Stjórnin útilokar ekki Eurovision Gunnar Lárus Pálsson skrifar 16. september 2013 09:15 „Við vildum ná öllum mannskapnum saman í tilefni afmælisins,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona Stjórnarinnar. Á afmælistónleikum í Háskólabíói í október koma margir fyrrverandi Stjórnarmeðlimir fram en liðskipan sveitarinnar hefur verið breytileg á milli tímabila. „Þetta verður í fyrsta skipti sem gamla Stjórnin kemur saman síðan árið 1991, Stjórnin sem vann Landslagið árið 1989 með laginu Við eigum samleið og fór í Eurovision árið 1990 með lagið Eitt lag enn,“ segir Sigríður um tónleikana. Stjórnin hefur gefið út sjö plötur og geisladiska á ferlinum. „Fyrsta platan okkar, Eitt lag enn, kom út um vorið 1990, rétt eftir Eurovision. Það þótti ekki gáfulegt að gefa út plötu að vori, því jólin höfðu alltaf verið besti tíminn í plötuútgáfu og -sölu. Salan gekk samt mjög vel og varð hún ein af söluhæstu plötum ársins,“ segir Sigríður um fyrstu plötuna. Stjórnin hefur tvisvar farið fyrir hönd Íslands í Eurovision, árið 1991 og 1992. „Það er aldrei að vita hvað gerist,“ svarar Sigríður þegar spurt er hvort Stjórnin fari aftur í Eurovision. „Við erum að vinna í nýju lagi sem mun líta dagsins ljós fljótlega. Þetta er ekta stuðlag, eftir Grétar Örvarsson og Friðrik Karlsson,“ bætir Sigríður við. Óhætt er að segja að mikið stuð verði í Háskólabíói 25. október, þar sem saga Stjórnarinnar verður rakin og öll vinsælustu lögin verða leikin. Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við vildum ná öllum mannskapnum saman í tilefni afmælisins,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona Stjórnarinnar. Á afmælistónleikum í Háskólabíói í október koma margir fyrrverandi Stjórnarmeðlimir fram en liðskipan sveitarinnar hefur verið breytileg á milli tímabila. „Þetta verður í fyrsta skipti sem gamla Stjórnin kemur saman síðan árið 1991, Stjórnin sem vann Landslagið árið 1989 með laginu Við eigum samleið og fór í Eurovision árið 1990 með lagið Eitt lag enn,“ segir Sigríður um tónleikana. Stjórnin hefur gefið út sjö plötur og geisladiska á ferlinum. „Fyrsta platan okkar, Eitt lag enn, kom út um vorið 1990, rétt eftir Eurovision. Það þótti ekki gáfulegt að gefa út plötu að vori, því jólin höfðu alltaf verið besti tíminn í plötuútgáfu og -sölu. Salan gekk samt mjög vel og varð hún ein af söluhæstu plötum ársins,“ segir Sigríður um fyrstu plötuna. Stjórnin hefur tvisvar farið fyrir hönd Íslands í Eurovision, árið 1991 og 1992. „Það er aldrei að vita hvað gerist,“ svarar Sigríður þegar spurt er hvort Stjórnin fari aftur í Eurovision. „Við erum að vinna í nýju lagi sem mun líta dagsins ljós fljótlega. Þetta er ekta stuðlag, eftir Grétar Örvarsson og Friðrik Karlsson,“ bætir Sigríður við. Óhætt er að segja að mikið stuð verði í Háskólabíói 25. október, þar sem saga Stjórnarinnar verður rakin og öll vinsælustu lögin verða leikin.
Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira