Pressa III tilnefnd til Prix Europa Friðrika Benónýsdóttir skrifar 14. september 2013 11:00 Óskar Jónasson leikstýrði Pressu III og var jafnframt einn handritshöfunda. Hann segir tilnefninguna staðfesta gæði seríunnar. réttablaðið/ Fréttablaðið/GVA Sjónvarpsserían Pressa III er tilnefnd til evrópsku sjónvarpsverðlaunanna Prix Europa 2013 sem besta evrópska dramaserían. Óskar Jónasson leikstýrði þáttaröðinni. "Þetta er bara mjög jákvæð tilfinning,“ segir Óskar Jónasson, leikstjóri og einn handritshöfundur Pressu III, spurður hvernig þessi tilnefning leggist í hann. „Það hefur verið mín tilfinning að hver sería af Pressu hafi verið sterkari en sú á undan og mér finnst þetta vera staðfesting á því.“ Í ár bárust dómnefnd Prix Europa rúmlega 670 innsendingar frá 35 löndum í Evrópu og Óskar segir rjómann af evrópsku sjónvarpsefni vera tilnefndan til þessara virtu verðlauna. „Þetta eru nokkurs konar Emmy-verðlaun Evrópu, stór og virt hátíð og það er mikill heiður að vera meðal þeirra tilnefndu.“ Spurður hvort vinna sé hafin við fjórðu seríu Pressu segir Óskar að það séu farnar af stað vangaveltur og bollaleggingar en ekki sé búið að taka ákvörðun um framleiðslu. „Þessi tilnefning ýtir væntanlega undir það að hún verði framleidd og við stefnum auðvitað að því að hún verði enn betri en Pressa III,“ segir hann. Pressa III var framleidd af Sagafilm og frumsýnd á Stöð 2 haustið 2012. Serían var tilnefnd til tíu Edduverðlauna árið 2013 og hlaut verðlaun í flokknum Leikið sjónvarpsefni ársins. Þá fékk aðalleikkonan Sara Dögg Ásgeirsdóttir verðlaun fyrir bestu frammistöðu leikkonu í aðalhlutverki. Óskar leikstýrði og skrifaði jafnframt handritið ásamt Jóhanni Ævari Grímssyni, Margréti Örnólfsdóttur og Sigurjóni Kjartanssyni. Menning Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sjónvarpsserían Pressa III er tilnefnd til evrópsku sjónvarpsverðlaunanna Prix Europa 2013 sem besta evrópska dramaserían. Óskar Jónasson leikstýrði þáttaröðinni. "Þetta er bara mjög jákvæð tilfinning,“ segir Óskar Jónasson, leikstjóri og einn handritshöfundur Pressu III, spurður hvernig þessi tilnefning leggist í hann. „Það hefur verið mín tilfinning að hver sería af Pressu hafi verið sterkari en sú á undan og mér finnst þetta vera staðfesting á því.“ Í ár bárust dómnefnd Prix Europa rúmlega 670 innsendingar frá 35 löndum í Evrópu og Óskar segir rjómann af evrópsku sjónvarpsefni vera tilnefndan til þessara virtu verðlauna. „Þetta eru nokkurs konar Emmy-verðlaun Evrópu, stór og virt hátíð og það er mikill heiður að vera meðal þeirra tilnefndu.“ Spurður hvort vinna sé hafin við fjórðu seríu Pressu segir Óskar að það séu farnar af stað vangaveltur og bollaleggingar en ekki sé búið að taka ákvörðun um framleiðslu. „Þessi tilnefning ýtir væntanlega undir það að hún verði framleidd og við stefnum auðvitað að því að hún verði enn betri en Pressa III,“ segir hann. Pressa III var framleidd af Sagafilm og frumsýnd á Stöð 2 haustið 2012. Serían var tilnefnd til tíu Edduverðlauna árið 2013 og hlaut verðlaun í flokknum Leikið sjónvarpsefni ársins. Þá fékk aðalleikkonan Sara Dögg Ásgeirsdóttir verðlaun fyrir bestu frammistöðu leikkonu í aðalhlutverki. Óskar leikstýrði og skrifaði jafnframt handritið ásamt Jóhanni Ævari Grímssyni, Margréti Örnólfsdóttur og Sigurjóni Kjartanssyni.
Menning Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira