Tónlist er atvinna en ekki sjálfboðavinna Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. október 2013 08:00 Tónlist er atvinnugrein, segir Björn Th. Árnason, formaður FÍH. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Ef það bilar klósett er píparinn ekki að fara að gera við það fyrir kaffi og kleinur. Við viljum virðingu fyrir starfi okkar og að tónlistarmenn fái greitt fyrir vinnu sína eins og aðrir,“ segir Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, um kjaramál tónlistarmanna. Töluvert hefur verið um það að skemmtistaðir og veitingahús á Íslandi óski eftir tónlistarmönnum til að koma fram launalaust eða bjóða laun í formi veitinga. „Við reynum að hjálpa en það er erfitt að gera eitthvað í þessu, oft eru þetta ekki meðlimir stéttarfélagsins, heldur mest í grasrótinni.“ Alltof algengt er að tónlistarmenn fái ekki greidd réttmæt laun fyrir vinnu sína og mæti fordómum þegar talað er um tónlistarmenn sem starfsstétt. „Með skerðingu fjárframlaga til lista- og menningarmála má með sanni segja að verið sé að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, þetta er ekki hátekjufólk eða hátekjubransi,“ bætir Björn við. Samkvæmt samningi FÍH við Samband veitinga- og gistihúsa, kemur fram að ef tónlistarmaður er einn að spila, greiðist að lágmarki 40.300 krónur fyrir vinnu hans.Ef fjögurra manna hljómsveit er að spila greiðst að lágmarki 26.000 krónur fyrir hvern hljómlistarmann. Innifalin eru launatengd gjöld þar sem þeir eru yfirleitt verktakar. Þá er miðað við, um tveggja klukkustunda vinnu. Tónlistarmenn vinna þó gjarnan sjálfboðastarf. „Við fáum oft ekki mikið kredit fyrir sjálfboðastörf okkar, þegar við komum fram á styrktartónleikum og öðrum góðgerðarviðburðum,“ segir Björn að lokum og hvetur tónlistarmenn til að hugsa sig vel um áður en þeir gerast sjálfboðaliðar á veitinga- og skemmtistöðum. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Ef það bilar klósett er píparinn ekki að fara að gera við það fyrir kaffi og kleinur. Við viljum virðingu fyrir starfi okkar og að tónlistarmenn fái greitt fyrir vinnu sína eins og aðrir,“ segir Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, um kjaramál tónlistarmanna. Töluvert hefur verið um það að skemmtistaðir og veitingahús á Íslandi óski eftir tónlistarmönnum til að koma fram launalaust eða bjóða laun í formi veitinga. „Við reynum að hjálpa en það er erfitt að gera eitthvað í þessu, oft eru þetta ekki meðlimir stéttarfélagsins, heldur mest í grasrótinni.“ Alltof algengt er að tónlistarmenn fái ekki greidd réttmæt laun fyrir vinnu sína og mæti fordómum þegar talað er um tónlistarmenn sem starfsstétt. „Með skerðingu fjárframlaga til lista- og menningarmála má með sanni segja að verið sé að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, þetta er ekki hátekjufólk eða hátekjubransi,“ bætir Björn við. Samkvæmt samningi FÍH við Samband veitinga- og gistihúsa, kemur fram að ef tónlistarmaður er einn að spila, greiðist að lágmarki 40.300 krónur fyrir vinnu hans.Ef fjögurra manna hljómsveit er að spila greiðst að lágmarki 26.000 krónur fyrir hvern hljómlistarmann. Innifalin eru launatengd gjöld þar sem þeir eru yfirleitt verktakar. Þá er miðað við, um tveggja klukkustunda vinnu. Tónlistarmenn vinna þó gjarnan sjálfboðastarf. „Við fáum oft ekki mikið kredit fyrir sjálfboðastörf okkar, þegar við komum fram á styrktartónleikum og öðrum góðgerðarviðburðum,“ segir Björn að lokum og hvetur tónlistarmenn til að hugsa sig vel um áður en þeir gerast sjálfboðaliðar á veitinga- og skemmtistöðum.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira