Kenzo setti engar reglur Sara McMahon skrifar 3. september 2013 07:00 Hulda Halldóra Tryggvadóttir stílisti var beðin um að gera myndaþátt fyrir Kenzo Paris. „Þetta er myndaþáttur sem verður birtur á heimasíðu Kenzo. Þau halda úti bloggi á heimasíðunni og myndirnar verða birtar þar. Ég sá um að stílisera og Fríða María Harðardóttir sá um hár og förðun,“ segir Hulda Halldóra Tryggvadóttir stílisti. Hún hafði umsjón með stíliseringu fyrir myndaþátt sem tekinn var hér á landi fyrir tískuhúsið Kenzo Paris, en merkið gekk í endurnýjun lífdaga eftir að hönnuðirnir Carol Lim og Humberto Leon tóku við sem aðalhönnuðir þess í júlí 2011. Spurð út í verkefnið fyrir Kenzo segist Hulda Halldóra hafa fengið nokkuð frjálsar hendur við vinnuna. „Þetta er ný lína fyrir næsta vetur sem heitir Flying Tigers og í henni er hlébarðamynstur ríkjandi. Ég fékk flíkurnar sendar og átti svo að setja saman átta til tíu „look“. Mér voru engar reglur settar, þannig að þetta var mjög skemmtilegt og skapandi verkefni.“ Hulda Halldóra hefur starfað sem stílisti í rúm fjögur ár og vinnur meðal annars í búningadeild Latabæjar. „Ég hef aðallega unnið við auglýsingar en einnig kvikmyndir og svo ýmis önnur verkefni. Nýverið sá ég um búningana í myndinni Grafir og bein sem kemur út snemma á næsta ári. Stílistastarfið er mjög fjölbreytt og skemmtilegt; besta starf í heimi,“ segir hún glaðlega. Þegar hún er að lokum spurð út í framtíðaráform sín segist hún vera með ýmislegt á prjónunum. „Framtíðin er enn óráðin, ég ætla þó að byrja á því að fara í frí til Indónesíu um áramótin,“ segir hún að lokum. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Þetta er myndaþáttur sem verður birtur á heimasíðu Kenzo. Þau halda úti bloggi á heimasíðunni og myndirnar verða birtar þar. Ég sá um að stílisera og Fríða María Harðardóttir sá um hár og förðun,“ segir Hulda Halldóra Tryggvadóttir stílisti. Hún hafði umsjón með stíliseringu fyrir myndaþátt sem tekinn var hér á landi fyrir tískuhúsið Kenzo Paris, en merkið gekk í endurnýjun lífdaga eftir að hönnuðirnir Carol Lim og Humberto Leon tóku við sem aðalhönnuðir þess í júlí 2011. Spurð út í verkefnið fyrir Kenzo segist Hulda Halldóra hafa fengið nokkuð frjálsar hendur við vinnuna. „Þetta er ný lína fyrir næsta vetur sem heitir Flying Tigers og í henni er hlébarðamynstur ríkjandi. Ég fékk flíkurnar sendar og átti svo að setja saman átta til tíu „look“. Mér voru engar reglur settar, þannig að þetta var mjög skemmtilegt og skapandi verkefni.“ Hulda Halldóra hefur starfað sem stílisti í rúm fjögur ár og vinnur meðal annars í búningadeild Latabæjar. „Ég hef aðallega unnið við auglýsingar en einnig kvikmyndir og svo ýmis önnur verkefni. Nýverið sá ég um búningana í myndinni Grafir og bein sem kemur út snemma á næsta ári. Stílistastarfið er mjög fjölbreytt og skemmtilegt; besta starf í heimi,“ segir hún glaðlega. Þegar hún er að lokum spurð út í framtíðaráform sín segist hún vera með ýmislegt á prjónunum. „Framtíðin er enn óráðin, ég ætla þó að byrja á því að fara í frí til Indónesíu um áramótin,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira