraði fram úr á Grímuverðlaununum, sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í gær. Til marks um jafna skiptingu féllu verðlaunin í flokkum sýningar ársins, leikrits ársins og fyrir leikara og leikonu í aðal- og aukahlutverkum öll sitt hverri sýningunni í hlut. Macbeth dró vagninn með fern verðlaun, þar á meðal sem sýning ársins en einnig fékk það verðlaunin fyrir lýsingu, tónlist og hljóðmynd. Englar alheimsins hlutu þrenn verðlaun; sem leikrit ársins og fyrir búninga og leikmynd. Þetta kemur óneitanlega á óvart. Margir spáðu Englunum meiri velgengni á Grímuverðlaunahátíðinni; verkið hefur fengið lofsamlega dóma og góða aðsókn og fékk flestar Grímutilnefningar, alls níu. Macbeth var aftur á móti umdeildara og særði meðal annars fram ritdeilu milli þeirra Hallgríms Helgasonar rithöfundar og Jóns Viðars Jónssonar, leiklistargagnrýnanda DV, fyrr á árinu. Samstarf Þjóðleikhússins og Andrews við uppsetningu á Shakespeare hefur hins vegar reynst farsælt, en Lér konungur hlaut flest verðlaun á Grímunni 2011, alls sex. Það voru mestmegnis gamalkunn andlit sem stigu á svið í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Kristbjörg Kjeld hlaut verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki annað árið í röð fyrir Jónsmessunótt Hávars Sigurjónssonar. Ólafur Darri var valinn leikari ársins í aðalhlutverki fyrir Mýs og menn. Þetta er í fyrsta sinn sem hann hlýtur verðlaunin í þessum flokki en hann hefur tvívegis verið verðlaunaður fyrir leik í aukahlutverki. Brynhildur Guðjónsdóttir var valin leikkona ársins í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í Gullregni. Þetta eru fjórðu Grímuverðlaunin sem Brynhildur hlýtur fyrir leik, tvö fyrir aðalhlutverk og tvö fyrir auka. Eini leikarinn til að taka við verðlaunastyttu í fyrsta sinn, var Hilmar Guðjónsson. Ragnar Bragason, sem hlotið hefur einna flest Edduverðlaun, bætti fyrstu Grímunni í safnið í gær en hann var valinn leikstjóri ársins fyrir frumraun sína á leiksviði, Gullregn. Vytautas Narbutas hlaut einnig sín fyrstu Grímuverðlaun fyrir leikmynd í Englum alheimsins. Filippía I. Elísdóttir hlaut verðlaun fyrir búninga í sömu sýningu en þetta er í fimmta sinn sem hún hlýtur Grímuverðlaunin. Gunnar Eyjólfsson var heiðraður fyrir framlag sitt til leiklistar. Þá hlaut Kristján Ingimarsson og leikhópur hans, Neander, sprotann fyrir uppfærsluna á verkinu Blam! í samstarfi við Borgarleikhúsið. Alls hlutu sýningar Þjóðleikhússins átta verðlaun á móti fimm verðlaunum sem runnu til Borgarleikhússins, fyrir utan samstarfssýningar. Menning Tengdar fréttir Macbeth sýning ársins Macbeth í leikstjórn Benedicts Andrews fékk verðlaun fyrir sýngu ársins á Grímunni – íslensku sviðslistaverðlaununum sem voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. 12. júní 2013 21:00 Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Ekkert verk skaraði fram úr á Grímuverðlaununum, sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í gær. Til marks um jafna skiptingu féllu verðlaunin í flokkum sýningar ársins, leikrits ársins og fyrir leikara og leikonu í aðal- og aukahlutverkum öll sitt hverri sýningunni í hlut. Macbeth dró vagninn með fern verðlaun, þar á meðal sem sýning ársins en einnig fékk það verðlaunin fyrir lýsingu, tónlist og hljóðmynd. Englar alheimsins hlutu þrenn verðlaun; sem leikrit ársins og fyrir búninga og leikmynd. Þetta kemur óneitanlega á óvart. Margir spáðu Englunum meiri velgengni á Grímuverðlaunahátíðinni; verkið hefur fengið lofsamlega dóma og góða aðsókn og fékk flestar Grímutilnefningar, alls níu. Macbeth var aftur á móti umdeildara og særði meðal annars fram ritdeilu milli þeirra Hallgríms Helgasonar rithöfundar og Jóns Viðars Jónssonar, leiklistargagnrýnanda DV, fyrr á árinu. Samstarf Þjóðleikhússins og Andrews við uppsetningu á Shakespeare hefur hins vegar reynst farsælt, en Lér konungur hlaut flest verðlaun á Grímunni 2011, alls sex. Það voru mestmegnis gamalkunn andlit sem stigu á svið í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Kristbjörg Kjeld hlaut verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki annað árið í röð fyrir Jónsmessunótt Hávars Sigurjónssonar. Ólafur Darri var valinn leikari ársins í aðalhlutverki fyrir Mýs og menn. Þetta er í fyrsta sinn sem hann hlýtur verðlaunin í þessum flokki en hann hefur tvívegis verið verðlaunaður fyrir leik í aukahlutverki. Brynhildur Guðjónsdóttir var valin leikkona ársins í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í Gullregni. Þetta eru fjórðu Grímuverðlaunin sem Brynhildur hlýtur fyrir leik, tvö fyrir aðalhlutverk og tvö fyrir auka. Eini leikarinn til að taka við verðlaunastyttu í fyrsta sinn, var Hilmar Guðjónsson. Ragnar Bragason, sem hlotið hefur einna flest Edduverðlaun, bætti fyrstu Grímunni í safnið í gær en hann var valinn leikstjóri ársins fyrir frumraun sína á leiksviði, Gullregn. Vytautas Narbutas hlaut einnig sín fyrstu Grímuverðlaun fyrir leikmynd í Englum alheimsins. Filippía I. Elísdóttir hlaut verðlaun fyrir búninga í sömu sýningu en þetta er í fimmta sinn sem hún hlýtur Grímuverðlaunin. Gunnar Eyjólfsson var heiðraður fyrir framlag sitt til leiklistar. Þá hlaut Kristján Ingimarsson og leikhópur hans, Neander, sprotann fyrir uppfærsluna á verkinu Blam! í samstarfi við Borgarleikhúsið. Alls hlutu sýningar Þjóðleikhússins átta verðlaun á móti fimm verðlaunum sem runnu til Borgarleikhússins, fyrir utan samstarfssýningar.
Menning Tengdar fréttir Macbeth sýning ársins Macbeth í leikstjórn Benedicts Andrews fékk verðlaun fyrir sýngu ársins á Grímunni – íslensku sviðslistaverðlaununum sem voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. 12. júní 2013 21:00 Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Macbeth sýning ársins Macbeth í leikstjórn Benedicts Andrews fékk verðlaun fyrir sýngu ársins á Grímunni – íslensku sviðslistaverðlaununum sem voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. 12. júní 2013 21:00