Lax farinn að ganga upp Jökuldalinn Jakob Bjarnar skrifar 18. júlí 2013 08:15 Fiskvegur við Steinboga í Jöklu auðveldar göngu laxfiska upp ána. Þröstur Elliðason er hér með væna fisk. Mynd/Strengir Reikna má með að tíu til fimmtán ára ræktunarstarf þurfi áður en laxagengd í ofanverðri Jöklu verður sjálfbær. Þetta segir Þröstur Elliðason hjá Strengjum. „Jökla er tær og falleg og mikið vatn í henni, og einnig í hliðaránum. Það er svo mikil snjóbráð. En það komu tíu laxar upp í byrjun vikunnar,“ segir Þröstur Elliðason hjá Strengjum. Þröstur stýrir uppbyggingu Jöklu sem laxveiðiár og eru flestir stangaveiðimenn áhugasamir um hvernig það verkefni gengur. Er mál margra að Jökla eigi alla möguleika á að verða ein glæsilegasta laxveiðiá landsins. Þröstur er þeirra á meðal og segir að talsvert sé farið að veiðast í sjálfum Jökuldalnum, þó menn hafi ekki orðið varir við lax í Efri-Dal. „Það hefur verið að veiðast fyrir miðjum Dal,“ segir Þröstur. Í fyrra var opnað fyrir laxagöngur upp í Jökuldal þegar rás var gerð í hinn umtalaða veiðistað Steinboga, einhvern magnaðasta veiðistað sem fyrirfinnst. Þröstur segir að hann sé með sleppitjarnir víða í Jökuldalnum og upp eftir honum öllum, og eina fyrir ofan Brú, sem er efsti bærinn. „Gönguseiðum erum við helst að sleppa í Hnefilsdalsá. Þetta tekur tíma og kostar mikla vinnu. Það má gera ráð fyrir því að það líði tíu til fimmtán ár þar til þetta verður orðið sjálfbært,“ segir Þröstur. Jöklusvæðið gaf 385 laxa árið 2012 sem er minna en árið 2011 þrátt fyrir að göngur væru í heild svipaðar og þá að því að talið er. Horfurnar eru mjög góðar fyrir árið 2013 þar sem afkoma smáseiða sem sleppt hefur verið í Jöklu undanfarin ár er góð og fara þau að hafa áhrif á laxagengd nú í miklum mæli samkvæmt rannsóknum. Stangveiði Mest lesið Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði
Reikna má með að tíu til fimmtán ára ræktunarstarf þurfi áður en laxagengd í ofanverðri Jöklu verður sjálfbær. Þetta segir Þröstur Elliðason hjá Strengjum. „Jökla er tær og falleg og mikið vatn í henni, og einnig í hliðaránum. Það er svo mikil snjóbráð. En það komu tíu laxar upp í byrjun vikunnar,“ segir Þröstur Elliðason hjá Strengjum. Þröstur stýrir uppbyggingu Jöklu sem laxveiðiár og eru flestir stangaveiðimenn áhugasamir um hvernig það verkefni gengur. Er mál margra að Jökla eigi alla möguleika á að verða ein glæsilegasta laxveiðiá landsins. Þröstur er þeirra á meðal og segir að talsvert sé farið að veiðast í sjálfum Jökuldalnum, þó menn hafi ekki orðið varir við lax í Efri-Dal. „Það hefur verið að veiðast fyrir miðjum Dal,“ segir Þröstur. Í fyrra var opnað fyrir laxagöngur upp í Jökuldal þegar rás var gerð í hinn umtalaða veiðistað Steinboga, einhvern magnaðasta veiðistað sem fyrirfinnst. Þröstur segir að hann sé með sleppitjarnir víða í Jökuldalnum og upp eftir honum öllum, og eina fyrir ofan Brú, sem er efsti bærinn. „Gönguseiðum erum við helst að sleppa í Hnefilsdalsá. Þetta tekur tíma og kostar mikla vinnu. Það má gera ráð fyrir því að það líði tíu til fimmtán ár þar til þetta verður orðið sjálfbært,“ segir Þröstur. Jöklusvæðið gaf 385 laxa árið 2012 sem er minna en árið 2011 þrátt fyrir að göngur væru í heild svipaðar og þá að því að talið er. Horfurnar eru mjög góðar fyrir árið 2013 þar sem afkoma smáseiða sem sleppt hefur verið í Jöklu undanfarin ár er góð og fara þau að hafa áhrif á laxagengd nú í miklum mæli samkvæmt rannsóknum.
Stangveiði Mest lesið Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði