RIFF, Reykjavík International Film Festival, hefur nú lokað fyrir umsóknir um sýningartíma á hátíðinni. Alls bárust 400 umsóknir, sem er metfjöldi að sögn Atla Bollasonar framleiðanda, sem starfar við hátíðina.
„Lokadagskráin verður í kringum 100 myndir. Hluti af þeim er sérvalinn og fer ekki í gegnum umsóknarferlið,“ segir Atli.
Hátíðin var haldin í fyrsta skipti árið 2005. Í ár verður hún haldin dagana 26. september til 6. október. Á hverju ári hlýtur ein mynd Gullna lundann, aðalverðlaun hátíðarinnar. Í fyrra varð myndin Beasts of the Southern Wild fyrir valinu en hún átti síðar eftir að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlaunanna.
Metaðsókn í sýningartíma á Reykjavík International Film Festival
