Nítján ára undrabarn Freyr Bjarnason skrifar 21. ágúst 2013 21:00 fyrsta platan Hinn nítján ára gamli Archie Marchall, betur þekktur sem King Krule, gefur út sína fyrstu plötu á laugardaginn. nordicphotos/getty King Krule gefur út sína fyrstu sólóplötu, 6 Feet Beneath the Moon, á nítján ára afmælisdegi sínum á laugardaginn í samstarfi við XL Recordings og True Panther Sounds frá New York. Ekki er venjan að plötur séu gefnar út á laugardögum en Krule, öðru nafni Archie Marshall, er svo sem enginn venjulegur tónlistarmaður. Marshall kemur frá suðausturhluta Lundúna. Hann gekk í Brit School, sama listaskóla og söngkonurnar Adele og Amy Winehouse, og virðist hafa lært ýmislegt gagnlegt þar. Marshall braust fram á sjónarsviðið árið 2011, þá aðeins sextán ára, með samnefndri EP-plötu sinni sem True Panther Sounds gaf út. Áður hafði hann tekið upp efni undir nafninu Zoo Kid og vakti athygli árið 2010 fyrir fyrstu smáskífuna sína Out Getting Ribs.Hefur náð ótrúlegur þroska Þrátt fyrir ungan aldur þykir Krule hafa yfir að ráða ótrúlegum þroska á tónlistarsviðinu og mörgum þykir útlit hans ekki vera í neinu samræmi við röddina. Flestir segja hann vera undrabarn. Tónlistin er eins konar blanda af hipphoppi, dub, djassi og gítarpoppi og hefur honum verið líkt við kappa á borð við Morrissey, Skotann Edwyn Collins og Fela Kuti. Tónlistaráhugamenn hafa í nokkur ár haft augastað á King Krule. Bjuggust flestir við því að þessi fyrsta plata hans kæmi út fyrir ári en hann ákvað að leggja meiri vinnu í hana, sem virðist hafa skilað sér. Í byrjun ársins var hann nefndur af breska ríkisútvarpinu, BBC, sem einn þeirra tónlistarmanna sem ætti að gefa gaum á þessu ári og miðað við fyrstu dómana sem platan fær á King Krule fyllilega skilið að fá sem mesta athygli. The Guardian og vefsíðan MusicOMH gefa henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum, Clashmusic gefur henni átta af tíu og Timeout London fullt hús stiga, eða fimm stjörnur. King Krule ætlar að fylgja 6 Feet Beneath the Moon eftir með tónleikum í heimaborginni London í kvöld. Í september spilar hann svo á fernum tónleikum í Bandaríkjunum og Kanada. Hann hefur annars verið duglegur við spilamennsku í sumar og kom til að mynda fram á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku. Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
King Krule gefur út sína fyrstu sólóplötu, 6 Feet Beneath the Moon, á nítján ára afmælisdegi sínum á laugardaginn í samstarfi við XL Recordings og True Panther Sounds frá New York. Ekki er venjan að plötur séu gefnar út á laugardögum en Krule, öðru nafni Archie Marshall, er svo sem enginn venjulegur tónlistarmaður. Marshall kemur frá suðausturhluta Lundúna. Hann gekk í Brit School, sama listaskóla og söngkonurnar Adele og Amy Winehouse, og virðist hafa lært ýmislegt gagnlegt þar. Marshall braust fram á sjónarsviðið árið 2011, þá aðeins sextán ára, með samnefndri EP-plötu sinni sem True Panther Sounds gaf út. Áður hafði hann tekið upp efni undir nafninu Zoo Kid og vakti athygli árið 2010 fyrir fyrstu smáskífuna sína Out Getting Ribs.Hefur náð ótrúlegur þroska Þrátt fyrir ungan aldur þykir Krule hafa yfir að ráða ótrúlegum þroska á tónlistarsviðinu og mörgum þykir útlit hans ekki vera í neinu samræmi við röddina. Flestir segja hann vera undrabarn. Tónlistin er eins konar blanda af hipphoppi, dub, djassi og gítarpoppi og hefur honum verið líkt við kappa á borð við Morrissey, Skotann Edwyn Collins og Fela Kuti. Tónlistaráhugamenn hafa í nokkur ár haft augastað á King Krule. Bjuggust flestir við því að þessi fyrsta plata hans kæmi út fyrir ári en hann ákvað að leggja meiri vinnu í hana, sem virðist hafa skilað sér. Í byrjun ársins var hann nefndur af breska ríkisútvarpinu, BBC, sem einn þeirra tónlistarmanna sem ætti að gefa gaum á þessu ári og miðað við fyrstu dómana sem platan fær á King Krule fyllilega skilið að fá sem mesta athygli. The Guardian og vefsíðan MusicOMH gefa henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum, Clashmusic gefur henni átta af tíu og Timeout London fullt hús stiga, eða fimm stjörnur. King Krule ætlar að fylgja 6 Feet Beneath the Moon eftir með tónleikum í heimaborginni London í kvöld. Í september spilar hann svo á fernum tónleikum í Bandaríkjunum og Kanada. Hann hefur annars verið duglegur við spilamennsku í sumar og kom til að mynda fram á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku.
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira