Glaður og þakklátur með verðlaunin Kristjana Arnarsdóttir skrifar 18. júní 2013 10:00 Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson var útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur í gær.Hér ásamt Einari Erni Benediktssyni og Jóni Gnarr. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta er mikill heiður og er gríðarlega skemmtilegt,“ segir rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson, borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2013. Í gær útnefndi Jón Gnarr borgarstjóri Þorgrím borgarlistamann Reykjavíkur, en athöfnin fór fram í Höfða. Það var Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs, sem greindi frá valinu. Útnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning sem gefin er reykvískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr á sviði menningar og lista. Þorgrímur Þráinsson er einn af afkastamestu og vinsælustu barna- og unglingabókahöfundum landsins og hefur átta sinnum hlotið verðlaun fyrir bækur sínar. Þorgrímur hefur unnið að því að efla bókmenntaáhuga ungs fólks á Íslandi og hefur síðustu tvo vetur haldið fyrirlestra í grunnskólum landsins undir heitinu Láttu drauminn rætast. „Mér finnst í raun menningarnefnd Reykjavíkurborgar sýna ákveðið hugrekki í að velja barna- og unglingabókahöfund sem borgarlistamann Reykvíkinga. Við vitum hvernig þetta er þegar það kemur að menningu og listum, þeir sem sinna börnum og unglingum eru ekki endilega alltaf fremstir í flokki. En ég er bara mjög glaður og þakklátur,“ segir Þorgrímur. Verðlaunin tileinkaði Þorgrímur tveimur mönnum sem að hans sögn höfðu töluverð áhrif á hann, þeim Hemma Gunn heitnum og fyrrverandi aðalritstjóra Fróða og Frjáls framtaks, Steinari J. Lúðvíkssyni. Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er mikill heiður og er gríðarlega skemmtilegt,“ segir rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson, borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2013. Í gær útnefndi Jón Gnarr borgarstjóri Þorgrím borgarlistamann Reykjavíkur, en athöfnin fór fram í Höfða. Það var Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs, sem greindi frá valinu. Útnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning sem gefin er reykvískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr á sviði menningar og lista. Þorgrímur Þráinsson er einn af afkastamestu og vinsælustu barna- og unglingabókahöfundum landsins og hefur átta sinnum hlotið verðlaun fyrir bækur sínar. Þorgrímur hefur unnið að því að efla bókmenntaáhuga ungs fólks á Íslandi og hefur síðustu tvo vetur haldið fyrirlestra í grunnskólum landsins undir heitinu Láttu drauminn rætast. „Mér finnst í raun menningarnefnd Reykjavíkurborgar sýna ákveðið hugrekki í að velja barna- og unglingabókahöfund sem borgarlistamann Reykvíkinga. Við vitum hvernig þetta er þegar það kemur að menningu og listum, þeir sem sinna börnum og unglingum eru ekki endilega alltaf fremstir í flokki. En ég er bara mjög glaður og þakklátur,“ segir Þorgrímur. Verðlaunin tileinkaði Þorgrímur tveimur mönnum sem að hans sögn höfðu töluverð áhrif á hann, þeim Hemma Gunn heitnum og fyrrverandi aðalritstjóra Fróða og Frjáls framtaks, Steinari J. Lúðvíkssyni.
Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira