Rómantík, glettni, fjör og leyndarmál Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. september 2013 11:00 Ármann og Peter hafa aldrei áður spilað heila dagskrá saman en Ármann segir samstarfið hafa verið skemmtilegt og gjöfult. Við verðum dálítið á rómantísku nótunum en það er líka mikið fjör og glettni í þessum verkum,“ segir Ármann Helgason klarinettuleikari, sem í kvöld heldur tónleika í Norræna húsinu ásamt píanóleikaranum Peter Maté. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni, tónleikaröð Félags íslenskra tónlistarmanna – klassískrar deildar FÍH í samvinnu við Norræna húsið. Á efnisskránni eru þrjár sónötur eftir Brahms, Poulenc og Jón Þórarinsson, auk tveggja stemningsverka fyrir klarinett og píanó; Fantasíu eftir Carl Nielsen og Ristum eftir Jón Nordal. „Sónötur þeirra Brahms og Poulenc eru báðar samdar skömmu fyrir andlát tónskáldanna,“ segir Ármann. „Það er stundum sagt í gríni að þegar tónskáld hafi samið sín stórkostlegustu verk deyi þau fljótlega, þeirra hlutverki sé lokið, en ég sel það ekki dýrar en ég keypti. Það er líka gaman að flytja sónötuna eftir Jón Þórarinsson, ekki síst þar sem hann lést í fyrra.“ Yfirskrift tónleikanna er Þrjár sónötur og leyndarmál og Ármann segir leyndarmálin tengjast verkinu Ristur eftir Jón Nordal, enda hafi forfeður okkar rist sín leyndarmál í stein. „Svo leikum við líka Fantasíu eftir danska tónskáldið Carl Nielsen sem er feikiskemmtilegt verk. Þannig að ég vona að við náum að blása á lægðirnar og að okkur takist spila inn litríki haustsins.“ Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Við verðum dálítið á rómantísku nótunum en það er líka mikið fjör og glettni í þessum verkum,“ segir Ármann Helgason klarinettuleikari, sem í kvöld heldur tónleika í Norræna húsinu ásamt píanóleikaranum Peter Maté. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni, tónleikaröð Félags íslenskra tónlistarmanna – klassískrar deildar FÍH í samvinnu við Norræna húsið. Á efnisskránni eru þrjár sónötur eftir Brahms, Poulenc og Jón Þórarinsson, auk tveggja stemningsverka fyrir klarinett og píanó; Fantasíu eftir Carl Nielsen og Ristum eftir Jón Nordal. „Sónötur þeirra Brahms og Poulenc eru báðar samdar skömmu fyrir andlát tónskáldanna,“ segir Ármann. „Það er stundum sagt í gríni að þegar tónskáld hafi samið sín stórkostlegustu verk deyi þau fljótlega, þeirra hlutverki sé lokið, en ég sel það ekki dýrar en ég keypti. Það er líka gaman að flytja sónötuna eftir Jón Þórarinsson, ekki síst þar sem hann lést í fyrra.“ Yfirskrift tónleikanna er Þrjár sónötur og leyndarmál og Ármann segir leyndarmálin tengjast verkinu Ristur eftir Jón Nordal, enda hafi forfeður okkar rist sín leyndarmál í stein. „Svo leikum við líka Fantasíu eftir danska tónskáldið Carl Nielsen sem er feikiskemmtilegt verk. Þannig að ég vona að við náum að blása á lægðirnar og að okkur takist spila inn litríki haustsins.“
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira