Undirbjuggu tvær fæðingar fyrir haustið Ólöf Skaftadóttir skrifar 23. ágúst 2013 09:00 Valdimar Jóhannsson og Erna Ómarsdóttir Mynd/Magnús Andersen „Við erum að kynna nokkrar nýjar hugmyndir sem við trúum að geti bjargað mannkyninu. Eða að minnsta kosti leyst mörg vandamál,“ segir Erna Ómarsdóttir, dansari og danshöfundur, um sviðsverk sem hún og eiginmaður hennar, Valdimar Jóhannsson eru að setja á fjalirnar og er frumsýnt í kvöld. Verkið unnu þau í samvinnu við fjölda listamanna, meðal annars Ólaf Darra Ólafsson, Dóru Jóhannsdóttur, Friðgeir Einarsson, Sigríði Soffíu Níelsdóttir, Lovísu Ósk Gunnarsdóttur og tónlistarmennina Óttarr Proppé, Flosa Þorgeirsson og Sigtrygg Berg Sigtryggson. Hún segir verkið hafa verið lengi í þróun. Það sé eiginlega blanda af því sem á ensku kallast black yoga screaming, skemmtiatriðum, dansi og spjalli. „Okkur finnst þetta rosalega skemmtilegt,“ segir hún. Hjónakornin hafa í mörg horn að líta þessa dagana því í þann mund sem æfingum var að ljúka fæddist þeim barn, sem nú er rúmlega þriggja vikna. Erna var að fram á síðasta dag. „Hugmyndin var lengi í smíðum og við Valdimar, eiginmaður minn, barnsfaðir og samstarfsmaður, unnum verkið með hópnum. Við vorum innilokuð í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í allt sumar,“ segir Erna þannig að segja má að þau hafi verið að undirbúa tvær fæðingar fyrir haustið. Hún segir að með þeim starfi frábær hópur listamanna og samstarfið hafi verið afar ánægjulegt. Öskur og andardráttur hafa verið meðal einkenna verka þeirra Ernu og Valdimars í gegnum tíðina. Í þetta sinn er farið inn á nýjar brautir með því að gefa gestum sýningarinnar kost á að öskra með, taka undir hljóðin á sviðinu og með því móti taka þátt í því sem fram fer. „Þetta dæmi með öskrið er eitthvað sem við höfum gert mikið í okkar verkum í gegnum tíðina. Hugmyndin núna er að gera eitthvað þannig að áhorfendur geti fengið að öskra með. Við höfum oft fengið óskir frá áhorfendum um slíkt. Þetta er ákveðin losun,“ segir Erna og heldur áfram: „Þetta gerir það að verkum að maður verður ótrúlega rólegur og glaður og hamingjusamur – vandamál leysast. Heimurinn verður betri.“ Ernu finnst greinilega mjög gaman að tala um þetta og hún nefnir skemmtiatriði oft í samtalinu. „Þetta er svona smá tilraun hjá okkur, það kemur ýmislegt í ljós sem ég má eiginlega ekki kjafta frá, það er smá leyndó í gangi, fólk verður eiginlega bara að koma og sjá,“ segir hún að lokum. Sýningin heitir Inn að beini og hefst klukkan 20 í kvöld í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við erum að kynna nokkrar nýjar hugmyndir sem við trúum að geti bjargað mannkyninu. Eða að minnsta kosti leyst mörg vandamál,“ segir Erna Ómarsdóttir, dansari og danshöfundur, um sviðsverk sem hún og eiginmaður hennar, Valdimar Jóhannsson eru að setja á fjalirnar og er frumsýnt í kvöld. Verkið unnu þau í samvinnu við fjölda listamanna, meðal annars Ólaf Darra Ólafsson, Dóru Jóhannsdóttur, Friðgeir Einarsson, Sigríði Soffíu Níelsdóttir, Lovísu Ósk Gunnarsdóttur og tónlistarmennina Óttarr Proppé, Flosa Þorgeirsson og Sigtrygg Berg Sigtryggson. Hún segir verkið hafa verið lengi í þróun. Það sé eiginlega blanda af því sem á ensku kallast black yoga screaming, skemmtiatriðum, dansi og spjalli. „Okkur finnst þetta rosalega skemmtilegt,“ segir hún. Hjónakornin hafa í mörg horn að líta þessa dagana því í þann mund sem æfingum var að ljúka fæddist þeim barn, sem nú er rúmlega þriggja vikna. Erna var að fram á síðasta dag. „Hugmyndin var lengi í smíðum og við Valdimar, eiginmaður minn, barnsfaðir og samstarfsmaður, unnum verkið með hópnum. Við vorum innilokuð í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í allt sumar,“ segir Erna þannig að segja má að þau hafi verið að undirbúa tvær fæðingar fyrir haustið. Hún segir að með þeim starfi frábær hópur listamanna og samstarfið hafi verið afar ánægjulegt. Öskur og andardráttur hafa verið meðal einkenna verka þeirra Ernu og Valdimars í gegnum tíðina. Í þetta sinn er farið inn á nýjar brautir með því að gefa gestum sýningarinnar kost á að öskra með, taka undir hljóðin á sviðinu og með því móti taka þátt í því sem fram fer. „Þetta dæmi með öskrið er eitthvað sem við höfum gert mikið í okkar verkum í gegnum tíðina. Hugmyndin núna er að gera eitthvað þannig að áhorfendur geti fengið að öskra með. Við höfum oft fengið óskir frá áhorfendum um slíkt. Þetta er ákveðin losun,“ segir Erna og heldur áfram: „Þetta gerir það að verkum að maður verður ótrúlega rólegur og glaður og hamingjusamur – vandamál leysast. Heimurinn verður betri.“ Ernu finnst greinilega mjög gaman að tala um þetta og hún nefnir skemmtiatriði oft í samtalinu. „Þetta er svona smá tilraun hjá okkur, það kemur ýmislegt í ljós sem ég má eiginlega ekki kjafta frá, það er smá leyndó í gangi, fólk verður eiginlega bara að koma og sjá,“ segir hún að lokum. Sýningin heitir Inn að beini og hefst klukkan 20 í kvöld í Kassanum í Þjóðleikhúsinu.
Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira