Fangamörk frá árinu 1883 á bitum hússins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. júlí 2013 14:00 "Það þýðir ekki alltaf að sitja hjá og ætlast til að aðrir geri hlutina,“ segir Jens Garðar sem hefur gert húsið upp á eigin spýtur. „Ég hef verið að gera þetta hús upp, algerlega á eigin spýtur,“ segir Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri útflutningsfyrirtækisins Fiskimið, um Dahlshús á Eskifirði sem nú hefur gengið í endurnýjun lífdaga. Hann kveðst hafa keypt það árið 2010. „Þetta er norskt síldarsjóhús byggt af Jóhanni Dahl síldarútgerðarmanni. Hann kom með það með sér frá Noregi 1880, setti það upp og var sjálfur hér með útgerð til 1883. Síðan gekk húsið kaupum og sölum, var notað sem fiskverkunarhús og um tíma sem sláturhús. Sá sem ég keypti það af er Hilmar Bjarnason, sem hafði átt það frá 1945. Hann er enn á lífi, fæddur 1916,“ upplýsir Jens. Jens hallast að því að húsið sé mun eldra en frá 1880. „Síldin hvarf frá Noregi um 1873 en þegar Norðmenn fréttu af fullum fjörðum hér af síld þá komu þeir. Ég held að Jóhann hafi tekið þetta hús niður úti í Noregi og flutt það hingað.“ Dahlshús er 90 fermetrar að grunnfleti en risið er stórt þannig að húsið er um 160 fermetrar í allt. En hvað kom Jens til að festa kaup á því? „Ég hef áhuga á þessum gömlu norsku húsum sem hér eru og útgerðarsögunni í kringum þau. Þegar Dahlshús var til sölu 2010 fannst mér að það yrði að bjarga því í sinni mynd og fór í þessa vegferð í samráði við Húsafriðunarnefnd. Við byggðum bara nýtt hús utan um gamla húsið. Settum nýja klæðningu og nýtt þak en að innan er húsið nákvæmlega eins og það var þegar það var reist. Það merkilega er að það hefur algerlega haldist óbreytt. Á bitunum eru fangamörk manna frá 1883 og 1889 og þau hafa alveg haldist.“Dahlshús er til hægri, fyrir miðju er Framkaupsstaður, reistur 1873, og vinstra megin er Salthúsið, síðar Víðissjóhús, reist 1880. Myndin er frá árinu 1907.Nú ætlar Jens að vígja húsið um helgina með listsýningu. „Hingað koma listamennirnir Árni Páll Jóhannsson og Kristján Guðmundsson með verk sín og Halldór B. Runólfsson, forstöðumaður Listasafns Íslands, ætlar að opna sýninguna. Við hugsum okkur að vera næstu árin með sýningar samtímamanna í Dahlshúsi. Svo vona ég að húsið finni sér eitthvert hlutverk hér í samfélaginu.“ Jens tekur fram að nú sé húsið ekki alveg eins og það á að sér, að innanverðu, því búið sé að hvítklæða veggi og setja upp flúorlýsingu að kröfu listamannanna. Fleiri norsk hús eru á Eskifirði, sum er búið að taka í gegn en nokkur eru enn óuppgerð. Spurður hvort hann sé að hugsa um að taka fleiri hús í fóstur svarar Jens: „Ætli ég reyni ekki að sleikja sárin eftir þetta ævintýri áður en ég fer að huga að fleirum. Kannski verður þetta framtak einhverjum hvatning til að taka að sér svona verkefni.“ Menning Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég hef verið að gera þetta hús upp, algerlega á eigin spýtur,“ segir Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri útflutningsfyrirtækisins Fiskimið, um Dahlshús á Eskifirði sem nú hefur gengið í endurnýjun lífdaga. Hann kveðst hafa keypt það árið 2010. „Þetta er norskt síldarsjóhús byggt af Jóhanni Dahl síldarútgerðarmanni. Hann kom með það með sér frá Noregi 1880, setti það upp og var sjálfur hér með útgerð til 1883. Síðan gekk húsið kaupum og sölum, var notað sem fiskverkunarhús og um tíma sem sláturhús. Sá sem ég keypti það af er Hilmar Bjarnason, sem hafði átt það frá 1945. Hann er enn á lífi, fæddur 1916,“ upplýsir Jens. Jens hallast að því að húsið sé mun eldra en frá 1880. „Síldin hvarf frá Noregi um 1873 en þegar Norðmenn fréttu af fullum fjörðum hér af síld þá komu þeir. Ég held að Jóhann hafi tekið þetta hús niður úti í Noregi og flutt það hingað.“ Dahlshús er 90 fermetrar að grunnfleti en risið er stórt þannig að húsið er um 160 fermetrar í allt. En hvað kom Jens til að festa kaup á því? „Ég hef áhuga á þessum gömlu norsku húsum sem hér eru og útgerðarsögunni í kringum þau. Þegar Dahlshús var til sölu 2010 fannst mér að það yrði að bjarga því í sinni mynd og fór í þessa vegferð í samráði við Húsafriðunarnefnd. Við byggðum bara nýtt hús utan um gamla húsið. Settum nýja klæðningu og nýtt þak en að innan er húsið nákvæmlega eins og það var þegar það var reist. Það merkilega er að það hefur algerlega haldist óbreytt. Á bitunum eru fangamörk manna frá 1883 og 1889 og þau hafa alveg haldist.“Dahlshús er til hægri, fyrir miðju er Framkaupsstaður, reistur 1873, og vinstra megin er Salthúsið, síðar Víðissjóhús, reist 1880. Myndin er frá árinu 1907.Nú ætlar Jens að vígja húsið um helgina með listsýningu. „Hingað koma listamennirnir Árni Páll Jóhannsson og Kristján Guðmundsson með verk sín og Halldór B. Runólfsson, forstöðumaður Listasafns Íslands, ætlar að opna sýninguna. Við hugsum okkur að vera næstu árin með sýningar samtímamanna í Dahlshúsi. Svo vona ég að húsið finni sér eitthvert hlutverk hér í samfélaginu.“ Jens tekur fram að nú sé húsið ekki alveg eins og það á að sér, að innanverðu, því búið sé að hvítklæða veggi og setja upp flúorlýsingu að kröfu listamannanna. Fleiri norsk hús eru á Eskifirði, sum er búið að taka í gegn en nokkur eru enn óuppgerð. Spurður hvort hann sé að hugsa um að taka fleiri hús í fóstur svarar Jens: „Ætli ég reyni ekki að sleikja sárin eftir þetta ævintýri áður en ég fer að huga að fleirum. Kannski verður þetta framtak einhverjum hvatning til að taka að sér svona verkefni.“
Menning Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira