Guðný Lára: Gat ómögulega hafnað vinnutilboðinu Sara McMahon skrifar 6. ágúst 2013 09:00 Guðný Lára Thorarensen fór út í starfsnám á vegum Útón. Henni bauðst starf í Bretlandi eftir starfsnámið. Fréttablaðið/anton brink „Ég fer út í lok ágúst og hef þá störf hjá Plastic Head, sem er stærsti dreifingaraðili tónlistar í Bretlandi. Þetta er mjög spennandi tækifæri og ég gat ómögulega hafnað vinnutilboðinu,“ segir Guðný Lára Thorarensen. Í fyrra var hún valin af Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, Útón, til starfsþjálfunar hjá bresku umboðsskrifstofunni Candle Lights og hefur henni nú verið boðin vinna hjá systurfyrirtæki skrifstofunnar. „Það losnaði staða hjá Plastic Head rétt áður en ég fór heim og yfirmaður minn hjá Candle Lights hvatti mig til að sækja um. Ég fékk starfið og fer út í lok ágúst og verð í þrjá mánuði til að byrja með, ég þarf að sjá hvernig mér líkar lífið í Bretlandi og hvort kærasti minn vilji fylgja mér síðar meir.“ Guðný Lára mun þá starfa sem „label manager“, sem þýða mætti sem vörumerkjastjóri á okkar ylhýra. „Ég mun sjá um að dreifa tónlist í Bretlandi fyrir plötufyrirtæki, hvort sem þau eru lítil og bresk eða stór og erlend,“ útskýrir hún. Guðný Lára hefur lengi starfað innan tónlistargeirans og vann áður hjá íslensku útgáfunni Molestin Records. Hún hefur einnig skipulagt tónleika með íslenskum hljómsveitum í rúman áratug og verið viðloðandi rokkhátíðina Eistnaflug í Neskaupstað síðan hún hóf göngu sína.Útón veitir nú styrki til umboðsmanna annað árið í röð og hvetur Guðný Lára fólk til þess að sækja um. „Ég mæli algjörlega með því að fólk sæki um, þetta er frábært tækifæri fyrir umboðsmenn. Ég sé í það minnsta ekki eftir því að hafa sótt um í fyrra,“ segir hún að lokum. Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Ég fer út í lok ágúst og hef þá störf hjá Plastic Head, sem er stærsti dreifingaraðili tónlistar í Bretlandi. Þetta er mjög spennandi tækifæri og ég gat ómögulega hafnað vinnutilboðinu,“ segir Guðný Lára Thorarensen. Í fyrra var hún valin af Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, Útón, til starfsþjálfunar hjá bresku umboðsskrifstofunni Candle Lights og hefur henni nú verið boðin vinna hjá systurfyrirtæki skrifstofunnar. „Það losnaði staða hjá Plastic Head rétt áður en ég fór heim og yfirmaður minn hjá Candle Lights hvatti mig til að sækja um. Ég fékk starfið og fer út í lok ágúst og verð í þrjá mánuði til að byrja með, ég þarf að sjá hvernig mér líkar lífið í Bretlandi og hvort kærasti minn vilji fylgja mér síðar meir.“ Guðný Lára mun þá starfa sem „label manager“, sem þýða mætti sem vörumerkjastjóri á okkar ylhýra. „Ég mun sjá um að dreifa tónlist í Bretlandi fyrir plötufyrirtæki, hvort sem þau eru lítil og bresk eða stór og erlend,“ útskýrir hún. Guðný Lára hefur lengi starfað innan tónlistargeirans og vann áður hjá íslensku útgáfunni Molestin Records. Hún hefur einnig skipulagt tónleika með íslenskum hljómsveitum í rúman áratug og verið viðloðandi rokkhátíðina Eistnaflug í Neskaupstað síðan hún hóf göngu sína.Útón veitir nú styrki til umboðsmanna annað árið í röð og hvetur Guðný Lára fólk til þess að sækja um. „Ég mæli algjörlega með því að fólk sæki um, þetta er frábært tækifæri fyrir umboðsmenn. Ég sé í það minnsta ekki eftir því að hafa sótt um í fyrra,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“