Ætlar að láta vera í bili að fá eiginmanninn í þjálfarastarfið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2013 07:00 Harpa og Björn Daníel spiluðu bæði með uppeldisfélögum sínum í sumar. Fréttablaðið/Valli Björn Daníel Sverrisson úr FH og Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni voru valin bestu leikmenn Pepsi-deildar karla og kvenna af leikmönnum deildarinnar. „Þetta fyllir mann stolti og það er þvílíkur heiður að vera valinn af leikmönnum deildarinnar. Ég er virkilega ánægður þessa stundina,“ sagði Björn Daníel Sverrisson á lokahófi KSÍ í gær. Annað árið í röð skoraði miðjumaðurinn níu mörk í deildinni og er án nokkurs vafa vel að verðlaununum kominn. „Framan af móti fannst mér ég spila virkilega vel. Svo dalaði frammistaðan hjá mér seinni hlutann eins og hjá öllu liðinu. En í heildina er þetta langbesta tímabilið mitt,“ segir FH-ingurinn. Hann segir verðlaunin fínar sárabætur fyrst Íslandsmeistaratitillinn vannst ekki. Björn Daníel vonast þó til að lyfta þeim stóra með FH-ingum áður en hann leggur skóna á hilluna. Það verður við 32 ára aldur samkvæmt því sem hann hélt fram við blaðamann á léttu nótunum í gær. „Ég held ég nenni ekki að verða orðinn alltof gamall og menn fara að hugsa: „Djöfull er hann orðinn lélegur.“ Ég ætla að hætta á meðan ég get eitthvað,“ sagði miðjumaðurinn 23 ára sem samdi við norska félagið Viking í sumar. Jón Daði Böðvarsson leikur með Viking líkt og Indriði Sigurðsson, sem er fyrirliði liðsins. Björn Daníel og Indriði ræddu saman í kringum undirritun samningsins í sumar en síðan hefur miðjumaðurinn ekkert heyrt í örvfætta kollega sínum. „Ég þarf ekkert að heyra í honum fyrr en tveimur til þremur dögum áður en ég held utan svo hann sæki mig örugglega á flugvöllinn,“ sagði Björn Daníel léttur. Hann heldur utan í nokkrar vikur síðar í mánuðinum en flytur svo í janúar. Mikil eftirsjá af Þorláki ÁrnaHarpa Þorsteinsdóttir fór á kostum í sumar.Mynd/Daníel„Þetta er alveg ólýsanlegt og ég er ofboðslega þakklát fyrir þetta val,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir. Sjaldan hefur valið á leikmanni ársins verið jafnaugljóst enda var Harpa í sérflokki í Stjörnuliði sem vann alla deildarleiki ársins. Hún viðurkenndi að valið hefði ekki komið sér á óvart. „Fjölmiðlar hafa verið duglegir að nefna mig. Maður er samt auðvitað aldrei 100 prósent viss,“ segir Harpa sem skoraði 28 mörk í deildinni í sumar. Hún spilaði alla leiki Stjörnunnar nema einn í sumar, undanúrslitaleikinn í bikarnum gegn Þór/KA sem tapaðist. Það var engin tilviljun. Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar, lét af störfum í gær eftir farsælt þriggja ára starf með kvennaliðið. Harpa segir mikla eftirsjá að honum. „Láki er frábær þjálfari og hefur gert ótrúlega hluti fyrir bæði liðið og mig,“ sagði Harpa. Hún treystir á að vandað verði til verka við val á eftirmanni. Svo vel vill til að Harpa er gift knattspyrnuþjálfara. Sá heitir Jóhannes Karl Sigursteinsson og þjálfaði Hörpu á sínum tíma hjá Breiðabliki. Ætlar Harpa að hvetja hann til að sækja um starfið? „Nei, ég efast um það,“ sagði Harpa og hló. „Ég læt það allavega vera í bili.“ Það voru leikmenn í Pepsi-deildum karla og kvenna sem völdu bestu leikmenn, efnilegustu leikmenn og bestu dómara. Kosið var að lokinni lokaumferðinni í deildunum. Tuttugu leikmenn hjá hverju liði höfðu atkvæðisrétt og voru heimtur góðar að sögn forsvarsmanna KSÍ. Guðmunda Brynja Óladóttir úr Selfossi og Arnór Ingvi Traustason úr Keflavík voru kjörin efnilegustu leikmennirnir. Gunnar Jarl Jónsson var kjörinn besti dómarinn karlamegin og Ívar Orri Kristjánsson kvennamegin. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Björn Daníel Sverrisson úr FH og Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni voru valin bestu leikmenn Pepsi-deildar karla og kvenna af leikmönnum deildarinnar. „Þetta fyllir mann stolti og það er þvílíkur heiður að vera valinn af leikmönnum deildarinnar. Ég er virkilega ánægður þessa stundina,“ sagði Björn Daníel Sverrisson á lokahófi KSÍ í gær. Annað árið í röð skoraði miðjumaðurinn níu mörk í deildinni og er án nokkurs vafa vel að verðlaununum kominn. „Framan af móti fannst mér ég spila virkilega vel. Svo dalaði frammistaðan hjá mér seinni hlutann eins og hjá öllu liðinu. En í heildina er þetta langbesta tímabilið mitt,“ segir FH-ingurinn. Hann segir verðlaunin fínar sárabætur fyrst Íslandsmeistaratitillinn vannst ekki. Björn Daníel vonast þó til að lyfta þeim stóra með FH-ingum áður en hann leggur skóna á hilluna. Það verður við 32 ára aldur samkvæmt því sem hann hélt fram við blaðamann á léttu nótunum í gær. „Ég held ég nenni ekki að verða orðinn alltof gamall og menn fara að hugsa: „Djöfull er hann orðinn lélegur.“ Ég ætla að hætta á meðan ég get eitthvað,“ sagði miðjumaðurinn 23 ára sem samdi við norska félagið Viking í sumar. Jón Daði Böðvarsson leikur með Viking líkt og Indriði Sigurðsson, sem er fyrirliði liðsins. Björn Daníel og Indriði ræddu saman í kringum undirritun samningsins í sumar en síðan hefur miðjumaðurinn ekkert heyrt í örvfætta kollega sínum. „Ég þarf ekkert að heyra í honum fyrr en tveimur til þremur dögum áður en ég held utan svo hann sæki mig örugglega á flugvöllinn,“ sagði Björn Daníel léttur. Hann heldur utan í nokkrar vikur síðar í mánuðinum en flytur svo í janúar. Mikil eftirsjá af Þorláki ÁrnaHarpa Þorsteinsdóttir fór á kostum í sumar.Mynd/Daníel„Þetta er alveg ólýsanlegt og ég er ofboðslega þakklát fyrir þetta val,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir. Sjaldan hefur valið á leikmanni ársins verið jafnaugljóst enda var Harpa í sérflokki í Stjörnuliði sem vann alla deildarleiki ársins. Hún viðurkenndi að valið hefði ekki komið sér á óvart. „Fjölmiðlar hafa verið duglegir að nefna mig. Maður er samt auðvitað aldrei 100 prósent viss,“ segir Harpa sem skoraði 28 mörk í deildinni í sumar. Hún spilaði alla leiki Stjörnunnar nema einn í sumar, undanúrslitaleikinn í bikarnum gegn Þór/KA sem tapaðist. Það var engin tilviljun. Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar, lét af störfum í gær eftir farsælt þriggja ára starf með kvennaliðið. Harpa segir mikla eftirsjá að honum. „Láki er frábær þjálfari og hefur gert ótrúlega hluti fyrir bæði liðið og mig,“ sagði Harpa. Hún treystir á að vandað verði til verka við val á eftirmanni. Svo vel vill til að Harpa er gift knattspyrnuþjálfara. Sá heitir Jóhannes Karl Sigursteinsson og þjálfaði Hörpu á sínum tíma hjá Breiðabliki. Ætlar Harpa að hvetja hann til að sækja um starfið? „Nei, ég efast um það,“ sagði Harpa og hló. „Ég læt það allavega vera í bili.“ Það voru leikmenn í Pepsi-deildum karla og kvenna sem völdu bestu leikmenn, efnilegustu leikmenn og bestu dómara. Kosið var að lokinni lokaumferðinni í deildunum. Tuttugu leikmenn hjá hverju liði höfðu atkvæðisrétt og voru heimtur góðar að sögn forsvarsmanna KSÍ. Guðmunda Brynja Óladóttir úr Selfossi og Arnór Ingvi Traustason úr Keflavík voru kjörin efnilegustu leikmennirnir. Gunnar Jarl Jónsson var kjörinn besti dómarinn karlamegin og Ívar Orri Kristjánsson kvennamegin.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira