Suður-afríski rithöfundurinn Masande Ntshanga hlaut Nýræktarverðlaun PEN International fyrir verk sitt Space.
Rithöfundurinn og dómnefndarmeðlimurinn Alain Mabanckou tilkynnti um verðlaunin og verðlaunaféð, 1.000 Bandaríkjadali, á Bókmenntahátíð í Reykjavík, nánar tiltekið á hinu 79. heimsþingi PEN International.
Nýræktarverðlaunin eru veitt óútgefnum höfundum sem tilnefndir eru af deildum PEN í hverju landi fyrir sig. Í ár voru einnig tilnefnd þau José Pablo Salas frá Mexíkó og Claire Battershill frá Kanada.
Masande Ntshanga hlaut Nýræktarverðlaun PEN
