(R)appari snýr aftur Freyr Bjarnason skrifar 3. júlí 2013 23:00 Rappkóngurinn Jay-Z hefur gefið út sína tólftu hljóðversplötu. nordicphotos/getty Magna Carta Holy Grail, tólfta hljóðversplata rappkóngsins Jay-Z, verður fáanleg í gegnum Samsung-app frá og með deginum í dag en aðrir geta tryggt sér eintak á sunnudaginn. Platan hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu. Fyrst vegna hinnar óvenjulegu Samsung-útgáfu og hvort platan verði gjaldgeng á Billboard-vinsældalistann. Einnig vegna þess að hún hefur að geyma textabrot úr tveimur frægum lögum með Nirvana og R.E.M., Smells Like Teen Spirit og Losing My Relegion. Körfuboltaaðdáandinn Jay-Z notaði auglýsingahlé í fimmta úrslitaleik Miami og San Antonio í NBA-deildinni til að greina frá nafni plötunnar og útgáfudegi. Síðar í mánuðinum birti hann svo alla textana á Samsung-appinu. Fjögur ár eru liðin frá því Jay-Z gaf út The Blueprint 3, sem hlaut bæði góða dóma og slæma hjá gagnrýnendum. Síðan þá hefur rapparinn haft ýmislegt fyrir stafni. Hann gaf út hina vel heppnuðu Watch the Throne með vini sínum Kanye West árið 2011 og ári síðar eignaðist hann sitt fyrsta barn með söngkonunni Beyoncé og samdi um það lagið Glory. Sömuleiðis hafði hann umsjón með tónlistinni í The Great Gatsby og var einn af framleiðendum kvikmyndarinnar, sem kom á hvíta tjaldið núna í vor. Magna Carta Holy Grail kemur út á vegum fyrirtækja Jay-Z, Roc-A Fella Records og Roc Nation. Frank Ocean, Rick Ross og Beyoncé eru gestasöngvarar í þremur lögum á plötunni og Kanye West, Pharrell Williams og Timbaland eru á meðal upptökustjóra. Að auki kemur sannkallað stjörnuregn saman í laginu BBC, eða Timbaland, Pharrell, Justin Timberlake, Nas, Beyonée og Swizz Beatz. Miðað við allt púðrið sem hefur farið í að auglýsa Magna Carta Holy Grail og alla þá aðstoðarmenn sem koma að henni má eiga von á flottri rappplötu frá Jay-Z. Hann á vafalítið einhver tromp uppi í erminni, enda reynslumikill með eindæmum eftir sautján ár í fremstu röð. Game of Thrones Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Magna Carta Holy Grail, tólfta hljóðversplata rappkóngsins Jay-Z, verður fáanleg í gegnum Samsung-app frá og með deginum í dag en aðrir geta tryggt sér eintak á sunnudaginn. Platan hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu. Fyrst vegna hinnar óvenjulegu Samsung-útgáfu og hvort platan verði gjaldgeng á Billboard-vinsældalistann. Einnig vegna þess að hún hefur að geyma textabrot úr tveimur frægum lögum með Nirvana og R.E.M., Smells Like Teen Spirit og Losing My Relegion. Körfuboltaaðdáandinn Jay-Z notaði auglýsingahlé í fimmta úrslitaleik Miami og San Antonio í NBA-deildinni til að greina frá nafni plötunnar og útgáfudegi. Síðar í mánuðinum birti hann svo alla textana á Samsung-appinu. Fjögur ár eru liðin frá því Jay-Z gaf út The Blueprint 3, sem hlaut bæði góða dóma og slæma hjá gagnrýnendum. Síðan þá hefur rapparinn haft ýmislegt fyrir stafni. Hann gaf út hina vel heppnuðu Watch the Throne með vini sínum Kanye West árið 2011 og ári síðar eignaðist hann sitt fyrsta barn með söngkonunni Beyoncé og samdi um það lagið Glory. Sömuleiðis hafði hann umsjón með tónlistinni í The Great Gatsby og var einn af framleiðendum kvikmyndarinnar, sem kom á hvíta tjaldið núna í vor. Magna Carta Holy Grail kemur út á vegum fyrirtækja Jay-Z, Roc-A Fella Records og Roc Nation. Frank Ocean, Rick Ross og Beyoncé eru gestasöngvarar í þremur lögum á plötunni og Kanye West, Pharrell Williams og Timbaland eru á meðal upptökustjóra. Að auki kemur sannkallað stjörnuregn saman í laginu BBC, eða Timbaland, Pharrell, Justin Timberlake, Nas, Beyonée og Swizz Beatz. Miðað við allt púðrið sem hefur farið í að auglýsa Magna Carta Holy Grail og alla þá aðstoðarmenn sem koma að henni má eiga von á flottri rappplötu frá Jay-Z. Hann á vafalítið einhver tromp uppi í erminni, enda reynslumikill með eindæmum eftir sautján ár í fremstu röð.
Game of Thrones Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira