Þrykkti kaffi á gólfinu í Árbæjarsafni Kjartan Guðmundsson skrifar 17. ágúst 2013 13:00 Verkin á fyrstu einkasýningu Höllu Þórlaugar Óskarsdóttur eru unnin út frá kaffispádómum. Fréttablaðið/Arnþór „Titillinn á sýningunni vísar bæði til framtíðarinnar, að spádómurinn segir þér hvað, hvar eða hvernig þú verður, en líka til þess hvernig allir bera ábyrgð á eigin lífi og verða að breyta út frá eigin sannfæringu,“ segir myndlistarkonan Halla Þórlaug Óskarsdóttir. Halla opnar sína fyrstu einkasýningu í dag klukkan 13 í kaffihúsinu GÆS í Tjarnarbíói og ber hún titilinn Þú verður. Halla Þórlaug, sem útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskólans (LHÍ) vorið 2012 og stundar nú meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands, segir að verkin á sýningunni séu unnin út frá kaffispádómum. „Ég spáði í bolla fólks út frá kúnstarinnar reglum og þrykkti svo spádómana og myndirnar á grafíkpappír með aðferð sem kallast æting,“ útskýrir Halla og bætir við að myndirnar hafi hún þrykkt í gamla skólanum sínum, LHÍ, en textann þrykkti hún í Árbæjarsafni. „Á Árbæjarsafninu fékk ég að notast við gamla prentsmiðju eftir lokun. Það var mjög sérstakt að sitja í lyktinni þar og pressa spádóma í pappír. Hugmyndin að verkunum kviknaði út frá vangaveltum um myndlestur, sem mér finnst ekki ósvipað listinni að spá í bolla.“ Sýningin stendur yfir næstu tvær vikurnar. Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Titillinn á sýningunni vísar bæði til framtíðarinnar, að spádómurinn segir þér hvað, hvar eða hvernig þú verður, en líka til þess hvernig allir bera ábyrgð á eigin lífi og verða að breyta út frá eigin sannfæringu,“ segir myndlistarkonan Halla Þórlaug Óskarsdóttir. Halla opnar sína fyrstu einkasýningu í dag klukkan 13 í kaffihúsinu GÆS í Tjarnarbíói og ber hún titilinn Þú verður. Halla Þórlaug, sem útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskólans (LHÍ) vorið 2012 og stundar nú meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands, segir að verkin á sýningunni séu unnin út frá kaffispádómum. „Ég spáði í bolla fólks út frá kúnstarinnar reglum og þrykkti svo spádómana og myndirnar á grafíkpappír með aðferð sem kallast æting,“ útskýrir Halla og bætir við að myndirnar hafi hún þrykkt í gamla skólanum sínum, LHÍ, en textann þrykkti hún í Árbæjarsafni. „Á Árbæjarsafninu fékk ég að notast við gamla prentsmiðju eftir lokun. Það var mjög sérstakt að sitja í lyktinni þar og pressa spádóma í pappír. Hugmyndin að verkunum kviknaði út frá vangaveltum um myndlestur, sem mér finnst ekki ósvipað listinni að spá í bolla.“ Sýningin stendur yfir næstu tvær vikurnar.
Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira