Gera tilraunir með tvo ólíka hljóðheima Friðrika Benónýsdóttir skrifar 12. júlí 2013 11:00 Frumflutningur á Íslandi Gunnar þreytir frumraun sína í flutningi á eigin verki hérlendis í Hörpu í kvöld. Auk hans koma fram fimm önnur ung tónskáld með eigin verk.Fréttablaðið/Vilhelm Við erum að gera tilraunir með að blanda saman akústík og rafhljóði. Láta reyna á samspil þessara tveggja hljóðheima.“ segir Gunnar Gunnsteinsson, eitt tónskáldanna sem frumflytja eigin verk á tónleikunum Upp rís úr rafinu í Kaldalóni í Hörpu í kvöld. „Þetta eru sex tónskáld, flest nýútskrifuð úr Listaháskóla Íslands, og hvert okkar fer sína leið við að flytja sitt verk.“ Tónskáldin eru, auk Gunnars, þau Árni Guðjónsson, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Finnur Karlsson, Halldór Smárason og Haukur Þór Harðarson og hafa þau hvert um sig sérvalda hljóðfæraleikara sér til aðstoðar. „Það er þarna strengjakvintett í einu verkinu og tveir rafmagnsgítarar í öðru, þannig að þetta er mjög fjölbreytt tónlist,“ segir Gunnar. Gunnar stundar nám í tónsmíðum í Amsterdam í Hollandi. Þetta er í fyrsta sinn sem hann flytur eigið verk hérlendis. „Ég hef ekki komið fram sem tónskáld áður, en leikið á kontrabassa með alls konar hljómsveitum í grasrótinni. Tónsmíðanámið þróaðist síðan upp úr því.“ Hvers vegna ætti fólk að mæta á tónleikana í kvöld? „Ég held það sé bara mjög áhugavert að sjá og heyra hvernig við leikum okkur með þessa tvo hljóðheima sem útgangspunkt fyrir tónsmíðar,“ segir Gunnar. „Ef fólk hefur áhuga á tónlist yfirhöfuð og nýjum leiðum til að nálgast tónsköpun þá held ég að það sé mjög áhugavert að mæta í kvöld.“ Tónleikarnir eru styrktir af Ýli, tónlistarsjóði Hörpu fyrir ungt fólk, og Gunnar segir hafa munað mikið um það. „Það er ansi dýrt að halda tónleika í Hörpu þannig að þetta breytti miklu fyrir okkur,“ segir hann. „Við hefðum ekki getað þetta án styrksins.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Við erum að gera tilraunir með að blanda saman akústík og rafhljóði. Láta reyna á samspil þessara tveggja hljóðheima.“ segir Gunnar Gunnsteinsson, eitt tónskáldanna sem frumflytja eigin verk á tónleikunum Upp rís úr rafinu í Kaldalóni í Hörpu í kvöld. „Þetta eru sex tónskáld, flest nýútskrifuð úr Listaháskóla Íslands, og hvert okkar fer sína leið við að flytja sitt verk.“ Tónskáldin eru, auk Gunnars, þau Árni Guðjónsson, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Finnur Karlsson, Halldór Smárason og Haukur Þór Harðarson og hafa þau hvert um sig sérvalda hljóðfæraleikara sér til aðstoðar. „Það er þarna strengjakvintett í einu verkinu og tveir rafmagnsgítarar í öðru, þannig að þetta er mjög fjölbreytt tónlist,“ segir Gunnar. Gunnar stundar nám í tónsmíðum í Amsterdam í Hollandi. Þetta er í fyrsta sinn sem hann flytur eigið verk hérlendis. „Ég hef ekki komið fram sem tónskáld áður, en leikið á kontrabassa með alls konar hljómsveitum í grasrótinni. Tónsmíðanámið þróaðist síðan upp úr því.“ Hvers vegna ætti fólk að mæta á tónleikana í kvöld? „Ég held það sé bara mjög áhugavert að sjá og heyra hvernig við leikum okkur með þessa tvo hljóðheima sem útgangspunkt fyrir tónsmíðar,“ segir Gunnar. „Ef fólk hefur áhuga á tónlist yfirhöfuð og nýjum leiðum til að nálgast tónsköpun þá held ég að það sé mjög áhugavert að mæta í kvöld.“ Tónleikarnir eru styrktir af Ýli, tónlistarsjóði Hörpu fyrir ungt fólk, og Gunnar segir hafa munað mikið um það. „Það er ansi dýrt að halda tónleika í Hörpu þannig að þetta breytti miklu fyrir okkur,“ segir hann. „Við hefðum ekki getað þetta án styrksins.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20.
Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira