Leggur undir sig Gilið Bergsteinn Sigurðsson skrifar 22. júní 2013 12:00 Á bóndadag. „Það er auðvitað mjög gott að sjá fyrir endann á þessu. Þegar maður setur sér stór markmið og nær þeim má leyfa sér að vera svolítið ánægður með sig,“ segir Aðalheiður S. Eysteinsdóttir myndlistarmaður, sem opnar sýningu í Flóru í Hafnarstræti á Akureyri í dag. Á sama tíma opnar hún alls tíu sýningar í Listagilinu á Akureyri, það er í öllum sýningarsölum Sjónlistamiðstöðvarinnar, í sal Myndlistarfélagsins, Populus Tremula, Mjólkurbúðinni. Sýningarnar marka lokin á verkefninu Réttardagur, 50 sýninga röð sem staðið hefur yfir síðan júní 2008 og verið sett upp víða um land og utan landsteinanna. Útgangspunktur sýninganna er sauðkindin og sú menning sem skapast um og út frá sauðkindinni. Þetta er risavaxið verkefni og telja verkin á sýningunum – skúlptúrar og lágmyndir – nú mörg hundruð.Aðalheiður EysteinsdóttirVar hún aldrei nálægt því að fallast hendur? „Nei, en það hvarflaði vissulega nokkrum sinnum að mér hvað ég hefði eiginlega verið að hugsa að ráðast í svona stórt verkefni,“ segir hún og hlær. En hvað er næst á dagskrá? „Ég ætla að leyfa mér að vera í lausu lofti í nokkra mánuði. Það er kærkomið að sjá öll verkin samankomin, þá áttar maður sig betur á hvað þetta er og hvort maður vilji halda áfram á sömu nótum. Verkefninu Réttardegi er lokið, ég hef fengið nægju mína af þessu þema, en á hugsanlega eftir að vinna áfram með svipuð efnistök.“ En hvað verður um öll verkin sem urðu til? „Ég er ekki einu sinni farin að hugsa út í það. Það er seinni tíma vandamál.“ Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Það er auðvitað mjög gott að sjá fyrir endann á þessu. Þegar maður setur sér stór markmið og nær þeim má leyfa sér að vera svolítið ánægður með sig,“ segir Aðalheiður S. Eysteinsdóttir myndlistarmaður, sem opnar sýningu í Flóru í Hafnarstræti á Akureyri í dag. Á sama tíma opnar hún alls tíu sýningar í Listagilinu á Akureyri, það er í öllum sýningarsölum Sjónlistamiðstöðvarinnar, í sal Myndlistarfélagsins, Populus Tremula, Mjólkurbúðinni. Sýningarnar marka lokin á verkefninu Réttardagur, 50 sýninga röð sem staðið hefur yfir síðan júní 2008 og verið sett upp víða um land og utan landsteinanna. Útgangspunktur sýninganna er sauðkindin og sú menning sem skapast um og út frá sauðkindinni. Þetta er risavaxið verkefni og telja verkin á sýningunum – skúlptúrar og lágmyndir – nú mörg hundruð.Aðalheiður EysteinsdóttirVar hún aldrei nálægt því að fallast hendur? „Nei, en það hvarflaði vissulega nokkrum sinnum að mér hvað ég hefði eiginlega verið að hugsa að ráðast í svona stórt verkefni,“ segir hún og hlær. En hvað er næst á dagskrá? „Ég ætla að leyfa mér að vera í lausu lofti í nokkra mánuði. Það er kærkomið að sjá öll verkin samankomin, þá áttar maður sig betur á hvað þetta er og hvort maður vilji halda áfram á sömu nótum. Verkefninu Réttardegi er lokið, ég hef fengið nægju mína af þessu þema, en á hugsanlega eftir að vinna áfram með svipuð efnistök.“ En hvað verður um öll verkin sem urðu til? „Ég er ekki einu sinni farin að hugsa út í það. Það er seinni tíma vandamál.“
Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira