Guðný Lára: Gat ómögulega hafnað vinnutilboðinu Sara McMahon skrifar 6. ágúst 2013 09:00 Guðný Lára Thorarensen fór út í starfsnám á vegum Útón. Henni bauðst starf í Bretlandi eftir starfsnámið. Fréttablaðið/anton brink „Ég fer út í lok ágúst og hef þá störf hjá Plastic Head, sem er stærsti dreifingaraðili tónlistar í Bretlandi. Þetta er mjög spennandi tækifæri og ég gat ómögulega hafnað vinnutilboðinu,“ segir Guðný Lára Thorarensen. Í fyrra var hún valin af Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, Útón, til starfsþjálfunar hjá bresku umboðsskrifstofunni Candle Lights og hefur henni nú verið boðin vinna hjá systurfyrirtæki skrifstofunnar. „Það losnaði staða hjá Plastic Head rétt áður en ég fór heim og yfirmaður minn hjá Candle Lights hvatti mig til að sækja um. Ég fékk starfið og fer út í lok ágúst og verð í þrjá mánuði til að byrja með, ég þarf að sjá hvernig mér líkar lífið í Bretlandi og hvort kærasti minn vilji fylgja mér síðar meir.“ Guðný Lára mun þá starfa sem „label manager“, sem þýða mætti sem vörumerkjastjóri á okkar ylhýra. „Ég mun sjá um að dreifa tónlist í Bretlandi fyrir plötufyrirtæki, hvort sem þau eru lítil og bresk eða stór og erlend,“ útskýrir hún. Guðný Lára hefur lengi starfað innan tónlistargeirans og vann áður hjá íslensku útgáfunni Molestin Records. Hún hefur einnig skipulagt tónleika með íslenskum hljómsveitum í rúman áratug og verið viðloðandi rokkhátíðina Eistnaflug í Neskaupstað síðan hún hóf göngu sína.Útón veitir nú styrki til umboðsmanna annað árið í röð og hvetur Guðný Lára fólk til þess að sækja um. „Ég mæli algjörlega með því að fólk sæki um, þetta er frábært tækifæri fyrir umboðsmenn. Ég sé í það minnsta ekki eftir því að hafa sótt um í fyrra,“ segir hún að lokum. Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Ég fer út í lok ágúst og hef þá störf hjá Plastic Head, sem er stærsti dreifingaraðili tónlistar í Bretlandi. Þetta er mjög spennandi tækifæri og ég gat ómögulega hafnað vinnutilboðinu,“ segir Guðný Lára Thorarensen. Í fyrra var hún valin af Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, Útón, til starfsþjálfunar hjá bresku umboðsskrifstofunni Candle Lights og hefur henni nú verið boðin vinna hjá systurfyrirtæki skrifstofunnar. „Það losnaði staða hjá Plastic Head rétt áður en ég fór heim og yfirmaður minn hjá Candle Lights hvatti mig til að sækja um. Ég fékk starfið og fer út í lok ágúst og verð í þrjá mánuði til að byrja með, ég þarf að sjá hvernig mér líkar lífið í Bretlandi og hvort kærasti minn vilji fylgja mér síðar meir.“ Guðný Lára mun þá starfa sem „label manager“, sem þýða mætti sem vörumerkjastjóri á okkar ylhýra. „Ég mun sjá um að dreifa tónlist í Bretlandi fyrir plötufyrirtæki, hvort sem þau eru lítil og bresk eða stór og erlend,“ útskýrir hún. Guðný Lára hefur lengi starfað innan tónlistargeirans og vann áður hjá íslensku útgáfunni Molestin Records. Hún hefur einnig skipulagt tónleika með íslenskum hljómsveitum í rúman áratug og verið viðloðandi rokkhátíðina Eistnaflug í Neskaupstað síðan hún hóf göngu sína.Útón veitir nú styrki til umboðsmanna annað árið í röð og hvetur Guðný Lára fólk til þess að sækja um. „Ég mæli algjörlega með því að fólk sæki um, þetta er frábært tækifæri fyrir umboðsmenn. Ég sé í það minnsta ekki eftir því að hafa sótt um í fyrra,“ segir hún að lokum.
Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira