Getur ekki beðið eftir að stíga á svið Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 25. júlí 2013 10:00 Ingó er að mestu tilbúinn með prógrammið Mynd/Arnþór Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó í Veðurguðunum, mun stjórna brekkusöngnum í fyrsta skipti í ár. Hann tekur við af Árna Johnsen, sem hefur stýrt honum í 44 ár. Ingó segir þetta eitt skemmtilegasta verkefni sem hann hefur fengið í hendurnar. Brekkusöngurinn er orðinn órjúfanlegur hluti af Þjóðhátíð í Eyjum. Hann er á dagskrá á sunnudagskvöldinu en þá safnast fólk saman í brekkunni og syngur brekkusöng. Síðastliðin 44 ár hefur Árni Johnsen stýrt söngnum, að undanskildu árinu 2003 þegar þingmaðurinn Róbert Marshall hljóp í skarðið. Í ár mun Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó í Veðurguðunum, taka við keflinu. Þetta verða mikil viðbrigði fyrir fastagesti hátíðarinnar en þó eru margir sammála því að það hafi verið kominn tími á breytingar. „Ég hlakka alveg ofboðslega mikið til. Ég er búinn að vera að spá rosalega mikið í þetta og er búinn að raða upp lögunum. Þetta er svona 90 prósent tilbúið,“ segir Ingó. Hann segist ekki finna fyrir pressu en gera sér þó grein fyrir því að hann sé að feta í stór og rótgróin fótspor. Ingó mun standa einn á sviðinu í brekkusöngnum en hljómsveit hans, Ingó og Veðurguðirnir, mun troða upp á laugardagskvöldinu. Ákveðið hefur verið að stytta brekkusönginn og verður hann 45 mínútur. „Ég er að byggja þetta á dagskránni hans Árna en þetta verður ferskari útgáfa. Ég mun taka mikið af Eyjalögum, enda er þetta hátíð Eyjamanna. Inni á milli verða svo lög sem koma héðan og þaðan sem allir þekkja.“ Ingó segir þetta eitt skemmtilegasta verkefni sem hann hefur fengið í hendurnar. „Ef þetta heppnast vel vonast ég til þess að fá að gera þetta aftur.“ Brekkusöngurinn hefst klukkan 23.15. Þegar honum lýkur verður kveikt á blysunum. Kveikt er á einu blysi fyrir hvert ár sem Þjóðhátíð hefur verið haldin. Hún var haldin í fyrsta skipti árið 1874 sem þýðir að blysin verða 140. Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó í Veðurguðunum, mun stjórna brekkusöngnum í fyrsta skipti í ár. Hann tekur við af Árna Johnsen, sem hefur stýrt honum í 44 ár. Ingó segir þetta eitt skemmtilegasta verkefni sem hann hefur fengið í hendurnar. Brekkusöngurinn er orðinn órjúfanlegur hluti af Þjóðhátíð í Eyjum. Hann er á dagskrá á sunnudagskvöldinu en þá safnast fólk saman í brekkunni og syngur brekkusöng. Síðastliðin 44 ár hefur Árni Johnsen stýrt söngnum, að undanskildu árinu 2003 þegar þingmaðurinn Róbert Marshall hljóp í skarðið. Í ár mun Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó í Veðurguðunum, taka við keflinu. Þetta verða mikil viðbrigði fyrir fastagesti hátíðarinnar en þó eru margir sammála því að það hafi verið kominn tími á breytingar. „Ég hlakka alveg ofboðslega mikið til. Ég er búinn að vera að spá rosalega mikið í þetta og er búinn að raða upp lögunum. Þetta er svona 90 prósent tilbúið,“ segir Ingó. Hann segist ekki finna fyrir pressu en gera sér þó grein fyrir því að hann sé að feta í stór og rótgróin fótspor. Ingó mun standa einn á sviðinu í brekkusöngnum en hljómsveit hans, Ingó og Veðurguðirnir, mun troða upp á laugardagskvöldinu. Ákveðið hefur verið að stytta brekkusönginn og verður hann 45 mínútur. „Ég er að byggja þetta á dagskránni hans Árna en þetta verður ferskari útgáfa. Ég mun taka mikið af Eyjalögum, enda er þetta hátíð Eyjamanna. Inni á milli verða svo lög sem koma héðan og þaðan sem allir þekkja.“ Ingó segir þetta eitt skemmtilegasta verkefni sem hann hefur fengið í hendurnar. „Ef þetta heppnast vel vonast ég til þess að fá að gera þetta aftur.“ Brekkusöngurinn hefst klukkan 23.15. Þegar honum lýkur verður kveikt á blysunum. Kveikt er á einu blysi fyrir hvert ár sem Þjóðhátíð hefur verið haldin. Hún var haldin í fyrsta skipti árið 1874 sem þýðir að blysin verða 140.
Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira