Golf

Hland á flatir golfklúbbsins

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Mynd/Golfklúbbur Ísafjarðar
Golfklúbbur Ísafjarðar hefur gripið til þess ráðs að vökva nokkrar flatir á velli sínum með kúahlandi en ástand þeirra var orðið nokkuð lélegt.

Hlandið var fengið frá Árna Brynjólfssyni bónda á Vöðlum í Önundafirði en hann var ekki í neinum vanda að skilja hlandið frá mykjunni.

„Ég bíð svo bara spenntur eftir að sjá hvernig þetta virkar hjá þeim,“ segir Árni. Hann segir vel hægt að gera þetta án þess að lyktin angri golfarana um of.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×