Vann fyrir tískumerkið bebe Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 27. september 2013 11:00 Edda Skúladóttir framleiðir kvenfatnað úr bómull, silki og íslenskri ull undir merkinu Fluga design. Mynd/Pjetur Ég öðlaðist góða reynslu úti í Los Angeles. Þegar ég flutti heim fór ég svo að fikta mig áfram með mitt eigið. Byrjaði smátt en nú hefur þetta undið upp á sig,“ segir Edda Skúladóttir klæðskeri en hún framleiðir kvenfatnað undir merkinu Fluga design. Edda bjó í níu ár í Los Angeles og vann við sniðagerð fyrir fataframleiðendur, meðal annars fyrir merkið bebe. Hún flutti heim árið 2005 og kom Fluga design á koppinn fyrir þremur árum. Hún vinnur meðal annars úr íslenskri ull, silki og bómull. „Mér finnst mjög gaman að vinna með ullina en ég byrjaði á því fyrir rúmu ári. Prjónastofan Glófi prjónar fyrir mig voðir sem ég vinn úr stórar peysur og slár. Ég er að gera nýjar peysur þessa dagana og er í fullum gangi að undirbúa sýningu með Handverki og hönnun í Ráðhúsinu í nóvember,“ segir Edda. „Ég sauma bæði sparikjóla og bómullarkjóla til að nota hversdags, leggings og peysur og geri líka klúta og slaufur. Ég geri einnig mikið af því að breyta peysum, nota nýjar peysur sem ég fæ, lita, klippi til og bæti inn í þær silki. Þannig öðlast þær nýtt líf.“ Edda vinnur allt sjálf á vinnustofu sinni í Hamraborg 1 í Kópavogi og er hægt að heimsækja hana þangað. Einnig fást flíkurnar hennar í Kraumi og í Húsi handanna á Egilsstöðum. Edda heldur úti heimasíðunni www.fluga.is og eins er hægt að fylgjast með Fluga design á Facebook. Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Fleiri fréttir „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Ég öðlaðist góða reynslu úti í Los Angeles. Þegar ég flutti heim fór ég svo að fikta mig áfram með mitt eigið. Byrjaði smátt en nú hefur þetta undið upp á sig,“ segir Edda Skúladóttir klæðskeri en hún framleiðir kvenfatnað undir merkinu Fluga design. Edda bjó í níu ár í Los Angeles og vann við sniðagerð fyrir fataframleiðendur, meðal annars fyrir merkið bebe. Hún flutti heim árið 2005 og kom Fluga design á koppinn fyrir þremur árum. Hún vinnur meðal annars úr íslenskri ull, silki og bómull. „Mér finnst mjög gaman að vinna með ullina en ég byrjaði á því fyrir rúmu ári. Prjónastofan Glófi prjónar fyrir mig voðir sem ég vinn úr stórar peysur og slár. Ég er að gera nýjar peysur þessa dagana og er í fullum gangi að undirbúa sýningu með Handverki og hönnun í Ráðhúsinu í nóvember,“ segir Edda. „Ég sauma bæði sparikjóla og bómullarkjóla til að nota hversdags, leggings og peysur og geri líka klúta og slaufur. Ég geri einnig mikið af því að breyta peysum, nota nýjar peysur sem ég fæ, lita, klippi til og bæti inn í þær silki. Þannig öðlast þær nýtt líf.“ Edda vinnur allt sjálf á vinnustofu sinni í Hamraborg 1 í Kópavogi og er hægt að heimsækja hana þangað. Einnig fást flíkurnar hennar í Kraumi og í Húsi handanna á Egilsstöðum. Edda heldur úti heimasíðunni www.fluga.is og eins er hægt að fylgjast með Fluga design á Facebook.
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Fleiri fréttir „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið