Engin dramatík hjá systrunum í HAIM Freyr Bjarnason skrifar 3. október 2013 07:15 Systrahljómsveitin HAIM hefur gefið út sína fyrstu plötu, Days Are Gone, sem beðið hefur verið eftir með eftirvæntingu. Í hljómsveitinni eru systurnar Este, Danielle og Alana Haim og þær koma frá Los Angeles í Bandaríkjunum. Tónlistin er eins konar póstmódernísk samsuða af poppi síðustu áratuga, allt frá Motown-kvennaböndunum til Fleetwood Mac og þaðan til hipphopptónlistar tíunda áratugarins og R&B. HAIM hefur verið áberandi í umræðunni á meðal tónlistaráhugamanna í töluverðan tíma enda hefur sveitin gefið út eftirtektarverðar smáskífur með lögunum Forever, Don"t Save Me, Falling og The Wire. Tímaritin Rolling Stone og Elle hafa hampað tónlistinni, auk dagblaðsins The Los Angeles Times. Í Bretlandi varð HAIM í byrjun ársins fyrsta bandaríska kvennahljómsveitin til að bera sigur úr býtum í hinni árlegu skoðanakönnun BBC á „Hljómi ársins 2013“. Systurnar þykja góðar á tónleikum og hefur ítrekað verið uppselt á tónleika þeirra á staðnum Troubadour í Los Angeles og í Music Hall of Williamsburg í New York. Einnig hafa þær spilað á hátíðum á borð við SXSW, Lollapalooza, Bonnaroo og Governors Ball. Það er því engin tilviljun að þeim hefur verið boðið að hita upp fyrir Phoenix, Florence and the Machine, Mumford and Sons og Vampire Weekend. Upptökustjórar á nýju plötunni voru Ariel Rechtshaid, sem hefur unnið með Usher og Vampire Weekend, og James Ford, sem hefur starfað með Florence and the Machine og Arctic Monkeys. Days Are Gone hefur fengið góðar viðtökur. The Guardian, Allmusic, Consequence of Sound og Q gefa henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Rolling Stone límir á hana þrjár og hálfa stjörnu og Pitchfork gefur henni 8,3 af 10. HAIM hefur verið bókuð í risastóra tónleikaferð sem hefst í Texas á morgun. Fyrst spilar sveitin í Bandaríkjunum og ferðast svo um Evrópu með Phoenix. Að því loknu halda systurnar ferðalaginu áfram einar á báti og hafa síðustu tónleikarnir verið bókaðir í Glasgow í mars. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Systrahljómsveitin HAIM hefur gefið út sína fyrstu plötu, Days Are Gone, sem beðið hefur verið eftir með eftirvæntingu. Í hljómsveitinni eru systurnar Este, Danielle og Alana Haim og þær koma frá Los Angeles í Bandaríkjunum. Tónlistin er eins konar póstmódernísk samsuða af poppi síðustu áratuga, allt frá Motown-kvennaböndunum til Fleetwood Mac og þaðan til hipphopptónlistar tíunda áratugarins og R&B. HAIM hefur verið áberandi í umræðunni á meðal tónlistaráhugamanna í töluverðan tíma enda hefur sveitin gefið út eftirtektarverðar smáskífur með lögunum Forever, Don"t Save Me, Falling og The Wire. Tímaritin Rolling Stone og Elle hafa hampað tónlistinni, auk dagblaðsins The Los Angeles Times. Í Bretlandi varð HAIM í byrjun ársins fyrsta bandaríska kvennahljómsveitin til að bera sigur úr býtum í hinni árlegu skoðanakönnun BBC á „Hljómi ársins 2013“. Systurnar þykja góðar á tónleikum og hefur ítrekað verið uppselt á tónleika þeirra á staðnum Troubadour í Los Angeles og í Music Hall of Williamsburg í New York. Einnig hafa þær spilað á hátíðum á borð við SXSW, Lollapalooza, Bonnaroo og Governors Ball. Það er því engin tilviljun að þeim hefur verið boðið að hita upp fyrir Phoenix, Florence and the Machine, Mumford and Sons og Vampire Weekend. Upptökustjórar á nýju plötunni voru Ariel Rechtshaid, sem hefur unnið með Usher og Vampire Weekend, og James Ford, sem hefur starfað með Florence and the Machine og Arctic Monkeys. Days Are Gone hefur fengið góðar viðtökur. The Guardian, Allmusic, Consequence of Sound og Q gefa henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Rolling Stone límir á hana þrjár og hálfa stjörnu og Pitchfork gefur henni 8,3 af 10. HAIM hefur verið bókuð í risastóra tónleikaferð sem hefst í Texas á morgun. Fyrst spilar sveitin í Bandaríkjunum og ferðast svo um Evrópu með Phoenix. Að því loknu halda systurnar ferðalaginu áfram einar á báti og hafa síðustu tónleikarnir verið bókaðir í Glasgow í mars.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira