Sömdu við eina stærstu útgáfu heims Freyr Bjarnason skrifar 1. október 2013 07:00 Rokktríóið The Vintage Caravan hefur gert útgáfusamning við þýska fyrirtækið Nuclear Blast. fréttablaðið/vilhelm „Við erum alveg í skýjunum yfir þessu. Þetta er yndislegt,“ segir Alexander Örn Númason, bassaleikari The Vintage Caravan. Rokktríóið hefur skrifað undir samning við þýska útgáfufyrirtækið Nuclear Blast, sem er stærsta sjálfstæða þungarokksútgáfa heims. Á meðal þekktra hljómsveita sem eru á mála hjá fyrirtækinu eru Sepultura, Anthrax, Soulfly, Biohazard, Exodus og Overkill. Flestar hljómsveitirnar hjá Nucelar Blast eru á meðal þeirra fremstu í þungarokki eða dauðarokki en að sögn Alexanders Arnar eru sjö til átta sveitir í klassíska rokkgeiranum eins og The Vintage Caravan. Aðspurður segir Alexander Örn að samningurinn kveði á um að næstu plötur The Vintage Caravan komi út hjá Nuclear Blast. Einnig er stefnt á að önnur plata sveitarinnar, Voyage sem kom út hjá Senu í fyrra, komi út í janúar úti um allan heim í nýjum umbúðum. „Þetta gerðist eiginlega óvart. Þetta er í raun og veru einu manni að þakka,“ segir bassaleikarinn um samninginn. „Það er þýskur maður sem við kynntumst á Eistnaflugi árið 2012. Hann er búinn að láta hlutina gerast að okkur óafvitandi.“ Auk útgáfusamningsins hefur The Vintage Caravan gert samning við austurríska bókunarskrifstofu. Hljómsveitin spilar á Roadburn-hátíðinni í Hollandi í apríl og líklega fer hún í tónleikaferðalag í janúar þegar platan kemur út. Fáið þið ekki góðan pening fyrir samninginn? „Þetta er þokkalegur peningur. Þetta snýst aðallega um að við fáum nægt fjármagn til að gera plötu og til að koma okkur út. Við erum ekkert að tala um tugi milljóna en það verður ágætlega séð um okkur.“ Nýtt myndband The Vintage Caravan er komið út við lagið Expand Your Mind. Leikstjóri var Bowen Staines sem leikstýrði einnig myndböndunum við Fjöru með Sólstöfum og Gleipni með Skálmöld. Það var tekið upp á skemmtistaðnum fyrrverandi, Faktorý. The Vintage Caravan 'EXPAND YOUR MIND' (Official Video) from Bowen Staines on Vimeo. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Við erum alveg í skýjunum yfir þessu. Þetta er yndislegt,“ segir Alexander Örn Númason, bassaleikari The Vintage Caravan. Rokktríóið hefur skrifað undir samning við þýska útgáfufyrirtækið Nuclear Blast, sem er stærsta sjálfstæða þungarokksútgáfa heims. Á meðal þekktra hljómsveita sem eru á mála hjá fyrirtækinu eru Sepultura, Anthrax, Soulfly, Biohazard, Exodus og Overkill. Flestar hljómsveitirnar hjá Nucelar Blast eru á meðal þeirra fremstu í þungarokki eða dauðarokki en að sögn Alexanders Arnar eru sjö til átta sveitir í klassíska rokkgeiranum eins og The Vintage Caravan. Aðspurður segir Alexander Örn að samningurinn kveði á um að næstu plötur The Vintage Caravan komi út hjá Nuclear Blast. Einnig er stefnt á að önnur plata sveitarinnar, Voyage sem kom út hjá Senu í fyrra, komi út í janúar úti um allan heim í nýjum umbúðum. „Þetta gerðist eiginlega óvart. Þetta er í raun og veru einu manni að þakka,“ segir bassaleikarinn um samninginn. „Það er þýskur maður sem við kynntumst á Eistnaflugi árið 2012. Hann er búinn að láta hlutina gerast að okkur óafvitandi.“ Auk útgáfusamningsins hefur The Vintage Caravan gert samning við austurríska bókunarskrifstofu. Hljómsveitin spilar á Roadburn-hátíðinni í Hollandi í apríl og líklega fer hún í tónleikaferðalag í janúar þegar platan kemur út. Fáið þið ekki góðan pening fyrir samninginn? „Þetta er þokkalegur peningur. Þetta snýst aðallega um að við fáum nægt fjármagn til að gera plötu og til að koma okkur út. Við erum ekkert að tala um tugi milljóna en það verður ágætlega séð um okkur.“ Nýtt myndband The Vintage Caravan er komið út við lagið Expand Your Mind. Leikstjóri var Bowen Staines sem leikstýrði einnig myndböndunum við Fjöru með Sólstöfum og Gleipni með Skálmöld. Það var tekið upp á skemmtistaðnum fyrrverandi, Faktorý. The Vintage Caravan 'EXPAND YOUR MIND' (Official Video) from Bowen Staines on Vimeo.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira