Yrði seint fyrirgefið í Vesturbænum ef ég segði að KR-hjartað væri farið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2013 00:01 Anna Björk er þjálfari 5. flokks kvenna hjá Gróttu. Mynd/Daníel „Maður verður bara gráðugri þegar maður vinnur titil. Maður verður aldrei saddur,“ segir miðvörðurinn Anna Björk Kristjánsdóttir hjá Stjörnunni. Anna Björk og félagar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á miðvikudagskvöldið með 4-0 sigri á Val þótt enn sé fjórum umferðum ólokið. Liðið hefur skorað 50 mörk í fjórtán leikjum en aðeins fengið á sig fjögur mörk. Allt stefnir í að liðið bæti metið yfir fjölda marka fengin á sig frá því sumarið 2011, þegar liðið varð í fyrsta skipti Íslandsmeistari og fékk á sig 14 mörk. „Maður er farinn að setja háar kröfur,“ segir Anna Björk og viðurkennir að það sjóði á henni þegar liðið fær á sig mark. „Ég viðurkenni það. Við hugsum þetta þannig að ef við fáum á okkur mark þá erum við að gleyma okkur.“ Miðvörðurinn hefur farið á kostum í hjarta varnarinnar ásamt hinni átján ára Glódísi Perlu Viggósdóttur. Þá hefur Sandra Sigurðardóttir verið öryggið uppmálað í marki liðsins. Harpa hefur bætt varnarleik sinnAnna Björk er yfirvegaður og kraftmikill leikmaður.Mynd/Daníel„Allar í liðinu vinna varnarvinnuna. Sú samheldni hefur skilað okkur þessum árangri. Miðjumennirnir vinna líka til baka og Harpa (Þorsteinsdóttir) hefur líka bætt varnarvinnuna mikið,“ segir Anna Björk um leiðina að velgengni í varnarleik Garðabæjarliðsins. Anna Björk gekk í raðir Stjörnunnar frá KR veturinn 2008. Þá hafði hún setið á bekknum hjá Vesturbæjarliðinu og taldi tíma til kominn að söðla um. „KR á hlut í mér og mér yrði seint fyrirgefið í Vesturbænum ef ég segði að KR-hjartað væri farið,“ segir Anna Björk. Hún er þó pottþétt á að ákvörðunin hafi verið rétt, enda hefur hún leikið stórt hlutverk hjá Stjörnunni síðan. „Það var kominn smá pirringur og mér fannst ég þurfa tækifæri til að bæta mig í fótbolta. Þau fékk ég ekki hjá KR og þurfti að fá að spila og afla mér reynslu.“ Anna Björk var valin í A-landslið Íslands í fyrsta skipti í sumar og í kjölfarið var hún í 23 manna landsliðshópi Íslands á EM í Svíþjóð. „Það var mjög skemmtilegur mánuður,“ segir Anna Björk um þann hluta júní þegar hún var valin í lokahópinn. Skömmu síðar fékk hún að vita að hún hefði komist í gegnum inntökuprófið í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands. Þar situr hún á skólabekk með Söndru.Anna Björk Kristjánsdóttir.Mynd/DaníelMeð Söndru í sjúkraþjálfaranámi í Háskóla Íslands „Það var mjög skemmtilegt að við skyldum báðar komast inn,“ segir Anna en aðeins 25 komast í sjúkraþjálfun á hverju ári. Hún segir þær Söndru hafa unnið saman í undirbúningi fyrir inntökuprófið, mikið rætt saman og það hafi örugglega einhver áhrif á hve vel þær nái saman inni á vellinum. Henni líst vel á sjúkraþjálfaranámið. Vill ekki sitja á bekknum „Þetta er inni á áhugasviðinu. Svona getur maður líka haldið áfram lengi í fótboltanum og verið á bekknum sem sjúkraþjálfari.“ Anna Björk, sem einnig þjálfar 5. flokk kvenna hjá Gróttu, hefur verið aðeins undir radarnum í sumar. Athyglin hefur beinst að hinni ungu Glódísi Perlu auk Söndru í markinu. „Það skiptir mig engu máli á meðan ég stend mig vel,“ segir Anna Björk. Hún segir Glódísi frábæran leikmann og vonast til að þær geti staðið vaktina í vörninni hjá landsliðinu í framtíðinni. „Það er ekki stefnan að vera alltaf á bekknum. Maður vill alltaf spila,“ segir Anna Björk sem enn á eftir að þreyta frumraun sína með A-landsliðinu. Stjörnustelpur fá bikarinn ekki afhentan fyrr en í lokaumferðinni gegn Blikum. Hún segir marga hafa velt fyrir sér hvers vegna bikarinn hafi ekki verið afhentur eftir stórsigurinn á Val á miðvikudag sem var afar sætur. „Það var ljúft að tryggja sér titilinn á móti Val og verður ljúft lyfta honum svo gegn Blikum. Í bæði skiptin á heimavelli,“ segir Anna Björk sigurreif. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
„Maður verður bara gráðugri þegar maður vinnur titil. Maður verður aldrei saddur,“ segir miðvörðurinn Anna Björk Kristjánsdóttir hjá Stjörnunni. Anna Björk og félagar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á miðvikudagskvöldið með 4-0 sigri á Val þótt enn sé fjórum umferðum ólokið. Liðið hefur skorað 50 mörk í fjórtán leikjum en aðeins fengið á sig fjögur mörk. Allt stefnir í að liðið bæti metið yfir fjölda marka fengin á sig frá því sumarið 2011, þegar liðið varð í fyrsta skipti Íslandsmeistari og fékk á sig 14 mörk. „Maður er farinn að setja háar kröfur,“ segir Anna Björk og viðurkennir að það sjóði á henni þegar liðið fær á sig mark. „Ég viðurkenni það. Við hugsum þetta þannig að ef við fáum á okkur mark þá erum við að gleyma okkur.“ Miðvörðurinn hefur farið á kostum í hjarta varnarinnar ásamt hinni átján ára Glódísi Perlu Viggósdóttur. Þá hefur Sandra Sigurðardóttir verið öryggið uppmálað í marki liðsins. Harpa hefur bætt varnarleik sinnAnna Björk er yfirvegaður og kraftmikill leikmaður.Mynd/Daníel„Allar í liðinu vinna varnarvinnuna. Sú samheldni hefur skilað okkur þessum árangri. Miðjumennirnir vinna líka til baka og Harpa (Þorsteinsdóttir) hefur líka bætt varnarvinnuna mikið,“ segir Anna Björk um leiðina að velgengni í varnarleik Garðabæjarliðsins. Anna Björk gekk í raðir Stjörnunnar frá KR veturinn 2008. Þá hafði hún setið á bekknum hjá Vesturbæjarliðinu og taldi tíma til kominn að söðla um. „KR á hlut í mér og mér yrði seint fyrirgefið í Vesturbænum ef ég segði að KR-hjartað væri farið,“ segir Anna Björk. Hún er þó pottþétt á að ákvörðunin hafi verið rétt, enda hefur hún leikið stórt hlutverk hjá Stjörnunni síðan. „Það var kominn smá pirringur og mér fannst ég þurfa tækifæri til að bæta mig í fótbolta. Þau fékk ég ekki hjá KR og þurfti að fá að spila og afla mér reynslu.“ Anna Björk var valin í A-landslið Íslands í fyrsta skipti í sumar og í kjölfarið var hún í 23 manna landsliðshópi Íslands á EM í Svíþjóð. „Það var mjög skemmtilegur mánuður,“ segir Anna Björk um þann hluta júní þegar hún var valin í lokahópinn. Skömmu síðar fékk hún að vita að hún hefði komist í gegnum inntökuprófið í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands. Þar situr hún á skólabekk með Söndru.Anna Björk Kristjánsdóttir.Mynd/DaníelMeð Söndru í sjúkraþjálfaranámi í Háskóla Íslands „Það var mjög skemmtilegt að við skyldum báðar komast inn,“ segir Anna en aðeins 25 komast í sjúkraþjálfun á hverju ári. Hún segir þær Söndru hafa unnið saman í undirbúningi fyrir inntökuprófið, mikið rætt saman og það hafi örugglega einhver áhrif á hve vel þær nái saman inni á vellinum. Henni líst vel á sjúkraþjálfaranámið. Vill ekki sitja á bekknum „Þetta er inni á áhugasviðinu. Svona getur maður líka haldið áfram lengi í fótboltanum og verið á bekknum sem sjúkraþjálfari.“ Anna Björk, sem einnig þjálfar 5. flokk kvenna hjá Gróttu, hefur verið aðeins undir radarnum í sumar. Athyglin hefur beinst að hinni ungu Glódísi Perlu auk Söndru í markinu. „Það skiptir mig engu máli á meðan ég stend mig vel,“ segir Anna Björk. Hún segir Glódísi frábæran leikmann og vonast til að þær geti staðið vaktina í vörninni hjá landsliðinu í framtíðinni. „Það er ekki stefnan að vera alltaf á bekknum. Maður vill alltaf spila,“ segir Anna Björk sem enn á eftir að þreyta frumraun sína með A-landsliðinu. Stjörnustelpur fá bikarinn ekki afhentan fyrr en í lokaumferðinni gegn Blikum. Hún segir marga hafa velt fyrir sér hvers vegna bikarinn hafi ekki verið afhentur eftir stórsigurinn á Val á miðvikudag sem var afar sætur. „Það var ljúft að tryggja sér titilinn á móti Val og verður ljúft lyfta honum svo gegn Blikum. Í bæði skiptin á heimavelli,“ segir Anna Björk sigurreif.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira