Þórey Eyþórsdóttir með líflega listsýningu í SÍM-salnum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. september 2013 11:00 Listakonan Þórey notar margs konar aðferðir við listsköpun sína. Hún kann til dæmis að vefa. Fréttablaðið/Pjetur „Ég nota margvísleg efni í listaverkin mín og beiti blandaðri tækni, sumt er til dæmis saumað og annað límt,“ segir Þórey Eyþórsdóttir myndlistarkona, sálfræðingur og talmeinafræðingur glaðlega. Hún telur upp silki, ull, loðskinn, leður, roðskinn, flauel, bómull, vírnet og steina frá Djúpalónssandi sem dæmi um efnivið í verkunum. Þórey heldur sýningu í sal Sambands íslenskra myndlistarmanna að Hafnarstræti 16 í Reykjavík. Sýninguna nefnir hún Frá einu til annars. Þar er hún meðal annars með nokkrar litlar landslagsmyndir og eitt verkanna varð til eftir að þrjár afrískar konur fengu friðarverlaun Nóbels 2011. Flottar og stoltar konur. Þórey hefur haldið margar myndlistarsýningar hér á landi, í Noregi og Danmörku og tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýning hennar í SÍM-salnum stendur til 25. september og er opin alla virka daga frá klukkan 10 til 16. Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég nota margvísleg efni í listaverkin mín og beiti blandaðri tækni, sumt er til dæmis saumað og annað límt,“ segir Þórey Eyþórsdóttir myndlistarkona, sálfræðingur og talmeinafræðingur glaðlega. Hún telur upp silki, ull, loðskinn, leður, roðskinn, flauel, bómull, vírnet og steina frá Djúpalónssandi sem dæmi um efnivið í verkunum. Þórey heldur sýningu í sal Sambands íslenskra myndlistarmanna að Hafnarstræti 16 í Reykjavík. Sýninguna nefnir hún Frá einu til annars. Þar er hún meðal annars með nokkrar litlar landslagsmyndir og eitt verkanna varð til eftir að þrjár afrískar konur fengu friðarverlaun Nóbels 2011. Flottar og stoltar konur. Þórey hefur haldið margar myndlistarsýningar hér á landi, í Noregi og Danmörku og tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýning hennar í SÍM-salnum stendur til 25. september og er opin alla virka daga frá klukkan 10 til 16.
Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira