Ekki neitt, neitt segir lundaveiðimaður Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 23. júlí 2013 08:30 Ekki var það ferð til fjár hjá þeim fáu sem nýttu sér lundaveiðitímabilið sem lýkur í dag. Fréttablaðið/Heiða Lundaveiðar eru afar dræmar og reyndar svo lítið um hann að flestir veiðimenn ákváðu að sitja heima. Síðasti dagur lundaveiða í Vestmannaeyjum er í dag. „Þetta er ekki neitt, neitt,“ segir Ólafur Guðjónsson, sem var yfir helgina við lundaveiðar á Ystakletti. Ólafur segir að reyndar sé þetta ekki hentugur tími til veiðanna þar sem ungfuglinn sé ekki kominn á stjá. Gefnir voru fimm dagar til veiðanna. „Við vorum fjórir og ég held að við höfum fengið um tuttugu og fimm á kjaft,“ bætir hann við. Spurður hversu margir lundar liggja í háfnum þegar vel veiðist svarar Ólafur að bragði: „Bættu bara einu núlli aftan við þessa tölu.“ Ólafur er ekki bjartsýnn á framtíð lundaveiða í Eyjum. „Þótt það sé gaman í Eyjum þá færa þeir sig bara þangað sem ætið er að finna. Hann er bara farinn norður,“ segir veiðimaðurinn sem sjálfur ætlar ekki að fara til lundaveiða norður í land. „Nei, ég er orðinn svo gamall, villimaðurinn er orðinn hálfslakur í mér. Maður er líka búinn að fá að veiða nóg,“ svarar Ólafur og hlær við. Ekki var þó allt hábölvað á Ystakletti því þessir fáu lundar sem þar sáust virtust hafa eitthvað í gogginn og ekki varð Ólafur var við mikinn pysjudauða. Eins losna menn við heimilisstörfin meðan dvalið er á Ystakletti en Ólafur vill ekki gera mikið úr því. Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði
Lundaveiðar eru afar dræmar og reyndar svo lítið um hann að flestir veiðimenn ákváðu að sitja heima. Síðasti dagur lundaveiða í Vestmannaeyjum er í dag. „Þetta er ekki neitt, neitt,“ segir Ólafur Guðjónsson, sem var yfir helgina við lundaveiðar á Ystakletti. Ólafur segir að reyndar sé þetta ekki hentugur tími til veiðanna þar sem ungfuglinn sé ekki kominn á stjá. Gefnir voru fimm dagar til veiðanna. „Við vorum fjórir og ég held að við höfum fengið um tuttugu og fimm á kjaft,“ bætir hann við. Spurður hversu margir lundar liggja í háfnum þegar vel veiðist svarar Ólafur að bragði: „Bættu bara einu núlli aftan við þessa tölu.“ Ólafur er ekki bjartsýnn á framtíð lundaveiða í Eyjum. „Þótt það sé gaman í Eyjum þá færa þeir sig bara þangað sem ætið er að finna. Hann er bara farinn norður,“ segir veiðimaðurinn sem sjálfur ætlar ekki að fara til lundaveiða norður í land. „Nei, ég er orðinn svo gamall, villimaðurinn er orðinn hálfslakur í mér. Maður er líka búinn að fá að veiða nóg,“ svarar Ólafur og hlær við. Ekki var þó allt hábölvað á Ystakletti því þessir fáu lundar sem þar sáust virtust hafa eitthvað í gogginn og ekki varð Ólafur var við mikinn pysjudauða. Eins losna menn við heimilisstörfin meðan dvalið er á Ystakletti en Ólafur vill ekki gera mikið úr því.
Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði