Súrrealískt að spila með Sinfó Freyr Bjarnason skrifar 26. júní 2013 09:00 „Þetta er hálfsúrrealískt en þetta leggst gríðarlega vel í okkur alla,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar. Rokkararnir spila í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Eldborg 29. nóvember. Tónlist Skálmaldar er þungarokk með þjóðlaga- og víkingaáhrifum og verður forvitnilegt að sjá þessar tvær hljómsveitir sameinast á sviði. Á efnisskránni verður tónlist af plötum Skálmaldar, Baldri og Börnum Loka. „Það er búið að ræða mikið hvernig við ætlum að hafa þetta og það var ákveðið strax að skrifa þetta alveg út fyrir sinfóníuhljómsveit,“ segir Snæbjörn. Tónskáldið Haraldur V. Sveinbjörnsson mun færa þungmálm Skálmaldar í sinfónískan búning. Aðspurður segir Snæbjörn það frábært þegar vel takist að blanda þungarokki og sígildri tónlist saman. „Þegar menn hætta að hugsa um þetta sem rokk, popp eða þungarokk á móti klassík og kveikja á því að þetta er allt tónlist finnst mér þetta algjörlega „brilljant“. Þetta er ekki eins ofboðslega ólíkt og menn vilja meina.“ Hann segir þessa tvo heima sífellt vera að nálgast. „Hrokinn í báðar áttir hefur minnkað.“ Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta er hálfsúrrealískt en þetta leggst gríðarlega vel í okkur alla,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar. Rokkararnir spila í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Eldborg 29. nóvember. Tónlist Skálmaldar er þungarokk með þjóðlaga- og víkingaáhrifum og verður forvitnilegt að sjá þessar tvær hljómsveitir sameinast á sviði. Á efnisskránni verður tónlist af plötum Skálmaldar, Baldri og Börnum Loka. „Það er búið að ræða mikið hvernig við ætlum að hafa þetta og það var ákveðið strax að skrifa þetta alveg út fyrir sinfóníuhljómsveit,“ segir Snæbjörn. Tónskáldið Haraldur V. Sveinbjörnsson mun færa þungmálm Skálmaldar í sinfónískan búning. Aðspurður segir Snæbjörn það frábært þegar vel takist að blanda þungarokki og sígildri tónlist saman. „Þegar menn hætta að hugsa um þetta sem rokk, popp eða þungarokk á móti klassík og kveikja á því að þetta er allt tónlist finnst mér þetta algjörlega „brilljant“. Þetta er ekki eins ofboðslega ólíkt og menn vilja meina.“ Hann segir þessa tvo heima sífellt vera að nálgast. „Hrokinn í báðar áttir hefur minnkað.“
Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira