Anda að sér ómenguðu kántríi Freyr Bjarnason skrifar 26. ágúst 2013 10:00 „Það verður gaman að koma þarna og anda að okkur ómenguðu kántríi,“ segir Bragi Valdimar Skúlason Baggalútur. Hljómsveitin flýgur í dag til Nashville, höfuðborgar sveitatónlistarinnar. Þar dvelur hún í eina viku við upptökur á næstu plötu sinni sem er væntanleg fyrir jól. Spurður hvort um hreinræktaða kántríplötu sé að ræða segir Bragi það því miður óumflýjanlegt. „Við biðjumst velvirðingar á því fyrir fram en þetta verður þjóðmenningarlegt kántrí.“ Baggalúti til halds og trausts við upptökurnar verða hljóðversspilarar sem hafa áður unnið með sveitinni. „Þetta samstarf byrjaði þegar okkur vantaði sjúklega hratt banjó á fyrstu plötuna, Pabbi þarf að vinna. Hann Ilya Toshinsky, sem er íþróttamaður á banjó, kemur og verður með okkur. Við munum setja upp hattana og bóna sporana og það verður fírað upp í blágresinu.“ Aðspurður hvort eingöngu frumsamin lög verði á plötunni segir Bragi kankvís: „Það hefur verið stefnan hjá okkur. Við stelum bara á jólunum.“ Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Það verður gaman að koma þarna og anda að okkur ómenguðu kántríi,“ segir Bragi Valdimar Skúlason Baggalútur. Hljómsveitin flýgur í dag til Nashville, höfuðborgar sveitatónlistarinnar. Þar dvelur hún í eina viku við upptökur á næstu plötu sinni sem er væntanleg fyrir jól. Spurður hvort um hreinræktaða kántríplötu sé að ræða segir Bragi það því miður óumflýjanlegt. „Við biðjumst velvirðingar á því fyrir fram en þetta verður þjóðmenningarlegt kántrí.“ Baggalúti til halds og trausts við upptökurnar verða hljóðversspilarar sem hafa áður unnið með sveitinni. „Þetta samstarf byrjaði þegar okkur vantaði sjúklega hratt banjó á fyrstu plötuna, Pabbi þarf að vinna. Hann Ilya Toshinsky, sem er íþróttamaður á banjó, kemur og verður með okkur. Við munum setja upp hattana og bóna sporana og það verður fírað upp í blágresinu.“ Aðspurður hvort eingöngu frumsamin lög verði á plötunni segir Bragi kankvís: „Það hefur verið stefnan hjá okkur. Við stelum bara á jólunum.“
Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira