Drottningin á miðjunni hefur alla burði til að vera frábær þjálfari Stefán Árni Pálsson skrifar 17. september 2013 07:00 Mynd/Daníel „Hún hefur haft mjög mikil áhrif á íslenska kvennaknattspyrnu í heild sinni og kannski lyft henni upp á annað plan í gegnum árin,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi þjálfari Eddu Garðarsdóttur, í gær. Knattspyrnukonan Edda Garðarsdóttir tók þá ákvörðun eftir að Pepsi-deild kvenna lauk um helgina að leggja skóna á hilluna, tímabundið í það minnsta. Síðasti leikur Eddu var gegn Selfyssingum á laugardaginn þegar Valsmenn unnu frábæran sigur, 4-0, og tryggðu sér í leiðinni annað sætið í deildinni. Edda skoraði eitt mark í leiknum og kvaddi því íslenskan kvennabolta á viðeigandi hátt, með sigri og marki. Leikmaðurinn hefur verið að glíma við erfið meiðsli í hné og hefur því ákveðið að koma skónum frægu vel fyrir á hillunni. „Hún lék algjört lykilhlutverk hjá íslenska landsliðinu þegar liðið gekk í gegnum mesta uppgangstímann og er ótrúlegur leiðtogi í klefanum. Sem leikmaður hefur hún alltaf æft meira en allir aðrir í liðinu, hvort sem það voru lyftingar eða aukaæfingar innanvallar þá var hún alltaf tilbúin. Edda hafði einnig þann eiginleika að virkja aðra í liðinu með sér og á að baki stórkostlegan feril.“Mynd/DaníelMikil reynsla og þekking Vanda lýsir Eddu sem ákveðnum leikmanni með einstaklega góða sendingagetu, líkamlega yfirburði yfir flestalla á vellinum og með frábæran skotfót. Hún var því eins konar drottning á miðjunni sem erfitt var að stöðva. Edda hefur nú sett stefnuna á knattspyrnuþjálfun þar sem hún getur miðlað reynslu sinni og þekkingu áfram til næstu kynslóða. „Hún hefur alla burði til að vera frábær þjálfari og ég veit að Edda hefur tekið nokkur námskeið. Hún er ótrúlega metnaðarfull og ég vona innilega að hún verði frábær þjálfari. Við megum ekki missa svona flottan karakter út úr kvennaknattspyrnunni. Það gerist allt of oft og það er nauðsynlegt fyrir íslenska kvennaknattspyrnu að halda Eddu.“Mynd/ArnþórMiðjumaðurinn lék 103 landsleiki með íslenska landsliðinu og er því næstleikjahæsti leikmaður Íslands í sögunni. Edda skoraði fjögur mörk fyrir Ísland er hún lék sinn fyrsta landsleik sjöunda september árið 1997 þegar hún kom inn á af bekknum gegn Úkraínu í undankeppni HM. 16 árum síðar hefur hún lagt skóna á hilluna. „Edda gæti orðið mjög góður þjálfari og ég veit að hún hefur tekið þjálfaranámskeið. Hún hefur alltaf verið dugleg að skrifa niður og punkta hjá sér, sem mun reynast henni vel þegar út í þjálfun er komið. Það væri ekki gott að missa svona flottan karakter út úr boltanum.“ Edda lék með KR, Breiðabliki, Örebro, Chelsea og að lokum Val á sínum ferli og varð hún bæði Íslands- og bikarmeistari hér á landi. „Hún fer sannarlega í þann flokk að vera ein af þeim bestu í íslenskri kvennaknattspyrnusögu. Hún var kannski ekki tæknilega besti leikmaðurinn en ótrúlegur karakter sem reif ávallt alla með sér.“Edda Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hennar framlag til kvennaknattspyrnu skipti sköpum. Mynd/Stefán Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Edda þrettán sinnum í verðlaunasæti á Íslandsmótinu Edda Garðarsdóttir endaði knattspyrnuferilinn um helgina á því að hjálpa Val að ná öðru sætinu í Pepsi-deild kvenna. Þetta var í þrettánda sinn á ferlinum þar sem lið hennar endaði í tveimur efstu sætunum í úrvalsdeild kvenna. 16. september 2013 23:15 Edda Garðarsdóttir hætt í knattspyrnu Knattspyrnukonan Edda Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna tímabundið í það minnsta en leikmaðurinn staðfesti þetta í samtali við mbl.is. 16. september 2013 10:20 Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
„Hún hefur haft mjög mikil áhrif á íslenska kvennaknattspyrnu í heild sinni og kannski lyft henni upp á annað plan í gegnum árin,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi þjálfari Eddu Garðarsdóttur, í gær. Knattspyrnukonan Edda Garðarsdóttir tók þá ákvörðun eftir að Pepsi-deild kvenna lauk um helgina að leggja skóna á hilluna, tímabundið í það minnsta. Síðasti leikur Eddu var gegn Selfyssingum á laugardaginn þegar Valsmenn unnu frábæran sigur, 4-0, og tryggðu sér í leiðinni annað sætið í deildinni. Edda skoraði eitt mark í leiknum og kvaddi því íslenskan kvennabolta á viðeigandi hátt, með sigri og marki. Leikmaðurinn hefur verið að glíma við erfið meiðsli í hné og hefur því ákveðið að koma skónum frægu vel fyrir á hillunni. „Hún lék algjört lykilhlutverk hjá íslenska landsliðinu þegar liðið gekk í gegnum mesta uppgangstímann og er ótrúlegur leiðtogi í klefanum. Sem leikmaður hefur hún alltaf æft meira en allir aðrir í liðinu, hvort sem það voru lyftingar eða aukaæfingar innanvallar þá var hún alltaf tilbúin. Edda hafði einnig þann eiginleika að virkja aðra í liðinu með sér og á að baki stórkostlegan feril.“Mynd/DaníelMikil reynsla og þekking Vanda lýsir Eddu sem ákveðnum leikmanni með einstaklega góða sendingagetu, líkamlega yfirburði yfir flestalla á vellinum og með frábæran skotfót. Hún var því eins konar drottning á miðjunni sem erfitt var að stöðva. Edda hefur nú sett stefnuna á knattspyrnuþjálfun þar sem hún getur miðlað reynslu sinni og þekkingu áfram til næstu kynslóða. „Hún hefur alla burði til að vera frábær þjálfari og ég veit að Edda hefur tekið nokkur námskeið. Hún er ótrúlega metnaðarfull og ég vona innilega að hún verði frábær þjálfari. Við megum ekki missa svona flottan karakter út úr kvennaknattspyrnunni. Það gerist allt of oft og það er nauðsynlegt fyrir íslenska kvennaknattspyrnu að halda Eddu.“Mynd/ArnþórMiðjumaðurinn lék 103 landsleiki með íslenska landsliðinu og er því næstleikjahæsti leikmaður Íslands í sögunni. Edda skoraði fjögur mörk fyrir Ísland er hún lék sinn fyrsta landsleik sjöunda september árið 1997 þegar hún kom inn á af bekknum gegn Úkraínu í undankeppni HM. 16 árum síðar hefur hún lagt skóna á hilluna. „Edda gæti orðið mjög góður þjálfari og ég veit að hún hefur tekið þjálfaranámskeið. Hún hefur alltaf verið dugleg að skrifa niður og punkta hjá sér, sem mun reynast henni vel þegar út í þjálfun er komið. Það væri ekki gott að missa svona flottan karakter út úr boltanum.“ Edda lék með KR, Breiðabliki, Örebro, Chelsea og að lokum Val á sínum ferli og varð hún bæði Íslands- og bikarmeistari hér á landi. „Hún fer sannarlega í þann flokk að vera ein af þeim bestu í íslenskri kvennaknattspyrnusögu. Hún var kannski ekki tæknilega besti leikmaðurinn en ótrúlegur karakter sem reif ávallt alla með sér.“Edda Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hennar framlag til kvennaknattspyrnu skipti sköpum. Mynd/Stefán
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Edda þrettán sinnum í verðlaunasæti á Íslandsmótinu Edda Garðarsdóttir endaði knattspyrnuferilinn um helgina á því að hjálpa Val að ná öðru sætinu í Pepsi-deild kvenna. Þetta var í þrettánda sinn á ferlinum þar sem lið hennar endaði í tveimur efstu sætunum í úrvalsdeild kvenna. 16. september 2013 23:15 Edda Garðarsdóttir hætt í knattspyrnu Knattspyrnukonan Edda Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna tímabundið í það minnsta en leikmaðurinn staðfesti þetta í samtali við mbl.is. 16. september 2013 10:20 Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Edda þrettán sinnum í verðlaunasæti á Íslandsmótinu Edda Garðarsdóttir endaði knattspyrnuferilinn um helgina á því að hjálpa Val að ná öðru sætinu í Pepsi-deild kvenna. Þetta var í þrettánda sinn á ferlinum þar sem lið hennar endaði í tveimur efstu sætunum í úrvalsdeild kvenna. 16. september 2013 23:15
Edda Garðarsdóttir hætt í knattspyrnu Knattspyrnukonan Edda Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna tímabundið í það minnsta en leikmaðurinn staðfesti þetta í samtali við mbl.is. 16. september 2013 10:20