Hvers virði eru launin? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2013 06:00 Eru launin ekki miklu lægri?“ er spurning sem ég fæ reglulega frá fólki þegar það heyrir að ég hafi sagt upp starfi mínu sem byggingaverkfræðingur og sinni nú íþróttafréttamennsku. Svarið vita þau jafn vel og ég. Eftir fimm ára háskólanám á sviði verkfræði og þrjú ár í starfi á ljómandi fínum verkfræðistofum hér heima og vestanhafs langaði mig að prófa eitthvað annað. Reyndar ekki bara eitthvað annað. Mig langaði að vinna við eitthvað sem ég hefði raunverulegan áhuga á. Frá því ég man eftir mér voru íþróttafréttir, hvort sem var á prenti, í útvarpi eða sjónvarpi, það eina sem hélt athygli minni þegar kom að fréttum. Og gott betur. Þeim mátti ekki missa af. Ég var því nokkuð viss um að mér myndi líða vel í starfi þess sem fréttirnar flytur. Launin eru vissulega lægri en eins og hjá vonandi flestum, sem byggja þetta land, duga þau fyrir því sem skiptir máli. „Þú verður aldrei ríkur,“ sagði einn við mig, sem er kórrétt. Landsliðskonur Íslands í knattspyrnu, sem spila sem atvinnumenn erlendis, verða ekki ríkar af því. Þær eiga í sig og á, vinna við garðyrkju eða stunda fjarnám meðfram aðalvinnunni. Vinnan finnst þeim nógu skemmtileg til að leggja drauminn um einbýlishús á Arnarnesinu á hilluna. Í átta klukkustundir á dag, sem verða oftar en ekki að níu eða tíu, ýmist á daginn eða kvöldin og reglulega um helgar, hef ég gaman af því sem ég er að gera. Ég er hættur að bíða eftir föstudögunum og mæti spenntur í vinnuna þar sem hver dagur er skemmtilegri en sá á undan. Allt í lagi, kannski ekki alveg, en í það minnsta ólíkur þeim á undan. 56.400 klukkustundir, átta klukkustunda vinnudagur í 47 vikur yfir þrjátíu ár, er langur tími. Það er kannski ekki svo óskiljanlegt að maður vilji verja slíkum tíma við að að gera eitthvað sem manni finnst skemmtilegt. Reyndar er ég aðeins búinn með um 2.000 klukkustundir eða um þrjú prósent af áður áætluðum heildartíma en enn sem komið er ég ánægður. Aðrir mega vera ríkir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun
Eru launin ekki miklu lægri?“ er spurning sem ég fæ reglulega frá fólki þegar það heyrir að ég hafi sagt upp starfi mínu sem byggingaverkfræðingur og sinni nú íþróttafréttamennsku. Svarið vita þau jafn vel og ég. Eftir fimm ára háskólanám á sviði verkfræði og þrjú ár í starfi á ljómandi fínum verkfræðistofum hér heima og vestanhafs langaði mig að prófa eitthvað annað. Reyndar ekki bara eitthvað annað. Mig langaði að vinna við eitthvað sem ég hefði raunverulegan áhuga á. Frá því ég man eftir mér voru íþróttafréttir, hvort sem var á prenti, í útvarpi eða sjónvarpi, það eina sem hélt athygli minni þegar kom að fréttum. Og gott betur. Þeim mátti ekki missa af. Ég var því nokkuð viss um að mér myndi líða vel í starfi þess sem fréttirnar flytur. Launin eru vissulega lægri en eins og hjá vonandi flestum, sem byggja þetta land, duga þau fyrir því sem skiptir máli. „Þú verður aldrei ríkur,“ sagði einn við mig, sem er kórrétt. Landsliðskonur Íslands í knattspyrnu, sem spila sem atvinnumenn erlendis, verða ekki ríkar af því. Þær eiga í sig og á, vinna við garðyrkju eða stunda fjarnám meðfram aðalvinnunni. Vinnan finnst þeim nógu skemmtileg til að leggja drauminn um einbýlishús á Arnarnesinu á hilluna. Í átta klukkustundir á dag, sem verða oftar en ekki að níu eða tíu, ýmist á daginn eða kvöldin og reglulega um helgar, hef ég gaman af því sem ég er að gera. Ég er hættur að bíða eftir föstudögunum og mæti spenntur í vinnuna þar sem hver dagur er skemmtilegri en sá á undan. Allt í lagi, kannski ekki alveg, en í það minnsta ólíkur þeim á undan. 56.400 klukkustundir, átta klukkustunda vinnudagur í 47 vikur yfir þrjátíu ár, er langur tími. Það er kannski ekki svo óskiljanlegt að maður vilji verja slíkum tíma við að að gera eitthvað sem manni finnst skemmtilegt. Reyndar er ég aðeins búinn með um 2.000 klukkustundir eða um þrjú prósent af áður áætluðum heildartíma en enn sem komið er ég ánægður. Aðrir mega vera ríkir.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun