Íslenska konan vinnur mest allra kvenna í Evrópu Marín Manda skrifar 16. ágúst 2013 16:00 Snæfríður Ingadóttir, blaðamaður og rithöfundur, ásamt börnum sínum. Snæfríður Ingadóttir blaðamaður er konan á bak við bókina The Icelandic Woman. "Ég hef alltaf reynt að vera sem mest í húsinu mínu á Snæfellsnesinu þegar ég er að skrifa en þar fæ ég svo mikinn innblástur,“ segir Snæfríður Ingadóttir blaðamaður sem nýlega gaf út bókina The Icelandic Woman ásamt Þorvaldi Erni Kristmundssyni. Þetta er fimmta bókin sem þau vinna saman, en fyrri bækur þeirra eru meðal annars 50 crazy romantic things to do in Iceland og 50 crazy things to taste in Iceland. „Við Þorvaldur höfum verið að skrifa bækur fyrir ferðamenn og efnið í þessa bók var valið með það í huga að úr verði áhugaverð lesning fyrir ferðamenn.“Snæfríður Ingadóttir fær innblástur á Snæfellsnesinu þegar hún skrifar.Bókin hefur bæði afþreyingar-og upplýsingagildi í máli og myndum en tæpt er á sögulegum staðreyndum og ýmsu öðru sem tengist íslensku konunni á einn eða annan hátt. Snæfríður hefur unnið sem blaðamaður um nokkurt skeið og segist ekki vera sérfræðingur um íslensku konuna heldur sé hún vön að vinna úr upplýsingum og því hafi margt komið henni á óvart við vinnslu bókarinnar. „Við erum með margar konur í háttsettum stöðum en samt sem áður vantar svo mikið upp á jafnréttisbarráttuna. Mér fannst það vera það sem stóð einna helst upp úr við gerð þessarar bókar.“ Aðspurð hvernig hin raunverulega íslenska kona sé segir Snæfríður að dæmigert sé að íslenskar konur vinni mest allra kvenna í Evrópu, eignist samt sem áður flest börn og séu mjög langlífar, sem á alls ekki við um konur annarra landa. Menning Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Snæfríður Ingadóttir blaðamaður er konan á bak við bókina The Icelandic Woman. "Ég hef alltaf reynt að vera sem mest í húsinu mínu á Snæfellsnesinu þegar ég er að skrifa en þar fæ ég svo mikinn innblástur,“ segir Snæfríður Ingadóttir blaðamaður sem nýlega gaf út bókina The Icelandic Woman ásamt Þorvaldi Erni Kristmundssyni. Þetta er fimmta bókin sem þau vinna saman, en fyrri bækur þeirra eru meðal annars 50 crazy romantic things to do in Iceland og 50 crazy things to taste in Iceland. „Við Þorvaldur höfum verið að skrifa bækur fyrir ferðamenn og efnið í þessa bók var valið með það í huga að úr verði áhugaverð lesning fyrir ferðamenn.“Snæfríður Ingadóttir fær innblástur á Snæfellsnesinu þegar hún skrifar.Bókin hefur bæði afþreyingar-og upplýsingagildi í máli og myndum en tæpt er á sögulegum staðreyndum og ýmsu öðru sem tengist íslensku konunni á einn eða annan hátt. Snæfríður hefur unnið sem blaðamaður um nokkurt skeið og segist ekki vera sérfræðingur um íslensku konuna heldur sé hún vön að vinna úr upplýsingum og því hafi margt komið henni á óvart við vinnslu bókarinnar. „Við erum með margar konur í háttsettum stöðum en samt sem áður vantar svo mikið upp á jafnréttisbarráttuna. Mér fannst það vera það sem stóð einna helst upp úr við gerð þessarar bókar.“ Aðspurð hvernig hin raunverulega íslenska kona sé segir Snæfríður að dæmigert sé að íslenskar konur vinni mest allra kvenna í Evrópu, eignist samt sem áður flest börn og séu mjög langlífar, sem á alls ekki við um konur annarra landa.
Menning Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira