Kann að leika sér Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2013 08:00 Auk hæfileika á sviði ritlistar er Salka með góða sópranrödd og lærði á píanó og klarinett til nítján ára aldurs. Myndir/Stefán Skáldið Salka Guðmundsdóttir var nefnd eftir Sölku Völku Nóbelskáldsins. Líf hennar er rósum stráð um þessar mundir. „Fyrsta áhugamálið mitt var að skrifa. Ég hef skrifað sögur og ljóð síðan ég varð læs og skrifandi fjögurra ára,“ segir Salka sem kann eiginlega ekkert annað, að eigin sögn. Nema að safna löndum. „Ég hef líka gaman af landafræði á nördalegan hátt og get bent á öll lönd jarðar á korti og þekki alla þjóðfána,“ segir hún og brosir. Salka er fæddur og uppalinn Reykvíkingur, dóttir Guðmundar Ólafssonar leikara og Olgu Guðrúnar Árnadóttur rithöfundar. Hún á tvo bræður og naut þess að vera miðjubarnið og eina stelpan. „Ég varð strax mikill lestrarhestur enda heimilislífið undirlagt menningu og listum. Ég skrifaði mikið og hafði skoðanir á öllu sem ég lét óspart í ljós. Ég var því fremur fullorðinslegt barn og alin upp við að komið væri fram við okkur systkinin eins og greindar manneskjur. Það var gott veganesti.“ Árið hefur verið viðburðarríkt hjá Sölku. Hún hefur verið við frumsýningar leikverks síns Breaker í Skotlandi og Ástralíu og dvaldi sumarlangt í listamannaíbúðinni Kjarvalsstofu í París. „Þar sat ég við skriftir og píanóleik meðfram tilheyrandi afslöppun og rauðvínsdrykkju í sól á meðan allir heima voru í rigningu,“ segir hún brosmild. Skáldferill Sölku hefur verið rósum stráður allt síðan hún hreppti Gaddakylfu Hins íslenska glæpafélags fyrir smásöguna Einn af strákunum árið 2007. Síðan hefur Salka unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga hér heima og að heiman. „Á sniðugan hátt hefur mér tekist að skapa mér vinnu úr öllu sem mér þykir skemmtilegast; að skrifa, búa til leikhús og reka leikhópinn Soðið svið með bestu vinkonu minni. Það er óskaplega gaman og ekki síst þegar vel gengur en nú langar mig að anda djúpt og melta allt sem hefur gerst frá því Súldasker, mitt fyrsta leikverk, var frumsýnt fyrir tveimur árum,“ segir Salka sem hugsaði aldrei út í það hvort hún fengi góðar viðtökur þegar hún byrjaði að skrifa. „Ég hef ekki trú á markhópaleikhúsi og held ég yrði biluð ef ég skrifaði með gagnrýni og áhorfendur í huga. Það væri uppskrift að mistökum,“ segir Salka. Hún segir mannleg samskipti í litlum samfélögum oftast verða sér að yrkisefni. „Hvort sem það eru eyjur eða samfélög fjölskyldna og fólks sem er tengt. Mér þykja valdahlutföll áhugaverð.“Salka er með BA-gráðu í leiklist og leikhúsfræðum frá háskólanum í Wales, MA-gráðu í þýðingarfræðum frá Háskóla Íslands og MLitt-gráðu í skapandi skrifum frá háskólanum í Glasgow. „Þótt ég kynni vel að skrifa skáldskap ákvað ég líka að mennta mig í skapandi skrifum. Ég vildi æfa mig og fá aðhald og í náminu uppskar ég mikinn aga og eignaðist góða vini í jafningjahópi. Það var ómetanlegt og þá vini á ég enn að til að vinna með og leita ráða hjá.“ Áður en skáldskapur varð að lifibrauði Sölku vann hún í bókabúð og með fötluðum. „Það er gott að vera sinn eigin herra í vinnu en ég þarf að gæta þess að vinna ekki of mikið og koma mér upp reglum um vinnutíma. Ég held að þeir sem eru sjálfs síns herrar vinni á endanum meira en launþegar á stimpilklukkum,“ segir Salka sem hittir vini þegar frítími gefst. „Ég á líka tvær litlar frænkur sem mér þykir ótrúlega gott að hanga með. Við eigum náið og gott frænkusamband og skemmtilegast finnst okkur að leika okkur. Það kann ég enn og er alveg óð í pleimó og legó með tilheyrandi teikningum fjársjóðskorta og fjöri,“ segir Salka. Salka ber hlýjan hug til alls skáldskapar sem hún hefur skrifað. „En ég held að Súldasker eigi stærstan bita af mér. Þá fann ég hvað mig virkilega langaði að gera og góðar viðtökurnar voru réttlæting fyrir sjálfa mig. Það var valdeflandi að finna að ég gæti þetta og uppgötvun að finna hvað gaman er að vinna með öðrum.“ Verandi barn rithöfunda segist Salka þó ekki líta starfið rósrauðum augum. „Mér þykir bara gaman og forréttindi að vinna við það sem mér þykir skemmtilegt. Ég vil frekar vera aðeins blankari og vinna mér til ánægju en að mæta til vinnu til þess eins að eiga salt í grautinn frá mánuði til mánaðar. Rithöfundastarfið er sannarlega einmanalegt en með því að vinna í leikhúsi verður maður ekki lengur eins og eyja.“ Menning Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Skáldið Salka Guðmundsdóttir var nefnd eftir Sölku Völku Nóbelskáldsins. Líf hennar er rósum stráð um þessar mundir. „Fyrsta áhugamálið mitt var að skrifa. Ég hef skrifað sögur og ljóð síðan ég varð læs og skrifandi fjögurra ára,“ segir Salka sem kann eiginlega ekkert annað, að eigin sögn. Nema að safna löndum. „Ég hef líka gaman af landafræði á nördalegan hátt og get bent á öll lönd jarðar á korti og þekki alla þjóðfána,“ segir hún og brosir. Salka er fæddur og uppalinn Reykvíkingur, dóttir Guðmundar Ólafssonar leikara og Olgu Guðrúnar Árnadóttur rithöfundar. Hún á tvo bræður og naut þess að vera miðjubarnið og eina stelpan. „Ég varð strax mikill lestrarhestur enda heimilislífið undirlagt menningu og listum. Ég skrifaði mikið og hafði skoðanir á öllu sem ég lét óspart í ljós. Ég var því fremur fullorðinslegt barn og alin upp við að komið væri fram við okkur systkinin eins og greindar manneskjur. Það var gott veganesti.“ Árið hefur verið viðburðarríkt hjá Sölku. Hún hefur verið við frumsýningar leikverks síns Breaker í Skotlandi og Ástralíu og dvaldi sumarlangt í listamannaíbúðinni Kjarvalsstofu í París. „Þar sat ég við skriftir og píanóleik meðfram tilheyrandi afslöppun og rauðvínsdrykkju í sól á meðan allir heima voru í rigningu,“ segir hún brosmild. Skáldferill Sölku hefur verið rósum stráður allt síðan hún hreppti Gaddakylfu Hins íslenska glæpafélags fyrir smásöguna Einn af strákunum árið 2007. Síðan hefur Salka unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga hér heima og að heiman. „Á sniðugan hátt hefur mér tekist að skapa mér vinnu úr öllu sem mér þykir skemmtilegast; að skrifa, búa til leikhús og reka leikhópinn Soðið svið með bestu vinkonu minni. Það er óskaplega gaman og ekki síst þegar vel gengur en nú langar mig að anda djúpt og melta allt sem hefur gerst frá því Súldasker, mitt fyrsta leikverk, var frumsýnt fyrir tveimur árum,“ segir Salka sem hugsaði aldrei út í það hvort hún fengi góðar viðtökur þegar hún byrjaði að skrifa. „Ég hef ekki trú á markhópaleikhúsi og held ég yrði biluð ef ég skrifaði með gagnrýni og áhorfendur í huga. Það væri uppskrift að mistökum,“ segir Salka. Hún segir mannleg samskipti í litlum samfélögum oftast verða sér að yrkisefni. „Hvort sem það eru eyjur eða samfélög fjölskyldna og fólks sem er tengt. Mér þykja valdahlutföll áhugaverð.“Salka er með BA-gráðu í leiklist og leikhúsfræðum frá háskólanum í Wales, MA-gráðu í þýðingarfræðum frá Háskóla Íslands og MLitt-gráðu í skapandi skrifum frá háskólanum í Glasgow. „Þótt ég kynni vel að skrifa skáldskap ákvað ég líka að mennta mig í skapandi skrifum. Ég vildi æfa mig og fá aðhald og í náminu uppskar ég mikinn aga og eignaðist góða vini í jafningjahópi. Það var ómetanlegt og þá vini á ég enn að til að vinna með og leita ráða hjá.“ Áður en skáldskapur varð að lifibrauði Sölku vann hún í bókabúð og með fötluðum. „Það er gott að vera sinn eigin herra í vinnu en ég þarf að gæta þess að vinna ekki of mikið og koma mér upp reglum um vinnutíma. Ég held að þeir sem eru sjálfs síns herrar vinni á endanum meira en launþegar á stimpilklukkum,“ segir Salka sem hittir vini þegar frítími gefst. „Ég á líka tvær litlar frænkur sem mér þykir ótrúlega gott að hanga með. Við eigum náið og gott frænkusamband og skemmtilegast finnst okkur að leika okkur. Það kann ég enn og er alveg óð í pleimó og legó með tilheyrandi teikningum fjársjóðskorta og fjöri,“ segir Salka. Salka ber hlýjan hug til alls skáldskapar sem hún hefur skrifað. „En ég held að Súldasker eigi stærstan bita af mér. Þá fann ég hvað mig virkilega langaði að gera og góðar viðtökurnar voru réttlæting fyrir sjálfa mig. Það var valdeflandi að finna að ég gæti þetta og uppgötvun að finna hvað gaman er að vinna með öðrum.“ Verandi barn rithöfunda segist Salka þó ekki líta starfið rósrauðum augum. „Mér þykir bara gaman og forréttindi að vinna við það sem mér þykir skemmtilegt. Ég vil frekar vera aðeins blankari og vinna mér til ánægju en að mæta til vinnu til þess eins að eiga salt í grautinn frá mánuði til mánaðar. Rithöfundastarfið er sannarlega einmanalegt en með því að vinna í leikhúsi verður maður ekki lengur eins og eyja.“
Menning Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira