Húðfletta gesti með hávaða Freyr Bjarnason skrifar 3. september 2013 08:00 Bubbi Morthens verður með öfluga rokkara á bak við sig á Rokkjötnum í Kaplakrika. fréttablaðið/valli „Það er bara magnarinn í ellefu, það er ekkert öðruvísi. Það verða engir eyrnatappar með í för,“ segir Bubbi Morthens. Hann verður aðalnúmerið á tónlistarhátíðinni Rokkjötnar sem verður haldin í Kaplakrika í annað sinn þann 5. október. Með Bubba á sviðinu verður einvala lið rokkara: bróðir hans, Bergþór Morthens, Ingó Geirdal úr Dimmu, Flosi Þorgeirsson úr Ham og Björn Stefánsson úr Mínus. „Þetta verður alveg massíft rokk og ról,“ segir Bubbi, sem hlakkar mikið til. Aðspurður segir hann að gömlu góðu lögin með Utangarðsmönnum, Egó og frá sólóferli hans verði spiluð á umræddum tónleikum. „Mér segir svo hugur um að það verði reynt að húðfletta menn með hávaða.“ Alls koma tíu hljómsveitir fram á Rokkjötnum. Auk Bubba og félaga stíga á svið Sólstafir, Agent Fresco, Dimma, Legend, The Vintage Caravan, Saktmóðigur, Kontinuum, Strigaskór nr. 42 og Ophidian I. Miðasala hefst á Midi.is í dag. Snæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld er skipuleggjandi hátíðarinnar. Hann er mjög ánægður með að hafa fengið Bubba til liðs við sig. „Ég er ótrúlega sáttur við að karlinn hafi tekið svona vel í þetta. Þetta nýrra „stöff“ hans er ekki mitt kaffi en það sem hann gerði þegar hann var á fullu í rokkinu er ódauðlegt. Ég stakk því að honum hvort við ættum ekki að setja alvöru rokkhundaband á bak við hann og gera þetta á gamla mátann og hann var miklu meira en til í það. Það er ekkert langt í rokkarann í gamla,“ segir Snæbjörn. Um tvö þúsund manns sóttu Rokkjötna í fyrra og býst Snæbjörn við enn fleiri gestum í ár. „Þetta gekk ótrúlega vel í fyrra. En við þurftum að hafa fyrir því að láta þetta rúlla því við vorum ekki mjög fjársterkir. Maður finnur það núna að fólk veit af þessu og trúir á þetta. Það er búið að kveða niður þessar fáu efasemdarraddir sem maður heyrði í fyrra.“ Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Það er bara magnarinn í ellefu, það er ekkert öðruvísi. Það verða engir eyrnatappar með í för,“ segir Bubbi Morthens. Hann verður aðalnúmerið á tónlistarhátíðinni Rokkjötnar sem verður haldin í Kaplakrika í annað sinn þann 5. október. Með Bubba á sviðinu verður einvala lið rokkara: bróðir hans, Bergþór Morthens, Ingó Geirdal úr Dimmu, Flosi Þorgeirsson úr Ham og Björn Stefánsson úr Mínus. „Þetta verður alveg massíft rokk og ról,“ segir Bubbi, sem hlakkar mikið til. Aðspurður segir hann að gömlu góðu lögin með Utangarðsmönnum, Egó og frá sólóferli hans verði spiluð á umræddum tónleikum. „Mér segir svo hugur um að það verði reynt að húðfletta menn með hávaða.“ Alls koma tíu hljómsveitir fram á Rokkjötnum. Auk Bubba og félaga stíga á svið Sólstafir, Agent Fresco, Dimma, Legend, The Vintage Caravan, Saktmóðigur, Kontinuum, Strigaskór nr. 42 og Ophidian I. Miðasala hefst á Midi.is í dag. Snæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld er skipuleggjandi hátíðarinnar. Hann er mjög ánægður með að hafa fengið Bubba til liðs við sig. „Ég er ótrúlega sáttur við að karlinn hafi tekið svona vel í þetta. Þetta nýrra „stöff“ hans er ekki mitt kaffi en það sem hann gerði þegar hann var á fullu í rokkinu er ódauðlegt. Ég stakk því að honum hvort við ættum ekki að setja alvöru rokkhundaband á bak við hann og gera þetta á gamla mátann og hann var miklu meira en til í það. Það er ekkert langt í rokkarann í gamla,“ segir Snæbjörn. Um tvö þúsund manns sóttu Rokkjötna í fyrra og býst Snæbjörn við enn fleiri gestum í ár. „Þetta gekk ótrúlega vel í fyrra. En við þurftum að hafa fyrir því að láta þetta rúlla því við vorum ekki mjög fjársterkir. Maður finnur það núna að fólk veit af þessu og trúir á þetta. Það er búið að kveða niður þessar fáu efasemdarraddir sem maður heyrði í fyrra.“
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira