Súrsæt skrímsli í lestinni Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. september 2013 12:00 "Þetta eru vísur um alls kyns skrímsli sem verða á vegi okkar, eins og táfýluskrímsli, tölvuskrímsli og svo framvegis,“ segir Agnes um efni bókarinnar. Við byrjum að sýna í Pleasance Islington í kvöld og sýnum fimm sinnum, sem er mjög spennandi,“ segir Agnes Wild, sem leikstýrir sýningunni Play for September sem hlaut NSDF-verðlaunin sem besta nemendaleiksýningin á Edinborgarhátíðinni í sumar, en hluti verðlaunanna fólst einmitt í því að fá aðstöðu til sýninga í leikhúsinu í London. Agnes útskrifaðist úr leikaranámi frá East 15 Acting School í London í júní. Hvernig kom það til að hún gerðist leikstjóri sýningarinnar? „Ég var búin að vera að leikstýra dálítið á Íslandi, mestmegnis börnum og unglingum, en þegar ég flutti út fór ég í kúrs sem heitir Acting and Contemporary Theatre og lokaverkefnið okkar á þeirri braut var að skrifa leikrit og setja það upp sem leikhópur. Vinkona mín skrifaði þetta leikrit og ég sá strax að ég gæti ekki leikið í því þar sem persónurnar eiga að vera 14 ára og ég lít ekki alveg svo unglega út. En mig langaði óskaplega að taka þátt í sýningunni, bað um að fá að leikstýra henni og það var samþykkt.“ Agnes er 24 ára gömul og lætur sér ekki nægja að leika og leikstýra því á næstu vikum kemur fyrsta bók hennar, Súrsæt skrímsli, út hjá bókaútgáfunni Draumsýn. Þetta er barnabók með teikningum eftir skólasystur Agnesar, Lucy Townsend. Hvernig stóð á því að hún fór að skrifa bók í miðju leiklistarnáminu? „Þetta eru vísur um alls kyns skrímsli sem verða á vegi okkar, eins og táfýluskrímsli, tölvuskrímsli og svo framvegis. Ég byrjaði að fikta við að setja þetta saman í lestinni á leiðinni í skólann bara af einmanaleika. Þetta er hress og skemmtileg bók sem á að kenna krökkunum eitthvað um það hvernig best er að haga sér en þó fyrst og fremst að njóta íslenskunnar. Skemmta sér við að ríma og njóta þess sem ljóðformið býður upp á.“ Þig langar ekki að skrifa leikrit upp úr bókinni? „Jú, kannski, en draumurinn er að úr þessu verði teiknimyndir fyrir sjónvarp. Vonandi rætist sá draumur einhvern tíma.“ Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Við byrjum að sýna í Pleasance Islington í kvöld og sýnum fimm sinnum, sem er mjög spennandi,“ segir Agnes Wild, sem leikstýrir sýningunni Play for September sem hlaut NSDF-verðlaunin sem besta nemendaleiksýningin á Edinborgarhátíðinni í sumar, en hluti verðlaunanna fólst einmitt í því að fá aðstöðu til sýninga í leikhúsinu í London. Agnes útskrifaðist úr leikaranámi frá East 15 Acting School í London í júní. Hvernig kom það til að hún gerðist leikstjóri sýningarinnar? „Ég var búin að vera að leikstýra dálítið á Íslandi, mestmegnis börnum og unglingum, en þegar ég flutti út fór ég í kúrs sem heitir Acting and Contemporary Theatre og lokaverkefnið okkar á þeirri braut var að skrifa leikrit og setja það upp sem leikhópur. Vinkona mín skrifaði þetta leikrit og ég sá strax að ég gæti ekki leikið í því þar sem persónurnar eiga að vera 14 ára og ég lít ekki alveg svo unglega út. En mig langaði óskaplega að taka þátt í sýningunni, bað um að fá að leikstýra henni og það var samþykkt.“ Agnes er 24 ára gömul og lætur sér ekki nægja að leika og leikstýra því á næstu vikum kemur fyrsta bók hennar, Súrsæt skrímsli, út hjá bókaútgáfunni Draumsýn. Þetta er barnabók með teikningum eftir skólasystur Agnesar, Lucy Townsend. Hvernig stóð á því að hún fór að skrifa bók í miðju leiklistarnáminu? „Þetta eru vísur um alls kyns skrímsli sem verða á vegi okkar, eins og táfýluskrímsli, tölvuskrímsli og svo framvegis. Ég byrjaði að fikta við að setja þetta saman í lestinni á leiðinni í skólann bara af einmanaleika. Þetta er hress og skemmtileg bók sem á að kenna krökkunum eitthvað um það hvernig best er að haga sér en þó fyrst og fremst að njóta íslenskunnar. Skemmta sér við að ríma og njóta þess sem ljóðformið býður upp á.“ Þig langar ekki að skrifa leikrit upp úr bókinni? „Jú, kannski, en draumurinn er að úr þessu verði teiknimyndir fyrir sjónvarp. Vonandi rætist sá draumur einhvern tíma.“
Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira