Lifum og deyjum eins og blómin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. september 2013 13:00 „Í stað þess að verða einmana og þunglynd er ég bara glöð og ánægð innan um litina,“ segir Sigrún. Fréttablaðið/GVA Sigrún Sigurðardóttir frá Möðruvöllum hefur opnað málverkasýningu í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. „Ég byrjaði að mála 1998. Þá var ég stödd suður á Spáni. Sonur minn bjó þar og ég var hjá honum. Ég var mikið ein heima en það voru litir og strigi á borðstofuborðinu og ég fór að fikta. Þegar sonurinn sá til mín varð hann alveg undrandi og sagði: „Mamma, þú getur bara málað,“ Síðan hef ég verið óstöðvandi og mér finnst það ein mesta guðsgjöf sem ég hef hlotið.“ Þannig lýsir Sigrún Sigurðardóttir frá Möðruvöllum tildrögum þess að hún hóf að fást við listmálun. Afrakstur þeirrar iðju sýnir hún um þessar mundir í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. Sigrún var sjúkraliði í 37 ár. Hún vann til 74 ára aldurs og var þá búin að kynnast myndlistinni. Það er hún þakklát fyrir. „Í stað þess að verða einmana og þunglynd er ég bara glöð og ánægð innan um litina,“ segir hún og geislar. Blóm eru áberandi í myndum Sigrúnar. „Mér þykir jafnvænt um manneskjurnar og blómin og ferðalag okkar er svo líkt. Við byrjum sem fræ og vöxum upp, þegar við höfum sprungið út hefst hnignunin og svo deyjum við eins og blómin.“ Sýningin stendur til 13. október og er opin virka daga frá 11 til 16 og á sunnudögum frá 12 til 15. Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sigrún Sigurðardóttir frá Möðruvöllum hefur opnað málverkasýningu í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. „Ég byrjaði að mála 1998. Þá var ég stödd suður á Spáni. Sonur minn bjó þar og ég var hjá honum. Ég var mikið ein heima en það voru litir og strigi á borðstofuborðinu og ég fór að fikta. Þegar sonurinn sá til mín varð hann alveg undrandi og sagði: „Mamma, þú getur bara málað,“ Síðan hef ég verið óstöðvandi og mér finnst það ein mesta guðsgjöf sem ég hef hlotið.“ Þannig lýsir Sigrún Sigurðardóttir frá Möðruvöllum tildrögum þess að hún hóf að fást við listmálun. Afrakstur þeirrar iðju sýnir hún um þessar mundir í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. Sigrún var sjúkraliði í 37 ár. Hún vann til 74 ára aldurs og var þá búin að kynnast myndlistinni. Það er hún þakklát fyrir. „Í stað þess að verða einmana og þunglynd er ég bara glöð og ánægð innan um litina,“ segir hún og geislar. Blóm eru áberandi í myndum Sigrúnar. „Mér þykir jafnvænt um manneskjurnar og blómin og ferðalag okkar er svo líkt. Við byrjum sem fræ og vöxum upp, þegar við höfum sprungið út hefst hnignunin og svo deyjum við eins og blómin.“ Sýningin stendur til 13. október og er opin virka daga frá 11 til 16 og á sunnudögum frá 12 til 15.
Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira