Halda tónleika til heiðurs Hljómum í Hörpu Kristjana Arnarsdóttir skrifar 8. ágúst 2013 07:00 Hinn 5. október árið 1963 spiluðu Hljómar á sínu fyrsta balli í Krossinum í Keflavík. Nú, fimmtíu árum síðar, fara fram heiðurstónleikar hljómsveitarinnar í Hörpu. „Það verður mjög gaman að heyra þetta. Hljómarnir eru spenntir,“ segir tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson en hinn 5. október verða stórtónleikar í Eldborgarsal Hörpu í tilefni þess að hálf öld er liðin frá því að hin ástæla hljómsveit Hljómar kom fram á sínu fyrsta balli í Krossinum í Keflavík. Á tónleikunum verða flutt öll bestu lög Hljóma en fram koma meðal annarra Stefán Hilmarsson, Unnsteinn Manuel Stefánsson, Valdimar Guðmundsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Gunnar útilokar þó ekki að gömlu hljómsveitarmeðlimirnir skelli sér upp á svið og rifji upp gamla takta. „Það verður allt að koma í ljós en við tökum kannski eins og eitt lag.“Hljómsveitin var stofnuð í Keflavík árið 1963 og varð fljótt ein allra vinsælasta hljómsveit landsins. „Hljómarnir voru langskemmtilegasta hljómsveit sem ég hef verið í, enda var tónlistin öll svo ný og framandi. Við vorum bara ungir og vitlausir strákar í Keflavík sem fengu að taka upp plötu. Ef það hefði ekki gengið upp værum við bara gleymdir og grafnir í dag,“ segir Gunnar og kveðst spenntur fyrir tónleikunum. Hann segist þó eiga erfitt með að trúa því að hálf öld sé liðin frá fyrsta ballinu. „Fimmtíu ár? Þetta er alveg rosalegt.“ Miðasala á tónleikana er hafin á Miði.is. Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Það verður mjög gaman að heyra þetta. Hljómarnir eru spenntir,“ segir tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson en hinn 5. október verða stórtónleikar í Eldborgarsal Hörpu í tilefni þess að hálf öld er liðin frá því að hin ástæla hljómsveit Hljómar kom fram á sínu fyrsta balli í Krossinum í Keflavík. Á tónleikunum verða flutt öll bestu lög Hljóma en fram koma meðal annarra Stefán Hilmarsson, Unnsteinn Manuel Stefánsson, Valdimar Guðmundsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Gunnar útilokar þó ekki að gömlu hljómsveitarmeðlimirnir skelli sér upp á svið og rifji upp gamla takta. „Það verður allt að koma í ljós en við tökum kannski eins og eitt lag.“Hljómsveitin var stofnuð í Keflavík árið 1963 og varð fljótt ein allra vinsælasta hljómsveit landsins. „Hljómarnir voru langskemmtilegasta hljómsveit sem ég hef verið í, enda var tónlistin öll svo ný og framandi. Við vorum bara ungir og vitlausir strákar í Keflavík sem fengu að taka upp plötu. Ef það hefði ekki gengið upp værum við bara gleymdir og grafnir í dag,“ segir Gunnar og kveðst spenntur fyrir tónleikunum. Hann segist þó eiga erfitt með að trúa því að hálf öld sé liðin frá fyrsta ballinu. „Fimmtíu ár? Þetta er alveg rosalegt.“ Miðasala á tónleikana er hafin á Miði.is.
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið