Súrsæt skrímsli í lestinni Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. september 2013 12:00 "Þetta eru vísur um alls kyns skrímsli sem verða á vegi okkar, eins og táfýluskrímsli, tölvuskrímsli og svo framvegis,“ segir Agnes um efni bókarinnar. Við byrjum að sýna í Pleasance Islington í kvöld og sýnum fimm sinnum, sem er mjög spennandi,“ segir Agnes Wild, sem leikstýrir sýningunni Play for September sem hlaut NSDF-verðlaunin sem besta nemendaleiksýningin á Edinborgarhátíðinni í sumar, en hluti verðlaunanna fólst einmitt í því að fá aðstöðu til sýninga í leikhúsinu í London. Agnes útskrifaðist úr leikaranámi frá East 15 Acting School í London í júní. Hvernig kom það til að hún gerðist leikstjóri sýningarinnar? „Ég var búin að vera að leikstýra dálítið á Íslandi, mestmegnis börnum og unglingum, en þegar ég flutti út fór ég í kúrs sem heitir Acting and Contemporary Theatre og lokaverkefnið okkar á þeirri braut var að skrifa leikrit og setja það upp sem leikhópur. Vinkona mín skrifaði þetta leikrit og ég sá strax að ég gæti ekki leikið í því þar sem persónurnar eiga að vera 14 ára og ég lít ekki alveg svo unglega út. En mig langaði óskaplega að taka þátt í sýningunni, bað um að fá að leikstýra henni og það var samþykkt.“ Agnes er 24 ára gömul og lætur sér ekki nægja að leika og leikstýra því á næstu vikum kemur fyrsta bók hennar, Súrsæt skrímsli, út hjá bókaútgáfunni Draumsýn. Þetta er barnabók með teikningum eftir skólasystur Agnesar, Lucy Townsend. Hvernig stóð á því að hún fór að skrifa bók í miðju leiklistarnáminu? „Þetta eru vísur um alls kyns skrímsli sem verða á vegi okkar, eins og táfýluskrímsli, tölvuskrímsli og svo framvegis. Ég byrjaði að fikta við að setja þetta saman í lestinni á leiðinni í skólann bara af einmanaleika. Þetta er hress og skemmtileg bók sem á að kenna krökkunum eitthvað um það hvernig best er að haga sér en þó fyrst og fremst að njóta íslenskunnar. Skemmta sér við að ríma og njóta þess sem ljóðformið býður upp á.“ Þig langar ekki að skrifa leikrit upp úr bókinni? „Jú, kannski, en draumurinn er að úr þessu verði teiknimyndir fyrir sjónvarp. Vonandi rætist sá draumur einhvern tíma.“ Menning Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Við byrjum að sýna í Pleasance Islington í kvöld og sýnum fimm sinnum, sem er mjög spennandi,“ segir Agnes Wild, sem leikstýrir sýningunni Play for September sem hlaut NSDF-verðlaunin sem besta nemendaleiksýningin á Edinborgarhátíðinni í sumar, en hluti verðlaunanna fólst einmitt í því að fá aðstöðu til sýninga í leikhúsinu í London. Agnes útskrifaðist úr leikaranámi frá East 15 Acting School í London í júní. Hvernig kom það til að hún gerðist leikstjóri sýningarinnar? „Ég var búin að vera að leikstýra dálítið á Íslandi, mestmegnis börnum og unglingum, en þegar ég flutti út fór ég í kúrs sem heitir Acting and Contemporary Theatre og lokaverkefnið okkar á þeirri braut var að skrifa leikrit og setja það upp sem leikhópur. Vinkona mín skrifaði þetta leikrit og ég sá strax að ég gæti ekki leikið í því þar sem persónurnar eiga að vera 14 ára og ég lít ekki alveg svo unglega út. En mig langaði óskaplega að taka þátt í sýningunni, bað um að fá að leikstýra henni og það var samþykkt.“ Agnes er 24 ára gömul og lætur sér ekki nægja að leika og leikstýra því á næstu vikum kemur fyrsta bók hennar, Súrsæt skrímsli, út hjá bókaútgáfunni Draumsýn. Þetta er barnabók með teikningum eftir skólasystur Agnesar, Lucy Townsend. Hvernig stóð á því að hún fór að skrifa bók í miðju leiklistarnáminu? „Þetta eru vísur um alls kyns skrímsli sem verða á vegi okkar, eins og táfýluskrímsli, tölvuskrímsli og svo framvegis. Ég byrjaði að fikta við að setja þetta saman í lestinni á leiðinni í skólann bara af einmanaleika. Þetta er hress og skemmtileg bók sem á að kenna krökkunum eitthvað um það hvernig best er að haga sér en þó fyrst og fremst að njóta íslenskunnar. Skemmta sér við að ríma og njóta þess sem ljóðformið býður upp á.“ Þig langar ekki að skrifa leikrit upp úr bókinni? „Jú, kannski, en draumurinn er að úr þessu verði teiknimyndir fyrir sjónvarp. Vonandi rætist sá draumur einhvern tíma.“
Menning Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira