Hljómsveitin Retro Stefson fær góða dóma fyrir tónleika sína í þýsku borginni Köln í síðustu viku.
Vefsíða Kölner Stardt-Anzeiger, Ksta.de, segir að meirihluti tónleikagesta hafi fílað tónlistina í ræmur og að lagið Qween hafi staðið upp úr.
Vefsíðan Intro.de segir að hljómsveitin hafi komið óvart og að henni hafi tekist að blanda saman ólíkum tónlistarstefnum á skemmtilegan hátt.
Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir og félagar í Retro Stefson verða á faraldsfæti um Evrópu í sumar og spila á hinum ýmsu tónlistarhátíðum.
Að auki spilaði sveitin á dögunum fjögur lög í útvarpsþætti BBC 1 sem var sendur út í síðustu viku.

