Kynferði ræður ekki efnisvali Friðrika Benónýsdóttir skrifar 14. september 2013 10:00 Auður Ava veltir fyrir sér klisjunni um mismunandi viðfangsefnum karla og kvenna í skáldskap Fréttablaðið/Anton Dvergar og stríð nefnist fyrirlestur sem Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur flytur í Norræna húsinu í dag. Þar skoðar hún klisjur um mun á efnisvali kynjanna. "Ég ætla til dæmis að fjalla um þá hugmynd að það sem höfundar skrifa um helgist að einhverju leyti af þjóðerni þeirra eða kynferði,“ segir Auður Ava Ólafsdóttir um efni fyrirlestrarins Dvergar og stríð sem hún flytur í Norræna húsinu í dag. „Það er stundum sagt að karlar skrifi um stríð og heimssögulega viðburði á meðan konur skrifi um það sem gerist í svefnherbergjum fólks og eldhúsum.“ Auður Ava hyggst í fyrirlestrinum hrekja þessar kenningar og sýna fram á að það hvað fólk skrifi um hafi ekkert með ríkisfang eða kyn að gera. Þess utan mun Auður minnast á hávaxnar og smávaxnar sögupersónur og velta fyrir sér hugmyndum um eyjar og meginlönd bókmenntanna. „Ég ætla að reyna að vera ekki voðalega sjálfhverf, en mun þó minnast á sögupersónu eftir mig sem er dvergur, býr í kjallara og er alltaf að leita að nógu háleitu umfjöllunarefni í skáldsögu.“ Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Dvergar og stríð nefnist fyrirlestur sem Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur flytur í Norræna húsinu í dag. Þar skoðar hún klisjur um mun á efnisvali kynjanna. "Ég ætla til dæmis að fjalla um þá hugmynd að það sem höfundar skrifa um helgist að einhverju leyti af þjóðerni þeirra eða kynferði,“ segir Auður Ava Ólafsdóttir um efni fyrirlestrarins Dvergar og stríð sem hún flytur í Norræna húsinu í dag. „Það er stundum sagt að karlar skrifi um stríð og heimssögulega viðburði á meðan konur skrifi um það sem gerist í svefnherbergjum fólks og eldhúsum.“ Auður Ava hyggst í fyrirlestrinum hrekja þessar kenningar og sýna fram á að það hvað fólk skrifi um hafi ekkert með ríkisfang eða kyn að gera. Þess utan mun Auður minnast á hávaxnar og smávaxnar sögupersónur og velta fyrir sér hugmyndum um eyjar og meginlönd bókmenntanna. „Ég ætla að reyna að vera ekki voðalega sjálfhverf, en mun þó minnast á sögupersónu eftir mig sem er dvergur, býr í kjallara og er alltaf að leita að nógu háleitu umfjöllunarefni í skáldsögu.“
Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira