Skemmta sér þegar færi gefst Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2013 08:00 "Hann er bara góður vinur okkar og fannst við svona rosalega skemmtilegar. Ég skil hann vel,” segir Ruth, önnur frá vinstri, og hlær um samband Fylkiskvenna við David James, markvörð ÍBV. Ragna Lóa fékk James á æfingu hjá Fylkisliðinu í vetur og sá enski mælti sér mót við stelpurnar í miðbæ Reykjavíkur síðar um kvöldið. Fréttablaðið/Daníel „Það er mikil stemning í liðinu, gaman á æfingum og í leikjum,“ segir Ruth Þórðar Þórðardóttir, miðjumaður Fylkis í 1. deild kvenna. Eftir samfellda veru meðal þeirra bestu frá árinu 2006 féllu Árbæingar síðastliðið haust. Leikmenn liðsins veltu framtíð sinni fyrir sér en úr varð að flestir héldu kyrru fyrir. „Okkur leist vel á Rögnu Lóu [Stefánsdóttur]. Hún var með skýr markmið sem við vorum tilbúnar að vinna að. Við erum margar uppaldar og með mikið Fylkishjarta,“ segir Ruth. Rúna Sif Stefánsdóttir söðlaði þó um og hefur blómstrað í toppliði Stjörnunnar í efstu deild en aðrir kusu appelsínugula búninginn.Kvenkyns þjálfarar reynst vel Ragna Lóa tók við liði Fylkis í vetur og hefur gengi liðsins verið með ágætum. Liðið hefur unnið sjö leiki og gert tvö jafntefli í 1. deildinni auk þess sem liðið er komið í undanúrslit Borgunarbikarsins. „Við höfum góða reynslu af kvenkyns þjálfurum,“ segir Ruth og rifjar upp þegar Kristbjörg Ingadóttir tók við nýstofnuðum meistaraflokki félagsins árið 2005. „Ári síðar vorum við komnar í efstu deild,“ segir Ruth en síðan hafa karlar verið í þjálfarastólnum. Spurð um muninn að leika undir stjórn karls eða konu verður Ruth hugsi. „Hvort er gott á sinn hátt. Jón Páll [Pálmason, þjálfari Fylkis í fyrra] sagði að það væri miklu erfiðara að þjálfa stelpur. Þar væru alls konar vandamál sem finnast ekki hjá strákum,“ segir Ruth.Ætla alla leið í bikarnum „Við ætlum að komast í þessa úrslitakeppni, vinna hana og ætlum líka alla leið í bikarnum,“ segir Ruth borubrött. Liðið sló Pepsi-deildarlið HK/Víkings úr keppni í átta liða úrslitum og fram undan er slagur við Breiðablik 26.júlí. „Við teljum okkur vera alveg nógu góðar til að gera hvort tveggja og höfum sýnt það í sumar.“ Sökum góðs árangurs í bikarnum er dagskrá Fylkiskvenna nokkuð þétt næstu vikur. Rut telur það geta komið liðinu til góðs fyrir bikarleikinn. Þannig sé tímabil Blika brotið upp af Evrópumóti landsliða á meðan Fylkiskonur æfi og spili baki brotnu.Engar djammdrottningar Nokkuð hefur verið slúðrað á samfélagsmiðlum um tíðar komur leikmanna Fylkis á skemmtistaði Reykjavíkur. Hefur Ruth meðal annars svarað fyrir sig og sína á Twitter en hvað ætli henni finnist um umtalið? „Mér fannst þetta frekar ýkt. Fólk var aðeins of mikið að velta sér upp úr þessu. Við erum allar vinkonur og ef við förum að skemmta okkur þá förum við allar saman. Það er kannski meira áberandi en þegar ein Stjörnustelpa fer að skemmta sér eða eitthvað svoleiðis,“ segir Ruth. Þær appelsínugulu kunni þó að gera sér glaðan dag. „Okkur finnst gaman að skemmta okkur og fannst þetta fyndið,“ segir Ruth. Hún telur þó ekki mega rekja slakt gegni liðsins í fyrra til næturbrölts leikmanna liðsins. „Við vorum með skýrar reglur og fórum alfarið eftir þeim. Við nýttum hins vegar tækifærið þegar við máttum skemmta okkur og gerðum það almennilega.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
„Það er mikil stemning í liðinu, gaman á æfingum og í leikjum,“ segir Ruth Þórðar Þórðardóttir, miðjumaður Fylkis í 1. deild kvenna. Eftir samfellda veru meðal þeirra bestu frá árinu 2006 féllu Árbæingar síðastliðið haust. Leikmenn liðsins veltu framtíð sinni fyrir sér en úr varð að flestir héldu kyrru fyrir. „Okkur leist vel á Rögnu Lóu [Stefánsdóttur]. Hún var með skýr markmið sem við vorum tilbúnar að vinna að. Við erum margar uppaldar og með mikið Fylkishjarta,“ segir Ruth. Rúna Sif Stefánsdóttir söðlaði þó um og hefur blómstrað í toppliði Stjörnunnar í efstu deild en aðrir kusu appelsínugula búninginn.Kvenkyns þjálfarar reynst vel Ragna Lóa tók við liði Fylkis í vetur og hefur gengi liðsins verið með ágætum. Liðið hefur unnið sjö leiki og gert tvö jafntefli í 1. deildinni auk þess sem liðið er komið í undanúrslit Borgunarbikarsins. „Við höfum góða reynslu af kvenkyns þjálfurum,“ segir Ruth og rifjar upp þegar Kristbjörg Ingadóttir tók við nýstofnuðum meistaraflokki félagsins árið 2005. „Ári síðar vorum við komnar í efstu deild,“ segir Ruth en síðan hafa karlar verið í þjálfarastólnum. Spurð um muninn að leika undir stjórn karls eða konu verður Ruth hugsi. „Hvort er gott á sinn hátt. Jón Páll [Pálmason, þjálfari Fylkis í fyrra] sagði að það væri miklu erfiðara að þjálfa stelpur. Þar væru alls konar vandamál sem finnast ekki hjá strákum,“ segir Ruth.Ætla alla leið í bikarnum „Við ætlum að komast í þessa úrslitakeppni, vinna hana og ætlum líka alla leið í bikarnum,“ segir Ruth borubrött. Liðið sló Pepsi-deildarlið HK/Víkings úr keppni í átta liða úrslitum og fram undan er slagur við Breiðablik 26.júlí. „Við teljum okkur vera alveg nógu góðar til að gera hvort tveggja og höfum sýnt það í sumar.“ Sökum góðs árangurs í bikarnum er dagskrá Fylkiskvenna nokkuð þétt næstu vikur. Rut telur það geta komið liðinu til góðs fyrir bikarleikinn. Þannig sé tímabil Blika brotið upp af Evrópumóti landsliða á meðan Fylkiskonur æfi og spili baki brotnu.Engar djammdrottningar Nokkuð hefur verið slúðrað á samfélagsmiðlum um tíðar komur leikmanna Fylkis á skemmtistaði Reykjavíkur. Hefur Ruth meðal annars svarað fyrir sig og sína á Twitter en hvað ætli henni finnist um umtalið? „Mér fannst þetta frekar ýkt. Fólk var aðeins of mikið að velta sér upp úr þessu. Við erum allar vinkonur og ef við förum að skemmta okkur þá förum við allar saman. Það er kannski meira áberandi en þegar ein Stjörnustelpa fer að skemmta sér eða eitthvað svoleiðis,“ segir Ruth. Þær appelsínugulu kunni þó að gera sér glaðan dag. „Okkur finnst gaman að skemmta okkur og fannst þetta fyndið,“ segir Ruth. Hún telur þó ekki mega rekja slakt gegni liðsins í fyrra til næturbrölts leikmanna liðsins. „Við vorum með skýrar reglur og fórum alfarið eftir þeim. Við nýttum hins vegar tækifærið þegar við máttum skemmta okkur og gerðum það almennilega.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira