Tónlist

Myndband við Bergmálið

Freyr Bjarnason skrifar
Önnur breiðskífa Umma Guðjónssonar lítur dagsins ljós á næstu vikum og í tilefni af því hefur hann gefið út myndband við fyrsta smáskífulag plötunnar, Bergmálið.

Myndbandið var tekið upp á heimaslóðum Umma við strendur Djúpavogs í maí og fangar náttúru staðarins vel.

„Lagið Bergmálið hefur mjög sterk tengsl við náttúruna og var samið í eins konar transi meðan hugurinn var að reika um æskustöðvarnar á Búlandsnesinu,“ segir Ummi, sem var búinn að ganga með hugmyndina lengi í maganum að gera myndbandið á Djúpavogi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×