Ný lína undir áhrifum frá Audrey Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 12. september 2013 09:30 Jóhanna María Oppong hannar undir merkinu Troja. MYND/GVA Ég fór á fullt með hugmyndina fyrir einu og hálfu ári eftir að hafa tekið þátt í viðskiptaáætlunarsamkeppni Opna Háskólans, FKA og Íslandsbanka. Ég frumsýndi línuna svo í júlí á hátíðinni Eldur í Húnaþingi á Hvammstanga, mínum heimaslóðum,“ segir Jóhanna María Oppong kjólaklæðskeri en hún hannar kvenfatnað undir merkinu Troja. Jóhanna segir fyrstu fatalínuna vera undir áhrifum frá sjötta áratugnum og anda Audrey Hepburn svífa yfir vötnum. Þá vinni hún undir hugmyndafræði „slow fashion“. „Sú hugmyndafræði stýrir því svolítið hvernig fötin eru, að hægt sé að fá sem mest út úr hverri flík og hægt sé að breyta um útlit án mikillar fyrirhafnar,“ segir Jóhanna. „Ég byggi á svörtum grunnkjól sem hægt er að nota mismunandi toppa við. Toppinn má svo vera í yfir bol við pils eða buxur. Topparnir eru í nokkrum litum og sumir með áfastri slæðu í hálsmálið sem má þá binda á mismunandi vegu. Svo er hægt að fá suma toppana með slóða sem hægt er að taka af ef vill en þá áttu í raun kápu og topp í einni og sömu flíkinni. Ég vil líka vinna línuna á eins umhverfisvænan hátt og ég get og vel til dæmis slitsterk efni sem halda vel lit.“ Jóhanna er einnig viðskiptafræðingur að mennt og starfar í banka þegar hún situr ekki við saumavélina. Það segir hún einnig hafa áhrif á hönnunina. Hún hanni fyrir konur í viðskiptaheiminum. „Ég geng út frá því að ef ég get sjálf hugsað mér að nota flíkina í vinnunni þá eigi hún heima í línunni.“ En hvernig finnur hún lausa stund til að sinna saumum? „Ég á tvær litlar stelpur og mann svo það er auðvitað nóg að gera. Ég sit ekkert og horfi á sjónvarpið á kvöldin,“ segir hún hlæjandi. „En þegar maður hefur ástríðu fyrir einhverju þá hefur maður alltaf tíma.“ Jóhanna heldur úti vefversluninni www.troja.is og einnig má fylgjast með Troja á Facebook. Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Ég fór á fullt með hugmyndina fyrir einu og hálfu ári eftir að hafa tekið þátt í viðskiptaáætlunarsamkeppni Opna Háskólans, FKA og Íslandsbanka. Ég frumsýndi línuna svo í júlí á hátíðinni Eldur í Húnaþingi á Hvammstanga, mínum heimaslóðum,“ segir Jóhanna María Oppong kjólaklæðskeri en hún hannar kvenfatnað undir merkinu Troja. Jóhanna segir fyrstu fatalínuna vera undir áhrifum frá sjötta áratugnum og anda Audrey Hepburn svífa yfir vötnum. Þá vinni hún undir hugmyndafræði „slow fashion“. „Sú hugmyndafræði stýrir því svolítið hvernig fötin eru, að hægt sé að fá sem mest út úr hverri flík og hægt sé að breyta um útlit án mikillar fyrirhafnar,“ segir Jóhanna. „Ég byggi á svörtum grunnkjól sem hægt er að nota mismunandi toppa við. Toppinn má svo vera í yfir bol við pils eða buxur. Topparnir eru í nokkrum litum og sumir með áfastri slæðu í hálsmálið sem má þá binda á mismunandi vegu. Svo er hægt að fá suma toppana með slóða sem hægt er að taka af ef vill en þá áttu í raun kápu og topp í einni og sömu flíkinni. Ég vil líka vinna línuna á eins umhverfisvænan hátt og ég get og vel til dæmis slitsterk efni sem halda vel lit.“ Jóhanna er einnig viðskiptafræðingur að mennt og starfar í banka þegar hún situr ekki við saumavélina. Það segir hún einnig hafa áhrif á hönnunina. Hún hanni fyrir konur í viðskiptaheiminum. „Ég geng út frá því að ef ég get sjálf hugsað mér að nota flíkina í vinnunni þá eigi hún heima í línunni.“ En hvernig finnur hún lausa stund til að sinna saumum? „Ég á tvær litlar stelpur og mann svo það er auðvitað nóg að gera. Ég sit ekkert og horfi á sjónvarpið á kvöldin,“ segir hún hlæjandi. „En þegar maður hefur ástríðu fyrir einhverju þá hefur maður alltaf tíma.“ Jóhanna heldur úti vefversluninni www.troja.is og einnig má fylgjast með Troja á Facebook.
Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira