"Þetta er óður til blýantsins“ Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. september 2013 11:00 Ég er hér með teikningar sem er raðað upp eins og þær séu myndasaga en þó er enginn þráður í þeirri sögu,“ segir Sigrún. Fréttablaðið/Pjetur „Ég er hér að góna á myndirnar mínar og spá í hvernig þær spili best saman,“ segir Sigrún Eldjárn, rithöfundur og myndlistarmaður, glaðlega, stödd í Listasafni ASÍ vegna sýningar sem hún opnar þar 7. september. „Titill sýningarinnar, Teiknivísindi – sjö níu þrettán kann að vekja upp spurningar,“ segir hún hlæjandi. „Það er vitaskuld ekki til neitt sem kallast teiknivísindi. Álíka gáfulegt er að tala um slík vísindi og að banka í tré og segja: „sjö níu þrettán“ til að koma í veg fyrir að eitthvað óheppilegt hendi mann. En sjö níu þrettán er dagsetning opnunarinnar og frá og með þeim degi eru teiknivísindi orðin til!“ Sigrún bendir á að teikningar séu ríkjandi á sýningunni. „En af því að hér í Listasafni ASÍ eru margar vistarverur og ég legg undir mig allt húsið, þá skipti ég þessu upp,“ segir hún og lýsir nánar. „Í Ásmundarsal er ég með blýantsteikningar sem er raðað upp eins og þær séu myndasaga en þó er enginn þráður í þeirri sögu. Í arinstofunni eru myndskreytingar úr barnabókunum, meðal annars úr nýrri og æsispennandi bók sem heitir Strokubörnin á Skuggaskeri og kemur út í lok september. Þar er líka fullt af bókum til að skoða og í Gryfjunni er ég með innsetningu. Hún er gerð úr hekluðum dýrum sem verða fest á vegginn og látin passa inn í gullinsniðsformið.“ Blýantar koma mikið við sögu á sýningunni, ekki bara gegnum teikningarnar heldur líka blýantarnir sjálfir. „Þetta er óður til blýantsins sem hefur verið mitt atvinnutæki alla tíð,“ útskýrir Sigrún. En skyldi hún mikið hafa heklað? „Ég hef gegnum árin haft svolítið gaman af að hekla, að byrja á einni lykkju og láta svo hugmyndaflugið leiða mig áfram.“ Menning Tengdar fréttir Ragnheiður í óperunni í vor Íslenska óperan hefur tryggt sér sýningarrétt á Ragnheiði, hinni nýju óperu Gunnars Þórðarsonar og Friðriks Erlingssonar, sem var flutt í tónleikaformi í Skálholti fyrir skemmstu. 6. september 2013 12:00 Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég er hér að góna á myndirnar mínar og spá í hvernig þær spili best saman,“ segir Sigrún Eldjárn, rithöfundur og myndlistarmaður, glaðlega, stödd í Listasafni ASÍ vegna sýningar sem hún opnar þar 7. september. „Titill sýningarinnar, Teiknivísindi – sjö níu þrettán kann að vekja upp spurningar,“ segir hún hlæjandi. „Það er vitaskuld ekki til neitt sem kallast teiknivísindi. Álíka gáfulegt er að tala um slík vísindi og að banka í tré og segja: „sjö níu þrettán“ til að koma í veg fyrir að eitthvað óheppilegt hendi mann. En sjö níu þrettán er dagsetning opnunarinnar og frá og með þeim degi eru teiknivísindi orðin til!“ Sigrún bendir á að teikningar séu ríkjandi á sýningunni. „En af því að hér í Listasafni ASÍ eru margar vistarverur og ég legg undir mig allt húsið, þá skipti ég þessu upp,“ segir hún og lýsir nánar. „Í Ásmundarsal er ég með blýantsteikningar sem er raðað upp eins og þær séu myndasaga en þó er enginn þráður í þeirri sögu. Í arinstofunni eru myndskreytingar úr barnabókunum, meðal annars úr nýrri og æsispennandi bók sem heitir Strokubörnin á Skuggaskeri og kemur út í lok september. Þar er líka fullt af bókum til að skoða og í Gryfjunni er ég með innsetningu. Hún er gerð úr hekluðum dýrum sem verða fest á vegginn og látin passa inn í gullinsniðsformið.“ Blýantar koma mikið við sögu á sýningunni, ekki bara gegnum teikningarnar heldur líka blýantarnir sjálfir. „Þetta er óður til blýantsins sem hefur verið mitt atvinnutæki alla tíð,“ útskýrir Sigrún. En skyldi hún mikið hafa heklað? „Ég hef gegnum árin haft svolítið gaman af að hekla, að byrja á einni lykkju og láta svo hugmyndaflugið leiða mig áfram.“
Menning Tengdar fréttir Ragnheiður í óperunni í vor Íslenska óperan hefur tryggt sér sýningarrétt á Ragnheiði, hinni nýju óperu Gunnars Þórðarsonar og Friðriks Erlingssonar, sem var flutt í tónleikaformi í Skálholti fyrir skemmstu. 6. september 2013 12:00 Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ragnheiður í óperunni í vor Íslenska óperan hefur tryggt sér sýningarrétt á Ragnheiði, hinni nýju óperu Gunnars Þórðarsonar og Friðriks Erlingssonar, sem var flutt í tónleikaformi í Skálholti fyrir skemmstu. 6. september 2013 12:00