Tilbury hefur nýlokið upptökum á sinni annarri plötu og af því tilefni spilar hljómsveitin þrívegis norður í landi ásamt Snorra Helgasyni.
Fyrst verður spilað í félagsheimilinu Rimum í Svarfaðardal á fimmtudaginn, svo á Græna hattinum á Akureyri á föstudag og loks á tónlistarhátíðinni Gærunni á Sauðárkróki á laugardag.
Nýju lögin verða prufukeyrð í bland við lög af fyrri plötu Tilbury, Exorcise, sem kom út í fyrra. Væntanleg plata sveitarinnar kemur út í október og kemur fyrsta lagið út um miðjan ágúst.

