Noel Gallagher gefur lítið fyrir það að hljómsveitin Oasis komi saman á nýjan leik.
„Það mun pottþétt ekki gerast. En hver veit hvað gerist eftir tuttugu ár? Þá verð ég 30 eða 40 ára er það ekki? Nei, ég verð vonandi lagstur í helgan stein þá,“ sagði Gallagher í léttum dúr.
Hann er með sína aðra sólóplötu í undirbúningi og segist eiga helling af lögum sem fóru ekki inn á þá síðustu. „Ég er að semja og setja ýmislegt saman. Ég mun gera aðra plötu, engin spurning."
Oasis snýr ekki aftur
