Feluverk Rowling ófáanlegt á Íslandi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 27. júlí 2013 12:00 Ófáanleg Nýjasta bók J.K. Rowling, the Cuckoo´s Calling, er væntanleg í Eymundsson í næstu viku. Fátt hefur vakið meiri athygli í bókmenntaheiminum á árinu en sú uppljóstrun að J.K. Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna, sé höfundur spennusögunnar The Cuckoo"s Calling sem gefin var út undir dulnefninu Robert Galbraith. Bókin hefur rokið upp alla sölulista í hinum enskumælandi heimi, en Íslendingar þurfa að bíða fram í næstu viku eftir að koma höndum yfir bókina í hérlendum bókabúðum. „Við pöntum nánast aldrei innbundnar glæpasögur,“ segir Jóhannes Dagsson, umsjónarmaður erlendra bóka í Eymundsson Austurstræti. „En við gerðum undantekningu í þessu tilfelli og bókin ætti að verða komin til okkar í næstu viku. Það hafa nokkrir spurt eftir henni hérna, en enginn hefur þó viljað láta sérpanta hana fyrir sig.“ Hjá Máli og menningu fengust þær upplýsingar að ekki stæði til að panta bókina fyrr en hún kæmi út í kiljuútgáfu. „Það tekur því ekki að panta hana innbundna þegar hún er rétt ókomin í kilju,“ segir Eysteinn Traustason sem sér um innkaup á erlendum bókum fyrir BMM. „Það hefur reyndar lítið verið spurt um hana hjá okkur, enda geta þeir sem ekki vilja bíða annað hvort keypt bókina sem rafbók eða pantað hana á Amazon, það tekur ekki nema fimm daga.“ Eysteinn segist þó að sjálfsögðu munu panta eintök af The Cuckoo"s Calling þegar hún verði komin í kiljuformið. Menning Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Fátt hefur vakið meiri athygli í bókmenntaheiminum á árinu en sú uppljóstrun að J.K. Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna, sé höfundur spennusögunnar The Cuckoo"s Calling sem gefin var út undir dulnefninu Robert Galbraith. Bókin hefur rokið upp alla sölulista í hinum enskumælandi heimi, en Íslendingar þurfa að bíða fram í næstu viku eftir að koma höndum yfir bókina í hérlendum bókabúðum. „Við pöntum nánast aldrei innbundnar glæpasögur,“ segir Jóhannes Dagsson, umsjónarmaður erlendra bóka í Eymundsson Austurstræti. „En við gerðum undantekningu í þessu tilfelli og bókin ætti að verða komin til okkar í næstu viku. Það hafa nokkrir spurt eftir henni hérna, en enginn hefur þó viljað láta sérpanta hana fyrir sig.“ Hjá Máli og menningu fengust þær upplýsingar að ekki stæði til að panta bókina fyrr en hún kæmi út í kiljuútgáfu. „Það tekur því ekki að panta hana innbundna þegar hún er rétt ókomin í kilju,“ segir Eysteinn Traustason sem sér um innkaup á erlendum bókum fyrir BMM. „Það hefur reyndar lítið verið spurt um hana hjá okkur, enda geta þeir sem ekki vilja bíða annað hvort keypt bókina sem rafbók eða pantað hana á Amazon, það tekur ekki nema fimm daga.“ Eysteinn segist þó að sjálfsögðu munu panta eintök af The Cuckoo"s Calling þegar hún verði komin í kiljuformið.
Menning Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira