Ragna Lóa lofaði að halda partí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2013 06:30 Leikmenn Fylkis fögnuðu að vonum sigrinum á Grindavík á þriðjudagskvöldið Mynd/Einar Ásgeirsson „Þetta voru erfiðir leikir og mesta mótspyrnan sem við höfum fengið í sumar. Þær voru baráttuglaðar og góðar. Við þurftum að hafa fyrir þessu,“ segir Anna Björg Björnsdóttir, framherji Fylkis. Anna Björg skoraði þrennu fyrir Árbæjarliðið þegar liðið vann 3-2 sigur á Grindavík í undanúrslitum 1. deildar. Fylkir vann 3-1 sigur í fyrri leiknum og því 6-3 sigur samanlagt. Fylkir féll nokkuð óvænt úr efstu deild síðastliðið sumar. Þrír leikmenn héldu á braut en aðrir stóðu vaktina í deild þeirra næstbestu. „Við erum svo margar uppaldar og með stórt Fylkishjarta,“ segir framherjinn 31 árs gamli sem átti þess kost að ganga til liðs við sterk félög í efstu deild. „Það eru spennandi tímar fram undan í Árbænum,“ segir Anna Björg. Hún hefur skorað 32 mörk í 21 leik með Fylki í öllum keppnum í sumar. Þrátt fyrir að hafa raðað inn mörkunum undanfarin ár hafa tækifæri í íslenska landsliðinu verið af skornum skammti. Hún var þó í fjörutíu manna æfingahópi Sigurðar Ragnars um áramótin en var mikið meidd í vetur og gat ekki hafið æfingar af krafti fyrr en í apríl. Því gat hún ekki sýnt sig á æfingum með landsliðinu. „Ef ég hefði spilað í allan vetur hefði ég kannski getað komist í EM-hópinn. Maður veit aldrei.“ Anna Björg segir ekki í spilunum að taka þátt í fallbaráttu í efstu deild á næstu leiktíð hvað sig varðar. Fylkir hafi verið í efstu deild frá árinu 2006 þar til liðið féll í fyrra. „Við þurfum að bæta við okkur fjórum til fimm sterkum leikmönnum,“ segir framherjinn. Liðið missti Heiðu Dröfn Antonsdóttur í FH og Rúnu Sif Stefánsdóttur í Stjörnuna, auk þess sem Eyrún Rakel Agnarsdóttir skipti yfir í Fram. Anna Björg hlær þegar hún er spurð hvort Fylkisstelpurnar séu búnar að fyrirgefa svikin. „Maður skilur vel að leikmenn vilji leika í efstu deild,“ segir Anna Björg og segir þær allar velkomnar aftur. Reyndar séu allir velkomnir í Árbæinn, enda gerist stemmningin ekki betri en þar. Fylkir mætir ÍA í úrslitaleik 1. deildar á laugardaginn. Bæði lið hafa tryggt sæti sitt í deild þeirra bestu og leikurinn því aukaatriði að mati sumra. Því er markadrottning Fylkis ekki sammála. „Við viljum vinna bikar og ætlum að klára þetta með stæl,“ segir Anna Björg. Hún minnir á að með sigri hafi Fylkir farið ósigraður í gegnum Íslandsmótið. Þá geti Árbæjarstelpurnar, sem þekktar hafa verið fyrir að kunna að skemmta sér, slett úr klaufunum um kvöldið fáist leyfi hjá Rögnu Lóu Stefánsdóttur, þjálfara liðsins. „Það er eins gott að Ragna haldi fyrir okkur almennilegt partí. Hún var búin að lofa því.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
„Þetta voru erfiðir leikir og mesta mótspyrnan sem við höfum fengið í sumar. Þær voru baráttuglaðar og góðar. Við þurftum að hafa fyrir þessu,“ segir Anna Björg Björnsdóttir, framherji Fylkis. Anna Björg skoraði þrennu fyrir Árbæjarliðið þegar liðið vann 3-2 sigur á Grindavík í undanúrslitum 1. deildar. Fylkir vann 3-1 sigur í fyrri leiknum og því 6-3 sigur samanlagt. Fylkir féll nokkuð óvænt úr efstu deild síðastliðið sumar. Þrír leikmenn héldu á braut en aðrir stóðu vaktina í deild þeirra næstbestu. „Við erum svo margar uppaldar og með stórt Fylkishjarta,“ segir framherjinn 31 árs gamli sem átti þess kost að ganga til liðs við sterk félög í efstu deild. „Það eru spennandi tímar fram undan í Árbænum,“ segir Anna Björg. Hún hefur skorað 32 mörk í 21 leik með Fylki í öllum keppnum í sumar. Þrátt fyrir að hafa raðað inn mörkunum undanfarin ár hafa tækifæri í íslenska landsliðinu verið af skornum skammti. Hún var þó í fjörutíu manna æfingahópi Sigurðar Ragnars um áramótin en var mikið meidd í vetur og gat ekki hafið æfingar af krafti fyrr en í apríl. Því gat hún ekki sýnt sig á æfingum með landsliðinu. „Ef ég hefði spilað í allan vetur hefði ég kannski getað komist í EM-hópinn. Maður veit aldrei.“ Anna Björg segir ekki í spilunum að taka þátt í fallbaráttu í efstu deild á næstu leiktíð hvað sig varðar. Fylkir hafi verið í efstu deild frá árinu 2006 þar til liðið féll í fyrra. „Við þurfum að bæta við okkur fjórum til fimm sterkum leikmönnum,“ segir framherjinn. Liðið missti Heiðu Dröfn Antonsdóttur í FH og Rúnu Sif Stefánsdóttur í Stjörnuna, auk þess sem Eyrún Rakel Agnarsdóttir skipti yfir í Fram. Anna Björg hlær þegar hún er spurð hvort Fylkisstelpurnar séu búnar að fyrirgefa svikin. „Maður skilur vel að leikmenn vilji leika í efstu deild,“ segir Anna Björg og segir þær allar velkomnar aftur. Reyndar séu allir velkomnir í Árbæinn, enda gerist stemmningin ekki betri en þar. Fylkir mætir ÍA í úrslitaleik 1. deildar á laugardaginn. Bæði lið hafa tryggt sæti sitt í deild þeirra bestu og leikurinn því aukaatriði að mati sumra. Því er markadrottning Fylkis ekki sammála. „Við viljum vinna bikar og ætlum að klára þetta með stæl,“ segir Anna Björg. Hún minnir á að með sigri hafi Fylkir farið ósigraður í gegnum Íslandsmótið. Þá geti Árbæjarstelpurnar, sem þekktar hafa verið fyrir að kunna að skemmta sér, slett úr klaufunum um kvöldið fáist leyfi hjá Rögnu Lóu Stefánsdóttur, þjálfara liðsins. „Það er eins gott að Ragna haldi fyrir okkur almennilegt partí. Hún var búin að lofa því.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn